Vikan - 19.09.1940, Side 3
VIKAN, nr. 38, 1940
3
Eru Englendingar
raunvernlega afturhaldssamir?
Framhald af forsíðu.
ingar vera mestu hræsnarar jarðarinnar,
og auðvitað- hefir Maurois rétt fyrir sér,
þegar hann fullyrðir, að engir séu svo ein-
lægir í vináttu sinni og Englendingar.
Ensk-þýzki rithöfundurinn Paul Cohen-
Portheim hefir skrifað bók um England
og setur þar fram þá mótsagnarkenndu,
en skarplegu athugun, að ekkert sé sér-
kennilegra fyrir hugsunarhátt og venjur
hinnar bresku þjóðar en það, að hvaða
skoðun sem sett sé fram á eðli hennar, þá
geti hið algerlega gagnstæða verið alveg
eins rétt.
1 hvert skipti, sem voldugur þjóðhöfð-
ingi hefir risið upp á meginlandi Evrópu,
virðast menn hafa haft sterka tilhneigingu
til að trúa því, að nú væru dagar Englands
taldir. Þannig var það með Napoleon, og
þannig er það enn í dag. „Það er ekki hægt
að berjast við Englendinga,“ er haft eftir
Napoleon. „Þeir eru svo heimskir, að þeir
vita ekki, hvenær þeir hafa tapað orustu.“
Meira en f jórði hluti af öllum löndum
jarðarinnar lúta brezku krúnunni, ekki
vegna þess að þau séu kynþáttaleg, land-
fræðileg, hagfræðileg eða pólitísk heild,
heldur virðast þau hafa verið sameinuð
algjörlega af handahófi, og þó er þessi
ósamstæða ríkjasamsteypa traustari en
bæði Rómaveldi og veldi Napoleons, af því
að hún er óafvitandi borin uppi af eins
konar hugsjón.
Þessi hugsjón hefir ekki alltaf komið til
framkvæmda — oft hefir hún aðeins verið
skrautleg skikkja, sem hin kaldrifjaða
valdapólitík Englands hefir skreytt sig
með, en þrátt fyrir allt lifir þessi hugsjón
í hjörtum flestra Englendinga, þó að þeir
geti kannske ekki komið orðum að henni.
Segja má, að hugsjónin sé í því fólgin,
að sérhver einstaklingur eigi að fá leyfi til
að njóta sín eftir eðli sínu og upplagi. Eng-
lendingar trúa á hugsjón frelsisins, — en
ekki jafnréttisins. Þessi lífsskoðun er orsök
þess, að stéttamunur er mikill í Englandi,
en þó skjátlast mönnum, ef þeir halda, að
þetta sé aðeins skoðun fámennrar aðals-
stéttar.
Það er staðreynd, að f jöldi enskra verka-
manna, sem margir hverjir lifa við aum-
ustu kjör, ber meira traust til aðalsmanns
og stórjarðaeiganda, sem helgar sig stjórn-
málum, „til þess að þjóna föðurlandinu“,
heldur en manns úr þeirra eigin flokki, sem
mundi hafa meiri skilning á þörfum þeirra
og vera kunnugri ráðum til úrbóta.
Mörgum mun finnast slík skoðun harla
merkileg. England hefir oft verið skoðað
sem vagga lýðræðisins. En England er
land þingræðis og frelsis, sem er talsvert
annað. Anthony Eden, sem oft hefir verið
álitinn einn af forvörðum lýðræðisins,
sagði í ræðu í neðri málstofunni árið 1928:
Fátæktin er enn þá mikil, þó eru jafnvel hi.ur fátækustu fyrst og fremst Englendingar. —
Þessi hefðarbrúöur er með slæðu ur dýrindis kmppnngum, og í iylgd með henm eru a Druoanneyjar
j|!Siá
|gsi
Ario sem íeið eyddu Englendingar 250 millj. krona í veðmál, sem er þeirra uppáhalds skemmtun