Vikan


Vikan - 19.09.1940, Qupperneq 11

Vikan - 19.09.1940, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 38, 1940 11 liurii, 11 ktjpli Imi -jQ Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE Að lokum var bréfið búið. Hún braut það sam- an og lagði það i umslag og skrifaði utan á það. Fótatak hans heyrðist frammi í anddyrinu og hún flýtti sér að stinga bréfinu inn á brjóst sér. Hann leit á skrifborðið um leið og hann kom inn. „Varstu að skrifa?“ spurði hann. „Tvö skyldubréf," sagði hún. „Á ég að setja þau í póst fyrir þig?“ Hann var kurteisin sjálf. „Nei, þakka þér fyrir,“ sagði Vera, „Martin getur tekið þau eins og vant er." „Martin er ekki heima," sagði hann. Hún gekk fram að dyrunum og hringdi bjöllunni. Hermann horfði hvasst á hana. „Það er ekki til neins að hringja," sagði hann, „ég sendi Martin og Dennis út í smá erinda- gjörðum." Hún reyndi að bæla niður hina vaxandi hræðslu, sem var að grípa hana. Hjartað barðist ákaft í brjósti hennar. Bðlishvöt hennar sagði henni, að hún væri í alvarlegri lifshættu, að vera ein með þessum manni, sem hafði svo uggvænlegan glampa í augunum. „Fáðu mér bréfið," sagði hann allt í einu. „Hvað bréf?“ „Bréfið, sem þú hefir verið svo önnum kafin við að skrifa síðustu tíu minúturnar!" Hæðnisbros lék um varir hennar. „Ekki skráargatið, Hermann," mótmælti hún og gerði sig aumingjalega í röddinni, „þú getur ekki hafa notað skráargatið — leið þjónsins að leyndarmálum húsbændanna!" „Fáðu mér bréfið!“ sagði hann skipandi. Hún hafði hörfað hægt og hægt aftur á bak og var nú komin út að öðrum stóra, franska glugganum. Kvöldið var milt, svo glugginn stóð í hálfa gátt. Leiftursnöggt snéri hún sér við, reif upp háu glerhurðina og hoppaði út á ör- mjóar svalir. Hann nam staðar náfölur, gekk nokkur skref í áttina til hennar, svo nam hann staðar aftur. Hún var að tala við einhvern. „Mér þykir leiðinlegt, að þér hafið þurft að hringja svo lengi, herra Bray.“ Svarið heyrðist ógreinilega. „Bróðir minn kemur og opnar fyrir yður. Þakka yður kærlega fyrir, að þér komuð." Hún sneri sér að Hermanni. „Viltu vera svo góður að fara niður og opna fyrir einum „stúdentinum minum“. Þér mun vafa- laust finnast mál hans óbjagað," sagði hún engil- blítt. „Fjandinn hafi þig,“ tautaði Hermann, en hiýddi. 12. KAPlTULI. Konan, sem tók ofan hanzkann. „Viltu vera herra Bray til skemmtunar á með- án ég er að taka mig til?“ Hermann lét undan, en þó treglega. Helzt hefði hann viljað neita því blákalt og gefa reiði sinni útrás, þótt ekki væri til annars en að koma syst- ur sinni I vandræði. En hann hafði næga sjálf- stjóm til að sigrast á tilhneigingum sínum. Hann gaut augunum til unga mannsins, sem hann hafði verið skilinn einn eftir hjá og svaraði með einsatkvæðisorðum kurteislegum athuga- semdum Gordons Bray um menn og málefni. Það, sem skeð liefir liingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig „L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sína and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að þau byggju saman í fimm ár og nú eru að- eins nokkrir dag'ar eftir af þeim tima. Vera óttast bróðir sinn. Bray kemur til að sækja Veru. Það var ekkert, hvorki í framkomu eða mál- færi þessa unga iðnfræðings, sem benti til þess, að hann væri lægri stéttar en þessi maður, sem horfði svo þóttalega á hann. „Ég býst við, að þér séuð einn af þeim, sem systir min útbýtir verðlaunum til,“ sagði Her- mann með lítilsvirðingu. „Ekki beinlinis," svaraði Bray stillilega, „ung- frú Zeberlieff hefir verið svo hugulsöm að gefa gullpeninga fyrir teikningu, en það er í raun og veru Dambery greifafrú, sem útbýtir þeim.“ „Það skiptir minna máli, hver gefur þau, ef þér bara fáið þau,“ sagði Hermann, og dró með því alla lífspeki sína saman í eina setningu. „Já, en ég fæ hann ekki í þetta sinn," sagði Gordon, „ég fékk hann í fyrra, hann táknar lið- inn áfanga á námsferli minum." Hermann gekk óþolinmóður fram og aftur um herbergið. Allt í einu sneri hann sér að gestinum. „Hvernig lízt yður á systur rnína?" spurði hann. Gordon roðnaði. Spumingin kom svo óvænt, að honum varð orðfátt. „Mér finnst hún einkar aðlaðandi," sagði hann í einlægni, „og ákaflega góðhjörtuð. Eins og þér vitið, hefir hún mikinn áhuga fyrir menntun unga fólksins, einkum í skólunum." Hermann dæsti. Hann hafði aldrei kært sig um að leita sér upplýsinga um áhugamál systur sinn- ar, nema þegar það viðkom framtíð hans sjálfs. Framtíð hans sjálfs! Hann hnyklaði brúnimar við tilhugsunina um hana. Hann hafði orðið fyrir miklum töpum upp á síðkastið. Útreikningar hans höfðu brugðizt uggvænlega. Hann hafði nýlega komizt í fjárhagsvandræði, og hafði átt á hættu að sökkva dýpra en hann óskaði. Hann hafði nóg- ar ráðagerðir á prjónunum -—- ráðagerðir, sem áttu að gefa milljónir í aðra hönd, en milljónir þarfnast milljóna. Hann hafði lagt fyrir Veru eftirfarandi uppástungu, sem hún samstundis hafði hafnað: Daginn, sem þau fengju arfinn út- borgaðan, átti hann að taka við honum öllum og ávaxta hann fyrir þau í sameiningu. Satt að segja var ekki mikið eftir af hans hluta. Hann hafði tekið meiri hlutann út fyrirfram og veðsett hann. Eftir tólf daga var Vera frjáls, gat farið frá honum og notað sinn hluta af arfinum eins og hún vildi. Margt gat skeð á tólf dögum; þessi ungi maður gæti orðið honum að góðu liði. Hann breytti allt í einu um framkomu gagn- vart honum. „Viljið þér ekki fá yður sæti?“ spurði hann vingjamlega. Þeir settust, og hann fór að spyrja Gordon um starf hans, og lét sem hann hefði mikinn áhuga fyrir því, þó að hann sýnilega bæri ekki mikið skynbragð á það. Svo kom Vera aftur. Bíllinn hennar beið við dymar og Gordon hjálpaði henni upp í. „Bróðir minn var ræðinn, skildist mér?“ spurði hún. „Já, mjög ræðinn." Hún leit á hann. „Þér hafið orðið hrifinn," sagði hún háðslega. Hann brosti. „Ég held, að hann hafi ekki mikið vit á bygg- ingarlist," sagði hann. Hann var að eðlisfari hreinskilinn, og hún mat það mikils, vegna þess að hún var öðm vön. Hann hélt, að hann hefði sært hana, því að hún sagði ekkert fyrr en bíllinn fór yfir Westminster- brú. „Þér eigið eftir að hitta bróður minn aftur," sagði hún, „hann mun grafa upp heimilisfang yðar og bjóða yður til hádegisverðar. Bíðum við,“ sagði hún og varð hugsi, „ég er að reyna að muna hvað skeði síðast. Jú, hann býður yður til há- degisverðar í klúbbnum, hvetur yður til að tala um mig, og segir yður, að mér þyki ákaflega gott konfekt. Og nokkrum dögum seinna fáið þér senda dýrindis konfektöskju frá nafnlausum gef- anda, og þegar þér hafið náð yður eftir undrun- ina, sendið þér auðvitað gjöfina áfram til min og lítið bréf með.“ Undmn hans varð meiri, heldur en ef hann hefði fengið slíka gjöf. „Skrítið, að þér skylduð einmitt segja þetta," sagði hann. „Hvers vegna er það skrítið?" spurði hún. „Jú,“ sagði hann seinlega, „því satt að segja er hann búinn að spyrja mig um heimilisfang mitt, og hann hafði orð á því, ekki einu sinni, heldur tvisvar, að yður þætti ákaflega góðar sultaðar fjólur, en ekki konfekt." Hún leit á hann annars hugar. „En sú ósvífni," sagði hún eins og við sjálfa sig, en svo sneri hún sér að honum og horfði beint framan í hann. „Þegar þér fáið þessar fjólur," sagði hún lágt, „verðið þér að taka pakkann alveg eins og hann er, með umbúðum og póststimpli, og senda hann King Kerry, hann mun skilja það.“ „King Kerry?" „Geðjast yður ekki að honum?“ spurði hún snögglega. Hann hugsaði sig um. „Jú, mér geðjast að honurn," sagði hann, „þó að hann geti stundum verið nokkuð harðhentur." Elsie hafði sagt honum frá handtökunni, og King Kerry hafði líka sagt honum undan og ofan af því, og nú sagði hann Veru, hvernig Elsie hefði verið bjargað. Vera hlýddi á með eftirvæntingu. „Hvílíkt snjallræði!" sagði hún í hrifningu, „og svo líkt King Kerry!" Þegar úthlutun verðlaunanna var lokið og menn höfðu hlýtt á ræður og þakkarræður og hljóð- færaleik, fór Vera að svipast um eftir herra Bray. Hann var umkringdur af hóp námsfélaga, sem voru að óska honum til hamingju með öll verð- launin, sem hann hafði hlotið. Hún var töfrandi fögur í síðri, grárri silkikápu og með dökkbrúnan hatt; en hann sá, að hún hafði dökka bauga undir augunum. Kunnings- skapur þeirra var orðinn svo náinn, að þau gátu verið þögul í návist hvors annars. Hún var í aug- um hans draumadís — dásamleg og hátt upp yfir alla aðra hafin — viðkvæmt, töfrandi blóm, sem var í huga. hans dag og nótt. Hann var enginn bjáni, hann var maður, sem gat einskis vænzt, en hann gat — elskað, og það gerði hann. Frá þeirri stundu að hann kynntist henni, höfðu lífs- skoðanir hans gjörbreytzt. Hún var sannarlega verðug tilbeiðslu, blés lifsanda í allt hið fagra, sem fyrsta ástin elur, hreinleika, blíðu og sjálfs- fóm.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.