Vikan


Vikan - 04.04.1940, Síða 16

Vikan - 04.04.1940, Síða 16
16 VIKAN, nr. 14, 1940 IKiDIL. Tungufljót rennur eftir Skaftártung- unni fyrir austan Flögu. Vont er yfir það að fara fyrir ókunnuga, en svo bar til í þetta sinn, að í Flögu var staddur gangandi maður með barn. Var hann frá Ásum, og þurfti því að komast yfir Tungu- fljót. Við tókum hann nú upp á einn lausa hestinn okkar, og reiddum hann og barnið alla leið austur að Ásum, en nutum leið- sögu hans yfir fljótið í staðinn. Fyrir aust- an Ása (hið forna prestssetur Skaftár- tungumanna) eru margar kvíslar, er renna úr Eldvatninu, nefndar Ásakvíslar. Er brú á þeirri mestu, sem næst er bænum, en all- ar hinar urðum við að ríða, ég man ekki hvað margar. Fannst mér það meiri vatns- elgurinn. Þetta sumar var verið að byggja nýja brú yfir Eldvatnið upp undir hrauni hjá Stórahvammi, þar sem það rennur í einum farvegi. Mundi ég eftir nokkrum deilum, er þá höfðu staðið að undanförnu, um það, hvar þessi brú ætti að vera, en strax og ég sá staðhætti, gat ég ekki betur séð, en að brúin væri sett á rétt- an stað. Eftir að brúin var tekin í notkun, fluttist aðalþjóðleiðin þangað, en var áður um Ása. Austan við Ásakvíslar tekur við Eldhraunið, er rann í Skaftáreldum 1783. Ligg- ur vegur niðurgrafinn — því miður — í gegnum það, og er til að sjá eins og traðir. Fannst okkur sem þessar traðir ætluðu aldrei að taka enda, eru líka um 20 km. á lengd, og seinfarnar með hesta, því aðeins var lag af mosa ofan á hraun- grjótinu. Fögnuðurinn var því mikill, þeg- ar við sáum loksins út úr tröðunum, og við okkur blasti fagurt graslendi á bökkum Skaftár. Heitir þessi fagri blettur Svíri. Er þetta einkennilegt nafn, og á kannske að merkja það, að þarna sé álíka þykkt á stykkinu fyrir klárana, og á gildum hrúts-svíra fyrir okkur menn. Og víst er um það, að þama er ákjósanlegur áningar- staður, og vel smakkaðist hestunum okkar góðgjörðimar sem Svíri lét þeim í té. Áðum við stundarkom á Svíra, og þótti okkur þar yndislegt um að litast í kvöld- kyrrðinni. Þegar við stigum á bak aftur, var nú myndarlega sprett úr spori eftir beinhörðum vall-lendisgötum austur með Skaftá, og austur að brúnni á henni, en hinu megin við ána blasti Kirkjubæjar- klaustur við, undir dökkum núpnum í næt- urhúminu, — sveipað ljóshafi rafmagns- ljósanna frá Systrafossi. Hér skal ég skjóta inn í, að mér þykir fegurst bæjar- stæði og heimsýn, að þessum fjómm bæj- um á landinu, af þeim sem ég hefi séð, og FERÐ AMINNIN G AR ÚR SKAFTAFELLSSÝSLU eftir A. J. Johnson, bankaféhirðir. Framhald. það svo af ber: Kirkjubæjarklaustri, Hall- ormsstað (skólanum), Hólum í Hjaltadal, og Barkarstöðum í Fljótshlíð. — Ekki var linað á sprettinum fyrr en komið var heim á hlað á Klaustri. Og jafnskjótt og lausu hestarnir runnu í hlaðið laust eftir mið- nættið, komu tveir karlmenn út úr bænum til að taka á móti okkur, spretta af og koma hestunum á haga upp á Klaustur- núp. Upp núpinn liggur mjög brött gata í mörgum krókum, og lestuðu hestarnir sig Kirkjubæjarklaustur. eftir henni, en uppi er mikið og gott hag- lendi. Inni beið okkar dekkað borð með allskonar kræsingum, og ekki spillti það ánægjunni við borðið, að ung kona og glæsileg gekk um beina, og vísaði okkur síðan til sængur. Sjálfur var húsbóndinn/ genginn ,,til hvílu“ því snemma þurfti að^ vakna morguninn eftir, til að sýna ferða-1 , fólkinu sem fyrir var austur Síðuna, — og Fljótshverfið, allt að Núpsstað. Eftir stutta stund, vorum við komnir inn á ,,sól- rík draumalönd“ og dreymdi vitanlega yndislega drauma á hinu forna nunnu- klaustri. F\að var enginn asi á okkur á miðviku- dagsmorguninn þó veðrir væri fagurt. Þegar ég kom á fætur hitti ég Lárus úti á hlaði, kófsveitann við að járna hesta. Litlu síðar lagði hann af stað með hóp af Reykvíkingum austur að Núpstað. Bað ég hann fyrir erindi okkar við Hannes bónda á Núpstað, sem voru þrenns konar: að fá gistingu hjá honum næstu nótt, að fá hann til að fylgja okkur yfir Skeiðarársand næsta dag, og í þriðja lagi, að biðja hann að útvega okkur hesta, nægilega marga austur í Öræfin, því okkar reykvísku hest- um treystum við ekki í Núpsvötnum og Skeiðará; því þó þeir væru bæði góðir og skemmtilegir, voru þeir ekki „vatnahest- ar“. Kom og síðar í Ijós, að þessi ráðstöf- un var hyggileg. Frá Klaustri fórum við ekki fyrr en um nón, því stutt átti að ferð- ast, og gaman að skoða sig um á Klaustri. Að vísu er þar ekki annað að sjá frá forn- um tímum en leifar af hinum fornu klaust- urrústum á austanverðu túninu, sem nú eru mjög uppgrónar. En mörg örnefni eru þar enn frá tíð systranna, svo sem Systra- foss, Systravatn, Systrastapi, Sönghóll og Glennarar. Síðustu tvö örnefnin draga nöfn af heimsöknum múnkanna í Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri til systranna á Kirkju- bæ. Þegar munkarnir komu á Sönghól hófu þeir söng mikinn, sem heyrðist heim að klaustrinu. Létu systurnar þá hringja klukkum klaustursins sem mest mátti, en gengu sjálfar með abbadísina í fararbroddi móti munkunum á stað sem síðan heitir Glennarar, og er neðst og austast í túninu á Klaustri, nálægt vaði, sem þar er á Skaft- á. Sönghóll er sunnan við ána. — Er ör- nefnið ,,Glennarar“ ekki orðið til á þann hátt, að einhverjum gárunganum á þeirri tíð hafi þótt nunnurnar „glenna sig“ full- mikið framan í munkana, er þeir komu yfir ána og heilsuðu þeim? — Systravatn er skammt fyrir ofan brúnina á Klaustur- núp, Systrafoss, sem Lárus hefir beislað til að gefa bæ sínum „yl og ljós“, fellur niður af núpnum bak við bæinn, en Systra- stapi er stutt norðvestur frá bænum við Skaftá, og kvað draga nafn af tveimur ógæfusömum systrum, sem sagan segir að eigi að vera jarðaðar uppi á Stapanum. — Frá síðari tímum sést móta fyrir gamalli kirkjutóft og kirkjugarði, en kirkja var á Klaustri fram til 1859. Þá var kirkjan flutt þaðan að Prestsbakka. Er ekki laust við að manni finnist ömurlegt til þess að hugsa, að engin kirkja skuli vera á þessum Systrastapi Kirkjubæ, sem Ketill fíflski, dóttursonur Ketils flatnefs, mun hafa gefið nafn í sam- bandi við sína kristnu trú, og sem sagan hermir, að aldrei hafi búið aðrir en kristnir menn. 1 hinum forna kirkjugarði sést enn leiði hins mæta ,,eldklerks“ séra Jóns Steingrímssonar og fyrri konu hans. Séra Jón andaðist 11. ágúst 1791, og hafði þá

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.