Vikan


Vikan - 19.09.1940, Side 6

Vikan - 19.09.1940, Side 6
6 VIKAN, nr. 38, 1940 eins og flestar sjálfsæfisögur, segir Bakkus konungur ekki allan sannleikan. Ég þorði ekki að skrifa allan sannleikan.“ Hann skrifaði ekki, að stundum þjáðist hann af vonleysi og þunglyndi, að hugsun- in um, að hann væri óskilgetið barn, ásótti hann öðru hvoru, og að hann drakk oft til þess að dreifa þessum döpru hugsunum. Hann gerði sér mikið far um að dylja þessi þunglyndisköst. Þau komu of sjaldan, ekki nema fimm til sex sinnum á ári, til þess að hann gæti talist ,,manio-depressiv“, sem næstum allir skapandi listamenn eru þó. En þegar þessi köst ásóttu hann, fékk hann viðbjóð á bókum sínum, sosíalisma, búgarði, vinum og hinni vélrænu heim- speki sinni, og bar þá fram eldheitar varn- ir fyrir rétti mannsins til að fremja sjálfs- morð. Á slíkum stundum virtist byrði sú, sem hvíldi á herðum hans vera honum of- vaxin og þá leitaði hann á náðir vínsins. En köstin liðu hjá, stóðu oft ekki nema í einn sólarhring. „Bakkus konungur“ líkist skáldsögu; hann er lifandi, hreinskilinn, látlaus og hrífandi. Sumir kaflarnir eru hreinustu perlur, og hann hefir öðlazt sess sem sí- gilt verk um ofdrykkju. Þó að hann væri tómur skáldskapur, væri hann engu að síður sannfærandi, lifandi skáldskapur. Hann kom fyrst út neðanmáls í „Saturday Evening Post“ og seinna í bókarformi og var lesin af milljónum manna. Prestarnir notuðu hann sem grundvöll að siðferðis- prédikunum sínum gegn drykkjuskapnum; bannfélögin tileinkuðu sér hann og sér- prentuðu kafla úr honum og dreifðu út í hundruðum þúsunda. Kennarar, stjórn- málamenn, blaðamenn og fyrirlesarar og félög, sem óhugsanlegt var að hefðu getað unnið saman að nokkru máli, sameinuðust nú, fyrir tilstilli „Bakkusar konungs“ í baráttunni gegn vínauðvaldinu. Það var gerð kvikmynd út af efni bókarinnar, sem vínframleiðendur buðu stórfé fyrir að fá stöðvaða, og fólk, sem ekki hafði opnað bók síðan það sat á skólabekk, gleypti hana eins og gráðugir úlfar. Þó að Jack hefði í bókinni lýst sigri sínum á víninu, var hann af flestum lesendum skoðaður sem túramaður. Sá viðbjóður á ofdrykkj- unni, sem „Bakkus konungur“ vakti hjá meginþorra fjöldans, átti tvímælalaust drjúgan þátt í lögleiðingu bannsins í Ame- ríku.------ Landbúnaðurinn tók nú hug Jacks svo, að hann gleymdi öllu öðru. Hann ætlaði að gera bú sitt að fyrirmyndarbúi og lagði allan áhuga sinn og allar eigur í það. Hann ruddi land, sáði, plantaði, og hann breytti vínekrum sínum í eukalyptusskóga. Hann keypti hesta, naut, kvígur, svín og angóra- geitur. Hann skrifaði fjölda greina um búvísindi og frumdrög að skáldsögu, sem átti að fjalla um „afturhvarfið til mold- arinnar. Bændurnir í sveitinni hlógu að honum, eins og menn höfðu hlegið að honum, þeg- ar hann var að byggja „Snarken“, en hann lét það ekki á sig fá. „Ef maður finnur einhverja heilbrigða og skynsama aðferð til að vinna sér inn og eyða peningum, þá setjast alhr að manni. Ef ég aftur á móti eyddi peningum mínum í veðmál og dans- meyjar, þá væru engin takmörk fyrir um- burðarlyndi manna.“ Þeim, sem vöruðu hann við að eyða svona miklum peningum í tilraunir, svaraði hann: „Ég afla mér peninga á heiðarlegan hátt og ekki á kostn- að verkalýðsins. Ef mig langar til að nota peninga mína til þess að veita mönnum at- vinnu og til að endurreisa landbúnaðinn í Californíu, hefi ég þá ekki fullt leyfi til þess?“ Ritstörf hans gáfu honum 75.000 doll- ara í árslaun, en hann notaði 100.000. Þeg- ar búreksturinn náði hámarki sínu, voru launaútgjöld hans 3000 dollarar á mánuði. Hann hafði 100 manns við bústörf og byggingar og ef skyldulið þeirra er talið með, hefir hann haft fimm hundruð manns á framfæri sínu. En með því er ekkí allt talið, því að honum lagðist sívaxandi hóp- ur af vinum og vina vinum, ættingjum og ættingja ættingjum, gestum, þurfalingum, flækingum og alls konar ómögum. Sjálf- um var honum eins eiginlegt að miðla öðr- um eins og að draga andann. Hver einasti flækingur í Ameríku vissi, að sá félagi þeirra, sem var frægastur allra, neitaði aldrei neinum um máltíð eða húsaskjól, og flestir þeirra lögðu leið sína um „Beauty Ranch“. Næstum allir vinir hans fengu lánaða hjá honum peninga, ekki einu sinni, heldur oft og mörgum sinnum, og aldrei fékk hann eyri aftur. Hann fékk bréf í þús- undatali með beiðnum um peninga, og oft veitti hann úrlausn. Rithöfundar, sem hann vissi engin deili á, skrifuðu honum og báðu hann um að sjá fyrir sér á meðan þeir væru að ljúka við skáldsögu, sem þeir hefðu í smíðum; hann sendi þeim ávísanir mánaðarlega. Þegar blöð jafnaðarmanna voru í fjárkröggum, sem ósjaldan kom fyrir, sendi hann þeim áskriftargjald fyrir alla vini sína og ókeypis greinar og sögur. Þegar jafnaðarmenn og verkalýðsleiðtogar voru teknir fastir, kostaði hann málsvörn þeirra. Þegar verkföll voru að fara út um þúfur vegna f járskorts, sendi hann verka- mönnunum peninga, til að þeir gætu fengið mat. Þegar hann frétti, að áströlsk kona hefði misst báða syni sína í heimsstyrjöld- inni, sendi hann henni ótilkvaddur 50 doll- ara og upp frá því sömu upphæð mánað- arlega á meðan hún lifði. Pólitískir skoðanabræður hans í þús- undatali skrifuðu honum og báðu hann um að mega koma og búa hjá honum. „Látið mig bara fá eina tunnu lands og nokkur hænsni og þá skal ég sjá fyrir mér.“ — „Þér eigið víst ekki aflögu eina eða tvær timnur lands og eina kú?“ Hann gaf Elizu skipun um að ráða ekki fleira fólk; en svo kom verkamaður með konu og börn, af því að hann hafði heyrt að hjá honum væri alltaf hægt að fá vinnu, og þá réði Jack hann sjálfur. Eliza, sem hélt búreikningana, segir, að helminginn af þeim peningum, sem Jack vann sér inn, hafi hann gefið. Ef þar við er bætt pening- um, sem hann borgaði fyrir vinnu, sem hann hafði enga þörf fyrir, þá verður það sem næst tveir þriðju hlutar af öllum tekj- um hans. Aðeins einu sinni neitaði hann um hjálp. Kona þekkts hnefaleikara, frú Fitzsim- mons, símaði honum og bað hann um að lána sér 100 dollara strax, en gaf enga frekari skýringu. Jack var einmitt um þessar mundir að basla við að útvega sér 3000 dollara til þess að borga vátrygging- ariðgjöld og rentur af jörðinni, og símaði henni því aftur, að hann ætti ekki grænan eyri. Tveim dögum seinna las hann í blöð- unum, að frá Fitzsimmons hefði verið skorin upp á fátækradeild opinbers sjúkra- húss. Hann gat aldrei fyrirgefið sér þetta, og kæmi það fyrir, að hann væri peninga- laus, þegar einhver leitaði á náðir hans, tók hann sjálfur peninga að láni til þess að eiga ekki á hættu að láta þurf andi mann synjandi frá sér fara. * Jack Lontlon var brautryðjandi í notku visindalegra aðferða við búskap. Hann skrifaði fjölda greina um búvísindi og reið oft um akra sina til þess að athuga hvar helzt þyrfti umbóta við.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.