Vikan


Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 16
16 VIK A N Nr. 50, 1939 — Jú, sagði hún. — Ég sá sinneps- krukku í eldhúsinu. Komdu, segi ég. Nellie fór að hlægja. Denry neitaði að fylgja móður sinni fram í eldhús, en hann varð að láta und- an. Þegar þau komu inn í stofuna aftur, var Denry fölur og aumingjalegur. — Nú er allt gott, sagði móðir hans. Cotterill-fjölskyldan kvaddi nú og fór, en Denry sagðist ætla að gista um nóttina og vonaði, að móðir hans yrði hjá sér. Frú Machin varð að hlýða. Hún var reið, en sagði ekkert við Denry, því að hann var veikur. Hann lá með hljóðum í hálf- tíma, en sofnaði síðan. Og um miðja nótt sofnaði hún líka í ókunna húsinu. Næsta morgun fór hún út, en kom inn aftur eftir hálftíma. Denry lá í rúminu og virtist hafa náð sér alveg. Frú Machin kom bálæst inn í svefn- herbergið: — Denry, veiztu, að þeir eru farnir að rífa húsið niður. Denry settist upp í rúminu. — Nú skal ég segja þér annað. Hr. Wil- braham er dáinn. — Dáinn! — Já, hann hefir gert sitt. Nú verðum við hér kyrr. Gleymdu ekki, að þetta er skemmtilegasta húsið, sem þú hefir séð. Skyndilega vissi frú Machin, að hr. Wil- braham hafði aldrei verið til. Denry hafði leikið óskaplega á hana. Sonur hennar hafði keypt húsið og lokkað hana út úr því. Þar að auki hafði hann fengið Nellie Cotterill í lið með sér og keypt f jögur önn- ur hús, vegna þess að húseigandinn vildi annað hvort selja þau öll eða ekkert. Auðvitað vissu allir í bænum, hvaða klækjum Denry hafði beitt móður síria. En Denry hafði líka leikið á bæjarbúa. En þeir elskuðu hann, og það leið ekki á löngu, áður en þeir gerðu hann að bæjarfulltrúa. Denry sagði síðar, að þetta hefði allt gengið eins og í sögu, nema sinnepið. IX. KAPÍTULI. Þegar Denry og móðir hans höfðu búið í heilt ár í Bleakridge, fékk hann eitt kvöldið heimsókn, sem gerði hann hreyk- inn. Það var hr. Myson, sem heimsótti hann. Stofnandi, eigandi og útgefandi ,,The Five Towns Weekly“, blaðs, sem hafði komið út í eitt ár. Denry hélt í fyrstu, að hr. Myson hefði litið inn til að fá auglýs- ingu frá kaupfélaginu og var alveg laust við, að hann væri upp með sér. En hr. Myson var ekki á auglýsinga- veiðum, og Denry komst bráðlega að því, að hann lét aðra um það. Hann var meðal- maður að hæð, vel klæddur og talaði með fallegum hreim. Hr. Myson var líka frá Manchester og hafði einnig verið í London. Hann var ekki sveitamaður og leit á „bæ- ina fimm“ sem sveit, en það gerir enginn, sem þar er fæddur og upp alinn. Hegðun hans var frjálsmannleg, en samt kurteis- leg. Hann bað um leyfi til þess að tala um dálítið við Denry, og þegar Denry hafði gefið honum leyfið, sagði hann honum í stuttu máli frá viðgangi blaðsins og bætti við, að það bæri sig vel. — Nú langar mig til að gera það að dagblaði. — Það er snjallræði, sagði Denry ósjálf- rátt. — Það gleður mig, að yður skuli finnast það, sagði hr. Myson, — því að ég kom til að leita hjálpar yðar. Ég er ókunnug- ur hér og þarf að vinna með einhverjum kunnugum. Þess vegna sneri ég mér til yðar. Mig vantar peninga, þó að ég eigi auðvitað mikla peninga sjálfur. En það, sem ég þarfnast mest, er siðferðileg stoð. — Og hver benti á mig? spurði Denry. Hr. Myson brosti. — Það gerði ég sjálf- ur. Ég hefi dvalið hér í eitt ár, svo að ég þóttist vita, hvert bezt væri að snúa sér. Denry var upp með sér. Honum fannst þetta hafa miklu meira að segja fyrir sig, heldur en það að hafa verið kosinn í bæj- arstjóm. Hann hafði orðið fyrir vonbrigð- um við kosningarnar. Hann hafði viljað láta í ljósi áhuga sinn á velferð ríkisins, en því var ekki að heilsa, að hann fengi það, því að þeir, sem með honum voru, hrópuðu aðeins: „Upp með Denry!“ og hann var kosinn með 41 atkvæða meiri- hluta. Hann hafði búizt við, að honum fyndist hann verða allt annar maður, þeg- ar hann gæti sett ,,bæjarfulltrúi“ fyrir aftan nafnið sitt, en svo varð ekki. Hann hafði gengið í skrúðgöngu til kirkjunnar, setið á bæjarstjórnarfundum og verið kos- inn í nefndir, — en hann var sá sami Denry og áður. En nú var hann viður- kenndur af umheiminum. Hr. Myson hafði áreiðanlega geðjazt bezt að Denry Machin. Denry hafði sannarlega ástæðu til að vera upp með sér. Honum var, í stuttu máli sagt, ljóst, að hr. Myson leit á hann sem alveg sérstak- an mann. Og þegar þeir h'öfðu ræðst við dálitla stund, bauð hann honum að skoða húsið, og hr. Myson virtist vera ákaflega hrif- inn af því. En hvað Denry langaði til að vera eins kurteis og hr. Myson var við móður hans. Síðan settust þeir inn í dagstofuna og tóku að tala um blöð. — Sjáið þér, sagði hr. Myson. — Það er ákaflega óþægilegt fyrir heilt hérað að hafa ekki nema eitt dagblað. Ég, persónu- lega, hefi ekkert á móti The Signal, en, bætti hann við, — þér verðið kannske hissa, þegar þér heyrið það, að hér eru margir, sem eru á móti því. — Nei, það er ómögulegt! sagði Denry. — Auðvitað stafar það af því, að það hefir ekki nógan áhuga á hinum opinberu málefnum héraðsins. En það getur ekki tekið ákveðna afstöðu í neinu máli, því að það verður að vera öllum flokkum til hæfis — tvö hundruð og sjötíu þúsund manns. Þér sjáið, að hér geta að minnsta kosti tvö blöð þrifizt. Hugsið yður Bristol, Leeds, Sheffield .. . og blöð þeirra. Denry reyndi að hugsa sér þessar stóru borgir! „Bæirnir fimm“ voru jafn stórir. Hann svaraði hr. Myson ekki strax, en tók ákvörðun. Hann ætlaði að hætta á þessa tilraun. Verzlun er verzlun. Skömmu síðar héngu bláar auglýsingar á öllum staurum í héraðinu, og á þeim stóð, að The Five Towns Weekly kæmi fram vegis út sem The Five Towns Daily, og það yrði fyrsta flokks kvöldblað. Menn vissu, að hlutafélag hafði verið stofnað með tíu þúsund punda höfuðstóli. Hr. Myson átti þrjú þúsund pund, en Denry Machin eitt þúsund og fimm hundruð. Sumir sögðu, að ekkert gæti jafnazt á við The Signal, en þeir urðu að játa, að ,,þrjótnum“ Denry heppnaðist ævinlega allt. Denry og hr. Myson vonuðu hið bezta, en The Signal gekk sinn vana gang þrátt fyrir bláar auglýsingar. Daginn, sem fyrsta blaðið af The Daily kom út, báru skrifstofur blaðsins í Han- bridge vott um, að allt væri í bezta lagi. I k 'illaranum var prentsmiðjan, á fyrstu hæð afgreiðslan og annarri hæð ritstjórn- arskrifstofurnar. í öllum gluggum voru spjöld. Denry var af tilviljun staddur á skrif- stofu ritstjórans þennan dag. Hann hafði ekkert skipt sér af smámunum fyrirtæk- isins. Hann hafði ekkert vit á smámun- um, því að smámunir voru ekki hans sér- grein. Sérgrein hans var stórar hugmyndir. En þegar hr. Myson fór með hann inn í prentsmiðjuna og fékk honum blað með grein eftir hann sjálfan og honum datt í hug, að hann væri eigandi blaðsins, — þá varð Denry hrærður og fékk hjartslátt. Og hann sagði við sjálfan sig án þess að hafa hugmynd um, hve margir höfðu sagt þetta sama á undan honum, að blað væri hlægilegasta leikfang, sem til væri. Um fjögurleytið kom verkstjórinn á skyrtunni og með svuntu upp til hr. My- son og bað hann kurteislega að koma rétt snöggvast niður á afgreiðslu. Þegar hr. Myson og Denry komu þangað niður, sáu þeir lítinn dreng með blóðnasir og sár á hendinni. Hann hélt á blaðabunka í hend- inni. — Já, öskraði drengurinn. — Og þeir sögðust rífa úr mér augun og leika sér að þeim, ef -þeir sæju mig aftur á Crown Square með snepilinn. Og hann henti blöð- unum grenjandi frá sér. Eigendurnir komust fljótlega að því, að fjórir strákar frá The Signal stóðu fyrir þessari árás og bönnuðu sölu annars blaðs en The Signal á götunum. Auðvitað var þetta hlægilegt. Fólkið vildi kaupa blaðið, en enginn fékkst til_ að selja það. The Signal hafði stóran hóp af strákum í þjónustu sinni og fyrir þá var árlega haldin veizla. Þar voru allir duglegir strákar — að minnsta kosti þeir sterkustu. Hr. Myson hafði hugs- að fyrir öllu nema þessu. Hvernig átti hon- um líka að detta í hug, að nokkrir illa upp aldir strákar gætu eyðilagt svona fyrirtæki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.