Vikan


Vikan - 19.09.1940, Side 4

Vikan - 19.09.1940, Side 4
4 VIKAN, nr. 38, 1940 „Við höfum enga lýðræðisstjórn. Við höfum aldrei haft hana og ég dirfist að fullyrða frammi fyrir háttvirtum stjórnar- andstæðingum, að við munum aldrei fá slíka stjórn. Það, sem við höfum öðlast með framförum okkar og endurbótum er aðeins það, að við höfum skapað breiðari grundvöll undir hina fámennu stjórn landsins." Auðveldasta leiðin fyrir útlendan rithöf- und til að ná hylli í Englandi, er að skrifa bók, þar sem hann gerir gys að Englend- ingum. Ef hún er skemmtileg og illgjörn á hún vissa mikla útbreiðslu. André Maur- ois varð frægur í Englandi á þennan hátt, og nýlega hefir amerísk kona, Margaret Halsey, hlotið mikið lof fyrir þess háttar ferðalýsingu frá Englandi. „Englendingar af æðri stéttum,“ segir frú Halsey, „sýna svo margbreytilega kurteisi, að ég hefi aldrei kynnst neinu því líku, en samræður þeirra eru, að svo miklu leyti, sem ég þekki til þeirra, inni- haldslaust form. Að hlusta á Englendinga, í miðdégis- veizlu, er eins og að horfa á æfða tennis- leikara leika með ósýnilegan bolta. Þar eru engin hlé á, samræðurnar fylgja rólegum, fastákveðnum leiðum. Menn tala um garð- inn, hið enska landslag, saklaus og ómerki- leg dægurmál, veðrið í gær, í dag og á morgun. Þetta fólk talar ekki, eins og margir Ameríkumenn, til þess að vekja eftirtekt og aðdáun á sjálfu sér. Það talar blátt áfram, af því að því finnst radd- hljómurinn þægilegri en þögnin.“ Frú Halsey virðist ekki hafa sérlega mikið álit á klæðaburði enskra kvenna. „Smekkleysi enskra kvenna í klæða- burði stafar ekki eingöngu af því, að þær skorti auga fyrir línum og litum. Aðal ástæðan er sú, að þær skammast sín fyrir að hafa fætur, mjaðmir og brjóst og því hylja þær líkama sinn, eins og það ætti að smygla honum í gegnum tollinn. Ég býst við, að Englendingar muni svara því til, að amerískar konur eyði of miklum tíma í að hugsa um föt, sem er alveg satt. En í hvað eyða þá enskar konur tíma sín- um? Það þætti mér, eftir að ég hefi nú smakkað mat þeirra, gaman að vita. Skór enskra kvenna eru einna líkastir því, að maður, sem heyrt hefði lýsingu á skóm, en aldrei séð slíka hluti, hefði búið þá til.“ „Englendingar, sem ekki standa okkur á neinn hátt framar, líta alltaf niður á okkur, eins og við í menningarlegu tilliti stæðum á svipuðu stigi og mannapar. Ef þeir ætla að slá okkur sérstaklega mikla gullhamra, þá segja þeir: „Þér eruð auð- vitað ekki eins og aðrir Ameríkumenn.“ André Maurois þjáist auðvitað ekki af þessari ímynduðu minnimáttarkennd, sem menn af ungum þjóðum verða oft gripnir, þegar þeir koma til gamalla menningar- þjóða. Hann lætur ekki Englendingana gera sér gramt í geði, en sér þó engu að síður hið brosiega í fari þeirra. I kaflanum „Ráð handa ungum Frakka, sem ætlar til Englands", segir hann: „Gætið þess að tala ekki of mikið fyrst eftir að þér hafið komizt í kynni við Eng- lending. I Frakklandi er það ókurteisi að láta samræður falla niður. 1 Englandi mun enginn áfella yður þó að þér þegið. Þegar þrjú ár eru lið'n án þess að þér hafið opn- að munninn, fer Englendingurinn að hugsa sem syo: Þessi Frakki er í rauninni allra geðugasti .náungi. Verið lítillátur. Eng- lendingur segir við yður: Ég ■ á lítið hús upp í sveit. Og þegar þér komið þangað í heimsókn, uppgötvið þér, að það er höll Knglendingar ráSa yfir meira en fjórða hluta jarðarinnar. Á friðartímum er her þessa víðlenda ríkis þó ekki eins stór og ætla mætti. Hér er verið að flytja enska hermenn til nýlendnanna. með þrjú hundruð herbergjum. Ef þér eruð tennismeistari, þá segið: Ég hefi dálítið fengizt við að spila tennis.“ Gullvæg regla: Spyrjið aldrei neins. I heimsstyrjöldinni bjó ég í sex mánuði í sama tjaldi og Englendingur. Hann spurði mig aldrei hvort ég væri giftur, hvaða at- vinnu ég stundaði eðahvaðabækuréglæsi.“ „Ég skal nefna yður annað dæmi um þagmælsku þeirra og stillingu. Ungur Eng- lendingur, sem boðinn var á grímudans- leik hjá kunningjum sínum uppi í sveit, ákvað að klæða sig sem hirðfífl. Hann keypti sér silkiklæðnað, og var annar helm- ingurinn rauður og hinn grænn. Ennfrem- ur háan strýtuhatt með bjöllum. Kvöldið, sem grímudansleikurinn átti að vera, ók hann á staðinn og sendi bílinn sinn aftur heim. Hann furðaði sig á því, að hurðin var ekki opin og húsið ljóslaust. Þjónninn opnaði fyrir honum, leit á hann og þekkti hann undir eins, og fylgdi hon- um orðalaust inn í setustofuna, þar sem allir meðlimir f jölskyldunnar sátu í sínum hversdagsfötum og lásu eða tefldu skák. Þegar ungi maðurinn kom inn, stóðu þau öll á fætur til að bjóða hann velkominn. Enginn virtist taka eftir klæðaburði hans, og samræðurnar byrjuðu svo eðlilega og héldu áfram í svo skemmtilegum og vin- gjamlegum anda, að hann gleymdi brátt, að nokkuð væri athugavert við klæðnað sinn. Þegar liðið var að miðnætti, sagði húsmóðirin: ,,Ég veit, að þér hafið sent bílinn yðar heim aftur. Viljið þér ekki gista hjá okkur í nótt? Þér getið fengið náttföt af syni mínum.“ Og þannig varð það. Morguninn eftir, þegar ungi maðurinn í hirðfíflsbúningnum kvaddi, fylgdi húsbóndinn honum út að bílnum. Það kvaddi hann gestinn með inni- legu handarbandi og sagði: „Okkur var sönn ánægja að hafa yður. En gleymið nú ekki að koma á grímudansleikinn á þriðju- daginn.“ Maurois bætir við: „Sumum finnst nú kannske, áð einfaldast hefði verið að skýra strax frá misskilningnum og hlæja dátt að öllu saman. En mér fyrir mitt leyti finnst það blátt áfram stórkostlegt, að heill hóp- ur manna skuli geta setið grafalvarlegur í tvo klukkutíma undir slíkum kringum- stæðum og talað við mann, sem klæddur er eins og hirðfífl án þess að minnast einu orði á það.“ „Þér skuluð varast að fremja morð í Englandi, því að þá verðið þér hengdur. Tepruskapur Victoríu-tímabilsins er að hverfa, en á hinn bóginn er mikill hluti ensku þjóðarinnar enn ósnortinn af hinum nýju siðum. Prófessor Julian Huxley hefir sagt skemmtilega sögu því til sönnunar: í dýragarðinum í London kom kona nokk- ur til gæzlumanns nílhestanna. „Afsakið,“ sagði hún, „er þessi nílhestur karldýr eða kvendýr?“ Gæzlumaðurinn leit hneykslað- ur og undrandi á hana. „Frú mín,“ sagði hann, ,,það er atriði, sem engan getur varð- að nema flóðhest." Minnist þess, að Englendingar bera ekki hatur í huga til neinnar þjóðar — og of- beldi er nærri undantekningarlaust hið ytra tákn um leyndan haturshug, bæði hjá þjóðum og einstaklingum. Það er þessi vanmáttarkennd, sem gerir menn og þjóðir grimmar. England þjáist ekki af neinni slíkri vanmáttarkennd. Það hefir í mörg ár notið ytri og innri vellíðanar. Hafið og guð hafa verndað það gegn árásum. Af tilfinningum þess í garð annarra þjóða ber mest á takmarkalausu tómlæti og kæru- leysi. Hin ákveðna afstaða til sérhvers máls er einkenni Frakka; því er alveg öfugt varið méð Englendinga. „Á ég að vera stuttorður og gagnorður ?“ spurði Glad- stone húsbónda sinn, Robert Peel íorsæt- isráðherra. „Nei, verið langorður og loð- inn,“ svaraði Peel. Mörgum kann að verða á að spyrja, hvernig Englendingar geti samræmt grundvallarreglur sínar og gjörðir, hug- sjónir sínar og hið hagsýna raunsæi. Sann- leikurinn virðist vera sá, að þeir gera enga tilraun til að samræma þetta. Málamiðl- unin fullnægir Englendingnum, sem trúir minna á orð en gjörðir. Þó að yður kunni að finnast þér vera ósammála Englendingnum, þá gleymið ekki, að sálu hans er eins farið og ensku veðurfari; þó að veðrið sé nærri alltaf slæmt, þá er loftslagið eigi að síður gott.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.