Vikan - 19.09.1940, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 38, 1940
Heimilið
Matseðillinn.
Kjötréttur: Kótelettur.
3 kg. kjöt (læri), 300 gr. smjör, 3 egg eða
hveitijafningur, 1 % teskeið salt, ögn af pipar og
400 gr. steyttar tvíbökur.
1 kótelettur er baft sauða-, svína- eða kálfs-
kjöt, og er þá notuð lengjan með fram hryggn-
um eða lærið. Kjötið er þvegið með veluppundn-
um léreftsdúk; sé notað læri, er kjötið aðskilið
eftir vöðvum, allar himnur og sinar skomar af
og skorið niður í hæfilega stóra bita, barið lítið
eitt og lagað til með hníf. Pipar og salti stráð
yfir hvem bita og þeim síðan dýft í egg eða
hveitijafning og velt upp úr tvíbökum. Feitin er
látin á pönnu, og þegar hún er orðin fallega brún,
eru bitarnir látnir á pönnuna og steiktir í 6 til 8
mínútur, eða þangað til þeir eru orðnir ljósbrúnir.
Bomar á borð með brúnuðu smjöri eða brúnni
sósu, með soðnum kartöflum eða brúnuðum og
ýmsu öðm grænmeti.
Fiskiréttur: Ýsu-buff.
2 kg. verkuð ýsa, 1(4 teskeið salt, ögn af pipar,
2 egg eða hveitijafningur, 300 gr. steyttar tví-
bökur, 2 stórir laukar.
Roðið er tekið af og fiskurinn tekinn af bein-
unum, hakkaður einu sinni og síðan búnar til úr
honum fallegar buffkökur. Blandað saman salti
og pipar og þvi stráð yfir. Smurt með eggjum
eða hveitijafningi og velt i steyttum tvíbökum.
Steikt í mikilli feiti í 6 til 8 mínútur eða þangað
til það er orðið ljósbrúnt. Sósa er búin til úr 60
gr. af hveiti eða smjöri og þynnt út með fiski-
soði, svo er látið í sósuna hálf matskeið af panían-
sósu eða annarri enskri sósu. Matarlitur og salt
sett í eftir þörfum. Sósan er soðin hægt í 6 til 8
mínútur, laukurinn afhýddur og brytjaður niður
og brúnaður í smjöri þar til hann verður ljós-
brúnn. Buffkökunum er svo raðað á fat og sós-
unni hellt yfir og lauknum stráð á bitana. Borið
á borð með soðnum kartöflum.
Kartöflu-„gnocchi“.
Þetta mætti kalla stríðsrétt. Hann er ítalskur
og heitir „gnocchi". Eitt kg. af kartöflum er
soðið í lítið eitt söltu vatni, þangað til kartöfl-
urnar eru orðnar meyrar og síðan hakkaðar heit-
ar. Strax á eftir, eða áður en þær kólna veru-
lega, er hnoðað upp í þær hveiti, þangað til deigið
er orðið vel samfellt. Því minna hveiti sem fer í
deigið, því „léttari" verða gnocchíurnar. Deiginu
er rúllað út i bjúgulaga lengjur hér um bil 1 cm.
í þvermál. Lengjurnar eru skornar í sneiðar, svip-
að og piparkökur, og þrýst svolítið á þær með
flötum gaffli, til þess að fá í þær rendur. Því
næst eru þær settar ofan i vell-sjóðandi vatn,
örlítið saltað. Þegar kökunum skýtur upp á yfir-
borðið, eru þær soðnar og má þá veiða þær upp
úr. Varist að setja of margar kökur í einu í pott-
inn. Þær eru borðaðar með tómatsósu eða
óbræddu smjöri og rifnum osti.
Veturinn og hörundið.
Nú er veturinn að ganga í garð, og tími til'j
kominn að hugsa um það, hvaða ráð séu góð við!
hinum hvimleiðu fylgifiskum hans, eins og rauð-^
um höndum, rauðu nefi og kuldabólgu í höndum
og fótum. Það er ekki einungis kuldinn, sem veld-
ur þessum óþægindum,
oft á treg blóðrás sinn
þátt í þeim, og stundum
vöntun á kalki.
Setjið þið blóðið á
hreyfingu með leikfimi!
Opnið gluggann upp á
gátt undir eins og þér
komið á fætur á morgn-
ana og gerið öndunar- og
leikfimisæfingar fyrir
framan hann áður en þér
farið á fætur. Hættið
ekki fyrr en þér finnið
hitann af blóðstraumn-
um um allan líkamann.
Fáið yður svo kalt
steypibað, eða strjúkið , yður með blautum
klút. Nuddið svo allan líkamann með grófu
handklæði á eftir. Þetta eru ráðin, sem grípa að
rótum meinsins og þess vegna þau einu óbrigðulu.
Það þýðir ekki að ganga fram hjá þeirri stað-
reynd, að flestum íslenzkum stúlkum finnast silki-
sokkamir svo ómissandi, að þær geta ekki hugsað
sér að skipta á þeim og ullarsokkum, jafnvel ekki
um hávetur, og verða svo að gjalda fyrir með
blárri og „permanent" gæsahúð á fótleggjunum.
Þessum stúlkum (og yður líka, því að þér emð
auðvitað ekki ein af hinum bersyndugu!) skal
ráðlagt, að nudda fótleggina á hverju kvöldi með
olivenolíu. (Munið að nudda upp eftir fótleggjun-
um, en ekki niður!)
Ef yður hættir til að fá rautt nef í kulda, verðið
þér fyrst og fremst að sjá um, að meltingin sé í
lagi, gott er líka að bera á það feitt, nærandi
krem.
Ef þér eigið vanda fyrir „taugaútbrotum" á
veturna, getur það ef til vill stafað af kalkskorti,
og er þá sjálfsagt að leita læknis. Það skaðar þó
ekki að borða mikið af osti, grófu brauði, mjólk
og grænmeti, sem allt eru kalkauðugar fæðuteg-
undir.
Þegar þér farið út, annað hvort í gönguför, eða
seinna, þegar snjórinn er kominn, á skíði, skuluð
þér nota feitt, nærandi krem undir púðrið. Þó að
það gefi ekki hið rétta, matta útlit, er það örugg-
ast, því að það varnar þess að húðin springi.
Á kvöldin skulið þér nota sama krem til að
bera á hendurnar og nudda því vandlega inn í
húðina. Gætið þess að þurrka hendurnar vandlega
í hvert skipti sem þér þvoið yður.
Undir eins og þér verðið varar við minnstu
kuldabólgu á höndum eða fótum, skuluð þér
nudda blettinn með blöndu af kamfóruolíu og
Eau de Cologne. Amikudropar geta líka verið
góðir. En ef að sár dettur á hömndið, skuluð þér
tafarlaust leita læknis.
Húsráð.
Myglublettir í fötum hverfa, ef þeir eru fyrst
bleyttir vel, síðan nuddað sápu á þá og að lokum
krítardufti. Nuddið þessu vel inn, og þvoið síðan
á venjulegan hátt.
Flónel hleypur ekki, ef það er þvegið úr vatni
og bórax.
Þegar gylltir rammar eru orðnir ljótir, er gott
að nudda þá með svampi, sem hefir verið dýft í
terpentínu.
4 NÝJAR BÆKUR
Orczy Baronesse:
Kænda brúðurin
Eiðurinn
Litli píslarvotturinn
Þetta eru hinar vinsælu og spennandi Rauðu Akur-
liljusögur, sem allir hafa ánægju af að lesa.
Anne-Marie Selinko:
Ófríða stúlkan.
Saga um ófríða stúlku, sem varð fríð og dáð heims-
kona. Nýtízku saga um nýtízku fólk.
Fást hjá bóksölum.
m
Bókaútgáfa Gudjóns O. Guðjónssonar
Sími 4169. Reykjavík.
Gerist úskrifcndur
að Vikunni!
Að skera glcr er hægur vandi án sérstakra
tækja. Setjið merki í glerið með þjöl, þar sem
skurðurinn á að byrja, hitið síðan mjóa járnstöng
glóandi, og dragið hana frá merkinu hægt yfir
glerið, í hvaða átt sem vill. Spmnga mun þá
fylgja járninu. Glerrúður má taka úr
með því að bera grænsápu ,á kíttið. Það
verður mjúkt undan sápunni á nokkr-
um klukkustundum, og má þá ná rúð-
unni úr með venjulegum vasahníf.
dr sof/S hó ekki
!
--d^UXUNUM^
'’Í0jU/*í - r’WkV
Þegar verið er að steikja, er gott að
bæta matskeið af ediki í pönnuna; þá
sígur kjötið eða fiskurinn ekki feitina
eins mikið í sig.
Ljósa flókahatta má hreinsa með því.
að nudda þá með fínum sandpappír.
Þvoið ávallt silki í volgu vatni, aldrei
i heitu. Nuddið né vindið silkið ekki um
of, og skolið það úr vatni, sem er jafn-
heitt og þvottavatnið. Vindið það á
þann hátt, að þrýsta það innan í þurm
handklæði. Siiki má aldrei þurrka úti í
sólskini, og silkisokka ætti aldrei að
strauja, nema með rétt ylheitu jámi.