Vikan


Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 11
Nr. 50, 1939 V IK A N 11 14. bók Huldu. Hin nýja bók Klettafjallaskóidsins. P yrir 40 árum lá 18 ára gömul stúlka * rúmföst sumarlangt norður á Auðn- um í Laxárdal. Hún átti dapra daga, og vanheilsa hennar var með þeim hætti, að ekki horfðist vænlega um framtíðina. Sér til afþreyingar orti hún ljóð um kyrrð og sveitasælu, og önnur þau viðkvæm efni, sem henni voru hugstæðust. En um þetta mátti enginn vita. Það var leyndarmál, sem hún hafði varðveitt frá því fyrst hún mundi eftir sér. Þó hafði hún einu sinni trúað systur sinni fyrir þessu, sér til mikils ama og áhyggju, þó að systirin hefði hins vegar ekki bnigðizt trúnaðartrausti hennar. Svo bar það til á miðjum slættinum, að heilsulausu stúlkunni á Auðnum barst í hendur eintak af Kvennabl. Framsókn með kvæði eftir hana sjálfa, er hún hafði sent blaðinu undir dulnefninu Hulda. Kvæðinu fylgdu vingjamleg ummæli og hvatningar- orð ritstjóra blaðsins. Nú vita allir Islendingar um hvaða konu er að ræða, þegar getið er Huldu skáld- konu. Fyrir 30 árum kom út fyrsta bókin hennar og síðan hver af annarri. Fyrir nokkrum dögum kom út 14. bókin frá hendi þessa höfundar, síðari hluti skáld- sögunnar, Dalafólk, en fyrri hlutinn kom út fyrir tveim árum. Það sem fyrst og fremst hefir aflað Huldu þeirra vinsælda, sem hún nýtur, er bjartsýni hennar og barnsleg trú á hið góða í fari mannanna, og svo hið tár- hreina mál, er mjög einkennir rithátt henn- ar. Henni hefir stundum verið brugðið um rómantískar skáldagrillur, og að hún snið- gengi hið raunhæfa líf, sem væri allt annað en þægilegt. En þessu hefir skáldkonan einu sinni svarað á þessa leið: ,,Ég hefi ekki fegrað neitt í sögunum mínum um sveitafólkið. Það er svona, þó að ókunnum geti sýnzt annað. Eg þekki það. Og það ber ekki síður skyn á skáld- skap en aðrir. Og svo er það landið okkar, — dásamlegasta land veraldarinnar. Þeg- ar ég heyri því hallmælt er mér ætíð í hug það, sem þingeyskur bóndi heyrðist tauta fyrir munni sér, er hann var í þann veg- inn að verða úti í stórhríð: „ísland, bezta land.“ Auk ritstarfa sinna hefir frú Unnur Stephan G. Stephansson: Andvökur, úrval. Utgefandi: Mál og menning, Rvík. Sig. Nordal bjó til prentunar. \ rið 1927 lézt háaldraður, íslenzkur ein- yrki vestur í Alberta-fylki í Kanada. Þessi bóndi, sem við vitum öll hver var, hafði, frá því hann komst á fullorðinsár, varið andvökum sínum til þess að rita ís- lenzk ljóð, siggharðri, þreyttri hendi eftir annir dagsins við reku og plóg. En ljóð Stephans G. Stephanssonar, andvökustörf- in, sem kveðin voru íslenzkri þjóð til handa og íslenzku stórmenni til hugarhægðar, hafa til þessa dags átt um erfiða stigu að sækja að hjörtum íslenzkra lesenda. And- vökur — sex binda ljóðasafn höfundar — hafa lítt fáanlegar veríð á síðustu árum, auk þess, sem sumir íslenzkir lesendur virð- ast ganga með þá hugarfarslegu mein- semd, að ljóð Stephans séu myrk og tor- skilin og greiði slælega tímann, sem í þau er eytt. Prófessor Sigurður Nordal og bók- menntafélagið Mál og menning hafa nú tekið að sér að ryðja þessum tveim hindr- unum á braut, með útgáfu á úrvalsljóðum Stephans. Þetta er stór bók, yfir 20 arkir, prýðileg að frágangi. Félagið Mál og menn- ing á þakkir skihð fyrir það, að greiða fjárhagslega leið íslenzkra lesenda til Stephans. Þeim hefir verið gert kleift, með útgáfu þessari, að eignast Stephan í orðs- ins fyllstu merkingu. Væntanlega láta þeir ekki tækifærið ónotað. Prófessor Nordal, sem ráðizt hefir í þann skemmtilega vanda að kynna Islend- ingum Stephan, lætur ekki sitt eftir liggja. I inngangi bókarinnar, sem að vísu er yfir hálft hundrað síður, en þó þröngur bás til mikilla athafna, varpar prófessorinn skörpum kastljósum á skáldið, ævi þess og afrek. I kynningu sinni á Stephani hefir Nordal valið þá leið að víkka innsýn les- andans í sál skáldsins, svo allur skilningur verður skýrari og greiðari en fyrr, í stað þess að liða kvæðin niður í kalda beina- hrúgu með hárnákvæmum orðskýringum. Bjarklind staðið fyrir stóru heimili, þar sem margan gest bar að garði. En hún segir: — Ef ég ætti að nefna eitthvað, sem öðru fremur hefir hjálpað mér til að inna af hendi það, sem ég hefi skrifað, mundi ég fyrst nefna þá vöggugjöf, sem ég hlaut í arf eftir föður minn að vera ár- risul. Eg hefi skrifað allar mínar bækur, áður en aðrir komu á fætur. Ég á nú í handriti nýja kvæðabók, sem ég er að hugsa um að nefna „Laufvindar", tvö smásögusöfn, tvö leikrit og handrit að skáldsögu, er ég nefni „Þætti“. Það á að verða bezta bókin mín. S. B. ,,----Reglulegur skáldskapur er ekki ein- skorðun, hann er krafturinn, sem vekur „þúsund þanka“ eða ætti að geta; því er svo bágt að binda með skýringargrein,“ segir Stephan sjálfur. Nordal hefir fylgt þessari skoðun og á þakkir skilið fyrir að velja hina leiðina í þessu markaða rúmi. Hitt er annað mál, hvort honum hefði verið fært að skýra kvæði Stephans, án þess að múlbinda hugmyndaflug lesandans. Um kvæðin sjálf verður hér lítið rætt. Stephan á f jölda aðdáenda meðal íslenzkra lesenda, sem taka munu bók þessari opn- um örmum. Hinum, sem veigrað hafa sér við því hingað til að stíga inn á andans plóglönd Klettafjallaskáldsins, er hérmeð ráðið til þess að lesa inngang Nordals — og sjá svo hvernig fer. Og hollt er þeim, sem eiga í vök að verjast gegn latmælum reykvískunnar, að minnast þess, að Step- han orti flest kvæði sín erlendis og skilar þó tungunni sítærri til landa sinna. Val og niðurröðun kvæðanna er mjög vandvirknislega af hendi leyst. Auðvitað sakna gamlir Andvökuvinir ýmissa kvæða, en hjá því verður ekki komizt í safni sem þessu. Það sem meira er um vert er, að öll höfuðeinkenni skáldsins og þroska- breytingar þess fái að njóta sín. Þess virð- ist vel hafa verið gætt — séð frá sjónar- hól almenna lesandans. Prófarkalestur og annar frágangur er vel af hendi leystur. Eftir er að vita hversu íslenzkur almenn- ingur kann að leysa af hendi sitt hlutverk — að tileinka sér gróður íslenzkra, heitra andvökunátta vestur í Kanada, gróður, sem spratt „meðan lúinn makrátt svaf, meðan kátur lék sér.“ Karl Strand. 2. hefti, er nýkomið út. Safnað hefir Jóh. Gunnar Ólafsson. Fæst í öllum bókaverzlunum. Bókaverzlun Þorst. Johnson, Vestmannaeyjum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.