Vikan


Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 4
4 V IK A N Nr. 50, 1939 iin,iiii»iniimnniuimmmnimuH £4 ahka. jpLfy. Hleinkað Steini Steinarr. Ég hefi svo margsinnis lesið þín ljóð og lifað mig inn í þá brennandi glóð, sem bak við þau sindrandi svellur; og hamslaus var stundum þá hugurinn minn,. er hugði ég að því, hve lífsstraumur þinn í vonleysis farveginn fellur. Og ef að ég vissi, að vildirðu mig, ég væri ekki lengi að klófesta þig og gefa þér hönd mína og hjarta. Þá skyldi ég leiða þig bjartari braut og brosandi sigrast á sérhvérri þraut, og fegursta skrautinu skarta. Nú sælustu kveðjuna sendi ég þér og sætustu óskirnar hljóttu frá mér, og kossa í tuganna tali. Og mætust í huga mér minning þín er„ hún mun ekki fölna í Iífinu hér, þótt allt annað kólni og kali. Þíit Qunna. KtntmnimmmHiiiMnHiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiw víðir vellir opnast sjónum hans. Það væri gagnstætt ímyndunarafli og búhyggju Is- lendingsins að láta dalinn óbyggðan, þenn- an sæludal. I tindunum haf^st svo land- vættirnar við og halda vörð um íslenzka jörð. Þeim er skipað þar til sætis, sem útsýnin er allra víðust. Þá kemur vatnið. Islenzka rennandi vatnið og síkviki sjórinn er lífauðugur og ævintýrakenndur með afbrigðum. I undir- djúpunum eiða hafgúurnar og slá hörpu- strengi langt fram á ljósar nætur. Þær eiga mjúkar og rauðar varir eins og mold- arinnar dætur og litfagran sporð, eins og djúpsins börn eru borin með. Aftur kemur hér fram yfirgnæfandí mannlegt eðli í þessum tengiliðum Iáðs og lagar. Hafmærin stígur úr djúpunum í líki fagurrar konu sem ímynd fegurðarþrárinn- ar. En þörf þjóðarinnar stígur einnig það- an upp í líki sægrárrar mjólkurkýr, og alþýðumaðurinn þarf aðeins að ná til að slá henni litla blöðru til blóðs, og þá er hún landdýr upp frá því. I litlum og fögrum fossum lifa fossbúar og vatnadísir og kveða mjúksára þrá inn í ómótaðar sálir dalabarnanna, eins og haf- mærin nærir draumhygli strandbúanna. En sumir fossarnir eru svo voldugir, að þeir vaxa yfir allt draumlyndi. Við orku- þunga þeirra, iðu- og straumköst mótast eðh sterkustu Islendinganna, og þunga- hljóð þeirra verður aflgjafi, sem aldrei þrýtur. Frá fossunum í fjallshlíðinni, og allt til sjávar er kvikt af vatnabúum, skrímslum og skötum. I stöðuvötnunum hafast vatna- hestamir við. Eins og sækýrin er að mestu sem landkýr, svo eru vatnahestarnir nauðalíkir hestum. En heyri þeir nafn sitt nefnt, eru þeir óðara þotnir í vatnið. Enn sannast hér greinilega, að því yfir- náttúrlega í skáldskap þjóðarinnar svipar þægilega til þess náttúrlega. Þótt minnst sé á skottur og skrímsli í ám og vötnum, þá verður þeirra þó einkum vart á sjó úti eða með fjörusöndum að nóttu. Myrkrið er það máttarvald, sem skapar þessar skepnur, hvort heldur sem undirleikurinn er gnauð hafsins eða gjálp- andi vatnavakir. — 1 upphafi var eldurinn. Frá upphafi hefir íslenzk jörð engzt af kvölum og sársauka við f jörbrot hans, og sköpunarsaga landsins gerist á stórkost- legustu þjáningarstundum hennar. Og enn í dag þrymur eldurinn bölbænir sínar í dimmum djúpunum, krampakippir fara um jörðina öðru hverju eins og band- inginn leiti útgöngu. Og frelsisspor of- stopafyllsta fangans eru hvergi fleiri né gleggri en á Islandi. Eldhraunin og gos- hverimir eru þau merkustu, en þá eru ótaldar allar gjárnar, gýgirnir og vítin. En þótt eldhraunin séu eyðileg hið ytra, eiga þau ekki sinn líka um heim allan. Ef auðugt, íslenzkt ímyndunarafl hvarfl- ar inn í hálfgróið eldhraun í flöktandi þokumóðu, þá óskar það einskis framar. Það sveimar milli háreistra kirkna og hálf- fallinna kofa, í skuggalegum kastalarúst- um og grotnandi grafhvelfingum, um hangandi burknatorfur og eitraðar upp- sprettur, yfir hrúðruðum hveravítum og grænuþrungnum mosa og skófum. Dauð- inn verður líf, hraunið hreyfing og mann- legar myndir, meitlaðar í storknuninni, lifnaðar í ljósrauðri þokunni. Þarna nær íslenzk sköpun hámarki sínu, er hún gæðir gráan steininn guðs mynd. — Og þá er komið að Ioftinu, loftslaginu islenzka. Hið íslenzka Ioft er undursamlegt ævintýr, sem allir hafa jafna aðstöðu til að njóta, hvar sem þeir eru á Iandinu. I fyrsta lagi er það Iitaævintýri í breyting- anna eilífu áframhaldi, svo að suma sólar- hringa getum við, næstum að segja, séð litbrigði og ljósbrigði loftsins skipta fyrir augum okkar, eins og í logreiki norðurljós- anna, aðeins í smækkaðri mynd. Og öll himinsins ský taka litbreytingum Ioftsins: Gullský, silfurský, skýjaborgir, rósaský, skýjaför, kögruð ský, skýjabólstrar, morg- unský, þrumuský o. s. frv. En hvergi hefi ég séð fegurri og fjölbreyttari ský en í Reykjavík, einkum þegar skýjafar er eftir ofviðri og loftið tært, eins og það hafi óvart sloppið út úr himnaríkinu. Eins og litbrigðin og ljósbrigðin líða fyrir sjónir allan sólarhringinn, svo skipt- ast öfgarnir á, allan árs hringinn í íslenzku veðurlagi: Hrím og dögg, hríðar og þoka, frost og funi, snjór og þrumuveður, storm- ar og steypiregn. Enginn er svo algerður veruleikamaður, að hann finni ekki fyrr eða síðar ævin- týri íslenzks lofts. En engir vita jafnframt betur en Islend- ingar, hversu hamröm sú höfuðskepna er stundum viðureignar. Nú er skammdegi og myrkur, stríð og dýrtíð. I skammdeginu sezt dvali og jafn- vel þunglyndi í huga íslendinga, sem skýt- ur þar rótum eins og skuggablóm. En þá eigum við ævintýraland, ævintýraheim, sem í rauninni hefir verið þjóðinni þúsund sinnum meira virði áliðnumöldumenmarg- ur kaldur veruleikinn. I skapið sezt aftur það sólskin, sem ekkert myrkur fær upp- urið, það ljós, sem er lífberi og lífsvon heimsskautabarnanna. Og við segjum, nú er heiðbjört júlínótt, við erum á leið til landsins. Við nemum staðar á heiðabrúninni. Langt úti í f jarsk- anum sýnist hafið hvíla eins og ástfang- in mær í faðmi himinsins, en að fótum okkar liggur landið í grænum möttli silf- urspenntum og ofnum. Vötnin mynda sylgjurnar og silungsárnar böndin. Við höldum áfram. Sólin er sígin að baki öræfanna, og jökullinn er eins og glóandi rauðagull. Vestrið er iðandi í endalausum Ijósbrigðum. Fótatak hinnar björtu næt- ur vekur titrandi eftirvæntingu. Allt í einu opnast útilegumannadalurinn góði. Fyrir botni hans rís jökullinn og gef- ur sjónhringnum tignarblæ, en stingur kynlega í stúf við frjósemina, sem nærri liggur, að vaxi upp í fangi hans. I miðj- um dalnum er vatn, hálfhulið gufumóðu jarðhitans, því að þarna er falinn eldur undir ísjöklinum. Nóttin er heit og björt, þrungin frjó- magni og friði. Kyrrðin er svo djúp og óbyggðirnar svo víðar og töfrandi, að all- ar einstaklingskenndir leysast upp og sam- lagast einni ómælandi vitund. Maðurinn í gagntakandi næturþögn heiðalandanna er ekki lengur sem maður. Hann hugsar ekki framar, en hrærist í heillandi hugarjafn- vægi eða algleymi. Við vöknum úr ljúfum álögum þagnarinnar við svanásöng frá vatninu. Næturdöggin er mikil. Við setj- umst undir rökum runna á vatnsbrúninni og hlustum. Og svanirnir syngja fyrir okk- ur alla nóttina. Við getum engum sagt söng þeirra. En við segjum við alla unga íslendinga: Farið sjálfir og hlustið, í ham- ingjunnar nafni hlustið á hjartslátt og söngva íslenzkrar náttúru, meðan þið enn eruð ungir. Þá fyrst munuð þið eignast ævintýralandið, sem þið byggið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.