Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 15
Nr. 50, 1939
V IK A N
15
Þrjóturinn.
FRAMHALDSSAGA eftir ARNOLD BENNETT.
«■
:
— Vegna þess að það er heitt, sagði
Denry. — Hefir þú nokkurn tíma vitað,
að það ryki úr vatni af öðrum ástæðum?
— Heitt vatn úti?
— Það er jafnauðvelt að hafa heitt
vatn úti og inni.
— Nei, nú hefi ég aldrei vitað annað
eins, hrópaði frú Machin. Hún var yfir sig
hrifin.
— Svona er allt í húsinu, sagði Denry
og skrúfaði fyrir kranann.
Hann hringdi aftur, en enginn anzaði.
— Nú veit ég, hvað ég geri, sagði Denry.
— Ég fer inn. Ég hefi lykil að bakdyr-
unum.
— Já, en á það við?
— Sama er mér, sagði Denry. — Mér
var sagt að koma hingað og þá kem ég,
hvað sem hver segir.
Denry opnaði síðan dyrnar, studdi á
hnapp og þá varð ljós. Rafmagnsljós var
þá nýkomið í Bursley. Frú Machin hafði
aldrei séð það áður. Hún varð að játa, að
það væri skemmtilegra en olíulampi. 1 eld-
húsinu var gaseldavél og vaskur með tveim
krönum. Á hillu stóðu margir pottar og
pönnur. Skáparnir voru fulhr af eldhús-
áhöldum. Denry sýndi móður sinni stórt
áhald, þar sem allt þvoðist og þurrkaðist
af sjálfu sér.
— Faxðu nú og leitaðu að hr. Wilbra-
ham, greip hún fram í fyrir honum.
— Æ, já. Ég var nærri búinn að gleyma
honum, sagði Denry.
Hún heyrði, að hann kallaði um allt hús-
ið, en enginn svaraði. Á meðan skoðaði hún
sig um í eldhúsinu. Að sumu dáðist hún,
en annað skildi hún ekki.
— Hann hefir ekki náð lestinni, sagði
Denry. — Að minnsta kosti er hann ekki
hér í húsinu. Ég skal sýna þér húsið.
Hann leiddi hana fram í forstofu, sem
var öll uppljómuð.
— Hér er heitt, sagði frú Machin.
— Já, húsið er hitað upp með gufu. Hér
eru engir ofnar, sagði Denry.
— Engir ofnar?
— Nei, engir.
Hún leit inn í eina stofuna. Þar var allt
tilbúið.
— Hér er sjóðandi heitt! hrópaði hún.
— Hann skipaði svo fyrir, sagði Denry.
— Ég skil ekki, hvers vegna hann er ekki
hér.
1 sama bili var dyrabjöllunni hringt, og
frú Machin kipptist við.
— Það er hann, sagði Denry og fór til
dyra.
— Hvað heldurðu, að hann segi, þegar
I*að, sem áður er komið af sögunni:
Edward Henry Machin var fæddur árið 1867
í elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir
hans var saumakona og kallaði hann Denry.
— Þegar hann var 16 ára gamall kom
hún honum á skrifstofu hjá hr.' Duncalf,
málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú
ein hélt dansleik i „bæjunum fimm". Á
dansleiknum vann Denry sér það til frægðar
að dansa fyrstur við greifafrúna. — Frú
Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti
við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur-
orða og varð það til þess, að hr. Duncalf
sagði Denry í reiði sinni upp atvinnunni, —
en við það komst Denry í þjónustu frú
Codleyn sem húsaleigurukkari ..... —
Herbert Calvert, auðugur húseigandi, fékk
Denry til að rukka fyrir sig húsaleigu.
Huth Earp var ein af leigjendum hans. Denry
heimsótti hana því til að rukka hana, en hún
lék laglega á Denry. . .. Það endar með því,
að þau trúlofast. Ruth fer illa með hann í
peningamálum og trúlofunin slitnar skyndi-
lega. Það næsta, sem Denry datt í hug var að
stofna „kaupfélag bæjanna fimm“, og það
gerði hann. Með klækjum fékk hann greifa-
frúna af Chell til að verða vemdara kaup-
félagsins. — Næsta afrek hans var að fá
móður sína til að flytjast úr gamla húsinu í
nýtt hús, en til þess þurfti hann að beita
miklum brögðum.
hann sér okkur hér? hvíslaði frú Machin.
— Ég um það, sagði Denry kæruleysis-
lega og fór til dyra.
Á marmaratröppunum stóðu þrjár ver-
ur: hr. og frú Cotterill og dóttir þeirra.
— Gott kvöld, gott kvöld! Gjörið þið
svo vel að ganga inn Qg látið eins og þið
séuð heima hjá ykkur eins og við, sagði
Denry glaðlega. — Hann hefir þá boðið
ykkur!
Það kom í ljós, að hr. Wilbraham hafði
boðið þeim líka. Hann hafði skrifað þeim
frá London.
— En eitthvað hlýtur að hafa komið
fjnrir, sagði Denry. — Hann er ekki kom-
inn enn. En húsið virðist vera tilbúið.
— Já, það veit guð! sagði frú Machin.
— Við skulum skoða húsið, sagði Denry.
— Denry þó! hrópaði móðir hans. —
Ég veit ekki, hvað fólkið heldur um þig.
Þú lætur eins og þú eigir þetta allt.
— Ef einhver er fulltrúi hans hér á
staðnum, er það ég, sagði Denry. Og hr.
Cotterill hefir byggt þetta hús. Annars
hefði hr. Wilbraham getað látið vera að
bjóða okkur. Komið þér, Nellie. J
Frú Machin fór nú að detta ýmislegt í
hug, þegar hún heyrði, hvað Denry talaði
kunnuglega við Nellie, en hún sagði ekk-
ert.
Nellie var nú orðin fullorðin stúlka, hætt
að roðna, þegar horft var á hana, og svar-
aði hispurslaust, ef hún var spurð. Hún
var falleg, og faðir hennar mikill maður,
en hún varaði sig á ungu mönnunum. En
samt, þrátt fyrir hina miklu reynslu henn-
ar og skilning, var eitthvað barnalegt og
feimnislegt við hana.
Síðan gengu þau um húsið. Þar voru
öll hugsanleg þægindi. Denry skýrði allt
fyrir þeim.
— Hamingjan góða! sagði frú Machin.
— Hamingjan góða! sagði frú Cotterill.
Þau gengu inn í borðstofuna, en þar
hafði verið lagt á borð fyrir þau. Og nú
hrósuðu konurnar hr. Wilbraham óspart.
— Þetta er skemmtilegt og þægilegt
hús, sagði frú Cotterill.
Frú Machin kinkaði kolli.
— Og svo hefir maður ryksugu, sagði
Denry og skýrði fyrir konunum, hvernig
þær væru. Þær höfðu aldrei heyrt annað
eins.
— Við skulum taka til matar, sagði
Denry. — Ég ábyrgist.
Konurnar hikuðu — frú Machin lengst.
— Það er undarlegt, að hann skuli ekki
láta sjá sig.
Hún hristi höfuðið.
*
— Hefi ég ekki sagt þér, að hann er
ekki með öllum mjalla? sagði Denry.
— O, mér finnst hann ekki vera eins
vitlaus og af er látið, sagði frú Machin.
— Að minnsta kosti sést það ekki á
húsinu.
Denry skenkti vínið, og þau settust að
snæðingi. Hr. Cotterill hafði verið þögull,
en þegar vínið tók að hafa áhrif, lét hann
dæluna ganga um, hvað húsið hefði kost-
að o. s. frv.
Frú Machin gat ekki hætt að hugsa um,
að þetta væri allt draumur.
— Við verðum að fara að fara heim,
Denry, sagði hún.
— Ekkert liggur á, sagði Denry. —
Hvað, vantar meira vín? Andartak!
Hann fór í skápinn og kom með fulla
flösku.
— Húrra! hrópaði hann um leið og hann
hellti í glasið sitt og lyfti því: — Skál fyrir
hr. Wilbraham!
Síðan henti hann glasinu frá sér, þegar
hann hafði tæmt það, og hrópaði:
— Hvað var þetta!
Móðir hans greip flöskuna og sá, að á
hennistóð:
Eitur!
Allir urðu ótta slegnir, nema Nellie.
— Það er ekkert, sagði Denry og hall-
aði sér aftur á bak í stólnum. — Þetta
getur ekki haft nein skaðleg áhrif. Eg tók
ekkert eftir miðanum á flöskunni.
Frú Machin lyktaði upp úr flöskunni.
Hún fann enga lykt, en við það varð hún
hræddari.
— Þú verður að taka eitthvað uppsölu-
meðal inn strax, sagði hún.
— Nei, það er ekkert að, sagði Denry.
— Þú tekur það inn, endurtók hún.
— Það er ekki til, öskraði hann.