Vikan


Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 50, 1939 MINNING. Framh. af bls. 8. mann. Það brá fyrir leiftri í blá-dimmum augunum, og nú mættust augu þeirra í fyrsta sinn. —: — Hún var ekkert feimin við hann, þó að þau væru ókunnug, en samt roðnaði hún dá- lítið gegn sínum eigin vilja. Síðan gengu þau öll innar í danssahnn, og settust við lítið borð, er stóð út við vegginn andspænis hljómsveitinni. Skólakennarinn laut ofan að Kolbeini, og sagðist treysta honum til að skemmta sér vel í kvöld, því hér væri nóg af fallegu kvenfólki og ágæt músik. Kolbeinn svaraði þessu engu. Hann var eitthvað viðutan þetta kvöld, en hvers vegna, gerði han sér ekki verulega grein fyrir. Hann sat við annan borðsendann og fitlaði öðru hvoru, í eins konar ráðleysi, við úrfestina sína, — gamla silfurfesti, sem móðursystir hans hafði gefið honum í fermingargjöf. Sá dagur hafði verið stærsti dagurinn í lífi hans. Þá hafði hann fundið sjálfan sig í fyrsta skipti á meðal mannanna sem hlutrænan einstakling. Áð- ur var hann aðeins ópersónulegur veru- leiki innan f jölskyldunnar. Nú fann hann aftur á móti til þess, með sérstakri ánægju, að vera orðinn stór karlmaður, þegar ung og lagleg stúlka átti að dæma hann.-------- Hljómsveitin spilaði hægan vals, eftir Johann Strauss. Tónarnir voru lokkandi, en um leið æsandi. Eitthvert dulbúið afl hafði völdin í danssalnum þetta kvöld, og klukkan var gengin eitt kortér yfir 11, en allir vissu, að dansinn yrði að hætta hálf tólf. Nú heyrðist stutt hringing. Það var síðasta aðvörunarmerkið. Kolbeinn leit í kring um sig. Hann hafði gleymt því um stund, hvar hann var. Nú sá hann, að stól- amir í kringum hann voru flestir auðir — en brosandi andlit og naktir armar svifu um gólfið í dimmrauðu skini kvöldsins, og nutu sýnilega ástríðuríkra áhrifa hinnar líðandi stundar. Dagga sat enn á stólnum sínum, beint á móti Kolbeini. Faðir hennar var farinn fyrir góðri stundu. Hann hafði beðið dótt- ur sína afsökunar í þetta sinn, þó að hann færi í fyrra lagi. Hann vildi, að þau væru ein.----- Kolbeinn Högnason þótti góður dans- maður og var óspart öfundaður af því í sínum hóp. Það var því ekki laust við, að skólabræðrum hans þætti atferli hans und- arlegt í þetta sinn, — þar sem hann hafði ekkert dansað, og þó setið hjá fallegri dömu frá því kl. 9 um kvöldið. Það voru þó einkum vinkonur Döggu, sem vorkenndu henni. — Að hugsa sér slíkan herra. Oj bara, hvað það væri mikið hallæri að vera með honum. Hún sjálf var ekkert óánægð. Það var eitthvað í svip þessa manns, sem dró hana að honum, án nokkurs ógeðs. Þessar breiðu axlir og hrafnsvarta, liðaða hár bar órækan vott um festu og karlmennsku, svo var svipur- inn allur hreinn og stillilegur, þó að and- litið gæti hvergi nærri kallazt fallegt. Mó- dökk augun lýstu einbeittum vilja, sem ekki er líklegur að kvika fyrir minnsta andblæ. — Þó voru þau blíðleg. Þrátt fyrir allt. Dagga gat ekki neitað sér um það að horfa öðru hvoru á þennan mann, og ein- hvern veginn fannst henni hún þekkja þennan dreymna svip. Líklega var hann svona, sá, sem hún hafði svo oft hugsað um, þegar hún lék á píanóið sitt mansöngvana eftir Schub- ert. Þá fann hún það allra bezt, hve gott það er að eiga persónulegan vin. Nú var þessi draumsýn orðin ímynd veruleikans. Alveg óvænt hafði fundum þeirra borið saman, og nú byrjaði nýr þáttur í lífi þeirra. Hljómsveitin var hætt að spila og dans- fólkið týndist hægt og hægt út úr salnum. Kolbeinn og Öagga stóðu hlið við hlið í forstofu Hótelsins. Eins og af sjálfu sér fylgdust þau að, út á götuna. tJti var kyrrt veður og stjörnubjartur himinn í hátíðlegu veldi kvöldsins. Það var indælt úti að vera. Dagga átti heima í vesturbænum, bjó í næsta húsi við stýrimannaskólann, en Kol- beinn bjó suður í Tjarnargötu, svo að þau áttu samleið dálítinn spotta með fram Austurvelli. Kolbeinn minntist eitthvað á það laus- lega, þegar þau gengu fram hjá Alþingis- húsinu, hve gott væri veðrið í kvöld og gaman að fá sér göngutúr suður með tjörn. Dagga féllst á þetta með þegjandi sam- þykki og lagði hönd sína í handarkrika hans. Svo gengu þau um stund án þess að segja nokkurn hlut. Þau vissu það bæði, að hér var að byrja nýtt ævintýri. Örlaga- valdið hafði valið þetta kvöld — og það var staðreynd, að þau voru tvö ein saman — en nóttin fór í hönd, — þessi blæsvala, fagra aprílnótt, sem engin takmörk á, inn- an við sjónvíddir ástar og hamingju. Nú fyrst rauf Dagga þögnina, og spurði Kolbein, hvar hann ætti heima. — Hérna við tjörnina, anzaði hann. — Ö! er það ekki guðdómlegt, kallaði Dagga út í kvöldkyrrðina, — að eiga hérna heima, við hjartarætur fegurðarinnar. Þau voru þá stödd vestan við tjörnina, á suður leið. — Þykir yður útsýnið svo fallegt hér, og hvers vegna talið þér svona hátíðlega um þennan litla leirbolla, sem rúmar aðeins örfáa regndropa í samanburði við hið vold- uga úthaf. Dagga horfði leiftursnöggt á manninn, sem stóð við hlið hennar. Það brá fyrir tortryggnislegri glettni eitt augnablik í augum hennar, en jafnskjótt urðu þau fjærræn og blíðleg. — — Mér finnst eitthvað svo rómantískt hér, var hið ákveðna svar. — Hvað kallið þér rómantík? — Það er hin dulræna fegurð tilverunn- ar, sem aðeins birtist manni á vissum augnablikum. — Þér takið skáldlega til orða, ungfrú. Mér finnst, aftur á móti, hreinleikinn birt- ast helzt í hugarfari og framkomu mann- anna, gegndi Kolbeinn, án þess að mæta hinu rannsakandi augnaráði stúlkunnar. — Ennfremur álít ég, að hin svokallaða fegurð sé ekki nema að litlu leyti inni- falin í ytra útliti eða staðháttum, heldur í raunhæfum eiginleikum, sem ekki sjást með berum augum. Vegna þess, að þaú blekkir engan og veldur engum vonbrigð- um. — En hvernig er hægt að dæma um það, sem enginn sér, skaut Dagga inn í, hálf hneyksluð. — Eftir reynslunni, anzaði Kolbeinn, og dauflegt bros lék um samanbitnar varir, en tvíræðu leyftri brá fyrir undir dökkum augnabrúnum. Nú gengu þau í hægðum sínum suður tjarnarbakkann. Það hafði verið hláka og hlýviðri undanfarna daga og losað ís frá löndum — enda víða stórar, dökkar vakir lengra frá landi. Hægur, þungur niður heyrðist undir í skrönglinu og líktist hásu hvísli. Nóttin var kyrrlát og hávaði bæjar- lífsins dáinn út að mestu leyti. Þó heyrðist stöku sinnum í einum og einum næturbíl og virtust akhljóð þeirra eiga illa heima í hug- skoti hrifnæmra sálna, sem leituðu að leyndardómum ástarinnar í draumsýn veruleikans. Dágga var á heimleið, og Kolbeinn ætlaði að fylgja henni. Þau voru orðin kunnug hvort öðru, eftir þetta fyrsta kvöld, og hætt að þérast. Dagga vildi láta það vera svo. Kolbeinn hafði sagt henni frá for- tíð sinni og fyrirætlunum í sambandi við sjómennsku, og nú hallaði hún sér upp að vinstri öxl hans, í þögulli sælu. Hann þrýsti að brjóstum hennar með hægra armi, svo laut hann ofan að henni og lok- aði ilmsætum vörum hennar með ástríðu- heitum kossi — án þess að viðhafa nokkra afsökun. Það var stærsta syndin í lífi hans. Dagga hallaði höfðinu að brjósti hans og fölskvaleysi ástarinnar vakti í djúpum augum hennar, eins og vormorgun í skín- andi sól. Þannig sameinuð í fórnandi vilja, bundust þau tryggðum, undir stirndum himni, án allrar æðru. En það er hin óskráða saga, sem eftir það gerðist. Hún verður ekki sögð hér. Aðeins þetta: Hann sat enn aleinn í litla þakherberg- inu og braut heilann um tilgangsleysi sjálfs sín. Óteljandi spurningar, sárar og klagandi, liðu í skuggalegri lest fyrir hugskots augu hans. — En ekkert svar. Veggimir þögðu. Það liðna var liðið og átti ekki aftur- kvæmt. — Er ekki eitthvert frægt skáld fætt hérna í bænum? — Ég veit það ekki ... að minnsta kosti ekki þessi sex síðustu ár, sem ég hefi dval- ið hér. * Gefðu honum Kraka, hann kann lengi við að taka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.