Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 7
Nr. 50, 1939
VIKAN
7
Stuart Taylor Wood var starfsmaður hjá
lögreglunni í Kanada, þegar hann ljóstr-
aði hinu mikla morðmáli upp, árið 1921.
l-Iinir frægu „Rauðstakkar", leynilögregl-
* * an í Kanada, hafa nýlega fengið nýjan
foringja — Stuart Taylor Wood.
Foringjar „Rauðstakkanna“ eru aðenis
valdir úr duglegustu starfsmönnum flokks-
ins, og Wood er engin undantekning frá
þeirri reglu. Hann gekk í þjónustu leyni-
lögreglunnar í Kanada árið 1912. Hann
hefir komið upp um marga bankaþjófa og
tekið marga eskimóa, sem búa í nyrstu
héruðum Kanada, fasta fyrir morð.
Nú síðast aflaði Wood sér mikillar
frægðar fyrir það, hvernig hann ljóstraði
upp morðmáli í þessum héruðum. Og það
atvikaðist þannig:
1 ágústmánuði, árið 1921, var Wood, sem
þá var nýorðinn lögreglustjóri, staddur á
Baille-eyjunni, við strönd Norður-Kanada,
þegar hann komst í fyrsta skipti í kynni
við hina frumlegu eskimóa með því, að
hann komst að morðmáli einu. Nokkrum
vikum áður höfðu fimm fullorðnir eskimó-
ar og eitt barn verið myrt á næstu eyju.
Tveir eskimóar, sem voru að leita sér að
konum, voru valdir að þessum sorgarleik.
Lífið er erfitt fyrir eskimóana. Eins er
miklum erfiðleikum bundið fyrir þá að afla
sér fæðu. Þess vegna tóku þeir iðulega ung
stúlkubörn af lífi, þegar verst lét. Þau gátu
aldrei farið á veiðar hvort eð var. En þar
af leiðandi var fátt um kven-
fólk á meðal eskimóanna.
Ikialgagina var einn þess-
ara konulausu, ungu manna.
Hann hafði átt konu stuttan
tíma, en hún hafði yfirgefið
hann og gifzt hvítum loð-
dýraveiðimanni, Otto Binder,
Hanak, frændi Ikialgagina,
sem bjó með honum og var
kvæntur, vildi, að Ikialgagina
fengi sér aðra konu, svo að
hún gæti hjálpað þeim að
bæta f öt þeirra og veiðarfæri.
Og eitt kvöldið skaut hann
kvæntan eskimóa, þar sem
hann bjóst við, að ekkja hans
giftist Ikialgagina.
En tveir vinir hins myrta
eskimóa, Pugnana og Tata-
magana, ákváðu að hefna
hans. Eina nóttina skriðu
þeir inn í hreysi Hanaks og
skutu bæði hann og Ikialga-
gina. Þegar Pugnana sá konu
Hanaks ráðast á vin sinn,
Tatamagana, stakk hann
hana með hnífi. Síðan drap
hann hina 4 ára gömlu dóttur Hanaks, svo
að hún dæi ekki úr hungri. Tatamagana
dó af sárum þeim, sem kona Hanaks veitti
honum. — Wood sendi skýrslu um þetta
til aðalstöðvarinnar í Ottava.
Þegar næsta skýrsla kom frá Wood til
aðalstöðvarinnar hafði heilmikið gerzt.
Wood og fjórir „Rauðstakkar“, sem með
honum voru höfðu elt Pugnana í margar
vikur á sleðum með hundum fyrir. Þeir
höfðu náð í mörg vitni, en ekki í Pugnana,
því að hann hafði verið myrtur.
Pugnana hafði
nefnilega, þegar
hann flýði frá
morðstaðnum,
rænt með sér ungri
stúlku. En nú
greip hann löng-
un til að myrða
fleiri og hann
reyndi að fá stúlk-
una í lið með sér.
Af ótta flýði hún
á náðir eskimóa
eins, Alikoniak að
nafni, og næsta
dag, þegar Pugna-
na fór á veiðar,
Frh. á bls. 19.
Stuart Taylor Wood, foringi „Hauðstakkanna.
Þessir eskimóar voru vitni í morðmáli, sem Wood ijóstraði upp árið 1921.
Allur flutningur í Norður-Kanada fer fx-am á sleðum. — Það eru margir kilómetrar á miili nýlendnanna og lög-
reglustöðvanna. Ferðin, sem Wood tókst á hendur 1921—22 stóð yfir í marga mánuði.