Vikan


Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 8
8 VIK AN Nr. 50, 1939 MINNING. hugur hans dvaldi meir, um þær mundir, á öðru sviði. Það var hljómlistin — og átti hún grunntóninn í sál hans. Þar lifði hann sínu eigin lífi, án afskipta annarra. Aðeins ein manneskja þekkti þá heima með honum. Það var kona — falleg, ljóshærð, 18 ára stúlka, sem kom inn í líf hans, alveg óvænt, þegar hann var í 2. bekk sjómannaskólans. Hún var dóttir eins kennarans, sem bjó í næsta húsi við skól- ann. Það var aðeins örmjótt sund á milli,- Þess vegna streymdu tónarnir frá hljóm- borðinu hennar yfir sundið. Eins og dá- leiddur maður hlustaði hann á þessa f jær- rænu tóna. — Þó hann væri í tímum, þá heyrði hann samt til hennar.------ Svo var það á Hótel Borg, sem þau kynntust persónulega í fyrsta skipti. Það var á skólaballi, seinni hluta vetrar. Þá var hann kynntur fyrir henni af föður hennar sem óvanalega duglegur námsmað- ur.------- En Dagga, sem svo var kölluð í daglegu tali, þó aðhún hétifullunafniDagfríður, var ekkert frábrugðin öðrum konum að þeim eðlishvötum að vilja fyrst, á undan öðr- um, leggja sinn eiginn dóm á þann karl- mann, sem ætti að heita afbragð annarra manna, — tók þessum skjallyrðum föður síns fremur rólega eða nærri því kulda- lega. Hún sagði, að sér þætti bara leiðin- legast, hvað hún væri stundum ómannglögg og hann pabbi yrði alltaf svo hávísindaleg- ur, þegar hann talaði um lærisveina sína, eins og honum fyndist, að heimurinn væri orðinn til, aðeins fyrir þá. Kolbeinn brosti góðlátlega og sagðist vel geta skilið, að sá skáldskapur hlyti að vera háalvarlegur og laus við alla lyrik. Þetta síðasta orð virtist hæfa viðkvæman streng í undirvitund stúlkunnar, sem f jær- rænum hugsunum horfði á þennan ókunna Framh. á bls. 18. Kolbeinn Högnason var nýkominn til Reykjavíkur, eftir stutta dvöl suður með sjó. Nú var hann orðinn at- vinnulaus. Hann hafði verið þar stýrimað- ur á stórum mótorbát, en orðið fyrir því skipbroti á miðri vertíð að falla í ónáð hjá eigendum útgerðarinnar, vegna afstöðu sinnar í verkalýðsmálum. Ekki svo að skilja, að hann væri sakaður um skipu- lagða undirróðursstarfsemi í þágu bylt- ingasinnaðra hugsjóna, heldur um óþarf- lega mikla afskiptasemi hversdagslegra hluta. Þannig atvikaðist það, að hann gisti í höfuðstaðnum, eina kalda vetrarnótt í litlu þakherbergi uppi á Her — og gaf hugsun- um sínum lausan tauminn í tilgangsleysi" augnabliksins. Hann settist á rúmfletið og" litaðist um. Veggir herbergisins voru auð- ir og ömurlegir. Það var mjög hljótt um- hverfis hann. Hann sat þarna aleinn, og það greip hann undarleg einstæðings til- finning —. Hvar voru vinirnir? — Hvar var líf og gleði — ást og hamingja liðinna daga? — Áður en varði, var hann kominn á vald sorgblíðra endurminninga. Það var eins og þögn einverunnar hvíslaði þeim að honum, því að í raun og veru var hann ekkert ókunnugur í þessari borg. — Fyrir nokkrum árum hafði hann verið hér við nám, og tekið próf í siglingafræði við stýrimannaskólann með lofsamlegum vitn- isburði, enda þótt að honum fyndist sjálf- um, hann varla eiga það skilið, af því að Þorl. Ben. Þorgrímsson. SMÁSAGA EFXIR ÞORL. BEN. ÞORGRÍMSSON:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.