Vikan


Vikan - 19.09.1940, Qupperneq 12

Vikan - 19.09.1940, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 38, 1940 að er dásamlegt að vera í Lambeth. Maður röltir frá einum kunningjanum til annars, klappar á öxlina á þeim, gerir sig heimakominn, þar sem mann langar til þess, rabbar, dansar og gerir það, sem hverjum þóknast — allt er þar frjálst og óþvingað. Þetta stendur að minnsta kosti í text- anum við Lambeth Walk, dansinum skemmtilega, sem nýtur mikillar hylli í heimalandi sínu, Englandi, á Norðurlönd- um og þó sérstaklega í Ameríku. En í rauninni er lífið ekki sérlega skemmtilegt í Lambeth, sem er fátækra- hverfi í austurhluta London. Og það er ekki mikið um dans í Lambeth Walk, þys- mikilli götu, þar sem eru ótal búðir smá- kaupmanna og hús,. er rífa ætti að grunni. Verzlanir þessar eru í svo þéttri þyrpingu, að það er eins og komið sé á markað, þegar allt er í fullum gangi. Skjannalegt kvik- myndahús setur svip á útlit götunnar og það er líka notað fyrir kristilegar sam- komur. Hvernig í dauðanum datt þá höfundi ljóðsins í hug að lofsyngja lífið í þessu fátækrahverfi? Það var vegna þess, að hverfi þetta er ekki einungis einkennilegt að útliti. Fólkið, sem býr þar, er með sér- í Lambeth Walk. stæðum blæ. Lambeth Walk-búinn er kall- aður „Cockney". „Cockney“inn hefir sína eigin mállýzku, sína eigin kímnigáfu og sérstæðar lífsskoð- anir. Hann missir aldrei kjarkinn og kann að gera spaugilegar athugasemdir við allt og alla. Margar skrítlur í „Punch“, „Hum- orist“ og „Passing Show“ eru frá honum runnar. Enski leikarinn Lupino Lane, sem búið hefir til dansinn Lambeth Walk, er sjálfur „Cockney“ að uppruna og það var ætlun hans að gefa sanna mynd af „hverfis- systkinum“ sínum, og það hefir tekizt í öllu: ljóðinu, laginu og dansinum. Fólk fyllist kæti, þegar það tekur þessi einkenni- legu spor, og „Hæ !-ið“ lífgar mjög dansinn. Þessi f jörugi dans vakti auðvitað mikla gremju í hópi hinna þröngsýnni pipar- meyja og blað eitt, sem leitaði eftir dóm- um um hann, birti umsagnir, þar sem hann var kallaður grófur og ekki við hæfi heldra fólks. En Lambeth Walk fór sigurför um heiminn, þrátt fyrir það. Alvarlegast var það, þegar uppgjafa- ofursti, sem í mörg ár hafði verið í ensk- um nýlendum, skrifaði blaðinu og sagði, að þessi dans stæði jafnfætis Sudan-negra- dansinum „Deluka“. I þeim dansi mynda Lambeth Walk dansaður á skipsfjöl. um fjörutíu ungir menn og konur, allt nakið, hring með hoppi miklu og gefa frá sér ámátleg hljóð. Bréf þetta gerði brezk- ar mæður svo taugaóstyrkar, að lá við, að það riði Lambeth Walk að fullu. En sem betur fór, tókst ekki að koma honum fyrir kattarnef. Barnabálkur. Fiðurskikkjan. ------- ÆVINTÝRI -- EINU SINNI var bóndi, er átti son, sem hét Hans. Hann var duglegur til vinnu og hjálpaði föður sínum mikið. Hann var góður dreng- ur og fríður sýnum og allar ungu stúlkurnar hefðu fegnar viljað eiga hann. — Dag nokkum, er Hans var úti í skógi, sá hann gylltan vagn með fjórum hvítum hestum fyrir. Við hliðina á ökumanninum sat þjónn og tveir aðrir þjónar stóðu aftan á vagn- inum. En inni í honum sat ung stúlka, og hún var svo frið, að Hans hafði enga séð jafnfríða á æfi sinni. „Hana vildi ég eiga,“ sagði Hans og horfði á eftir vagninum. „Hver skyldi hún vera?“ „Það get ég sagt þér,“ svaraði rödd að baki hans. Hann leit við og sá lítinn, gráhærðan mann, er stóð upp við tré. „Hver ertu?“ spurði Hans. „Ég er huldumaður," svaraði litli maðurinn, „og ég þekki þig vel. Fallega stúlkan, sem ók fram hjá, er einkadóttir konungsins.“ „En hvað það er leiðinlegt," sagði Hans hrygg- ur, „því að mig langar svo til að eiga hana. Mér hefir aldrei litist jafn vel á nokkra aðra stúlku." „Þú skalt líka fá hennár," svaraði litli maðurinn. „Ég skal hjálpa þér, því að mér er vel við þig. Þú ert alltaf svo kyrrlát- ur og stilltur hér í skóginum og trufl- ar okkur aldrei. Þú skalt grafa við tréð þarna og þá muntu finna skikkju úr löngum, marglitum fjöðrum. Þú skalt fara í hana og fara inn í litla veitingahúsið í skógarjaðrinum. Síð- an skaltu ganga fram hjá konungs- höllinni og mun þá allt ganga að óskum." — Hans þakkaði honum innilega, og eftir tilvísun hans fann hann undur-fagra skikkju úr fiðri. Hann kastaði henni yfir sig, og var hún svo löng, að hann dró faldinn á eftir sér. Þegar hann kom inn x veitingahúsið urðu allir forviða og þrjár dætur veitingamannsins báðu hann að gefa sér fjöður úr skikkj- unni. „Nei,“ svaraði Hans, ég vil ekki skemma skikkjuna mína með því að rífa fjaðrir úr henni. Þið fáið enga.“ En ungu stúlkumar langaði svö mjög til að fá fjaðrir til þess að skreyta sig með, að þær hlupu á eftir Hans, er hann gekk út, gripu í skikkjuna og ætluðu að rífa fjaðrir úr henni. En viti menn! Þær gátu ekki rifið fjaðrirnar úr, og þær gátu heldur ekki sleppt þeim, þær urðu fastar við skikkjuna. Þær æptu hástöfum þang- að til unnustar þeirra komu og tog- uðu í þær, og þeir festust líka. Hans hélt áfram og skeytti ekkert um þau. Þá komu nokkrir hundar og geltu að þeim og glefsuðu í skikkjuna og þeir urðu einnig fastir. Hans hélt áfram, þar til hann kom fram hjá prests- setrinu. Presturinn sat úti í garði og var að að lesa og er hann sá þau, varð honum svo miklð um, að hann missti bókina. „Skammist þið ykkar ekki fyrir að hlaupa um bæinn með ópum og óhljóðum," kallaði hann og hljóp á eftir þeim. En varla hafði hann snert þann af tasta, fyrr en hann rak upp óp, því að hann fann, að hann gat ekki sleppt takinu. Þá kom prestsfrúin hlaupandi. Hún hafði heyrt ópin í manni sínum og flýtti sér til að hjálpa honum. „Snertu mig ekki,“ kallaði presturinn, en það var um seinan. Hún hafði gripið í hann og hékk nú aftan í honum. „En vel- æruverðugi herra prestur og þér, prestsfrú," kallaði djákninn, þegar hópurinn fór fram hjá húsi hans. „Hvað er um að vera?“ Og hann hljóp til þeirra og tók í pilsfald prestsfrúarinnar. „Æ, hvað er þetta,“ æpti hann, „ég get ekki losnað.“ „Hvað ertu að hlaupa, maður," sagði kona djáknans reiðilega. „Maturinn er á borðum og þú verður að koma strax." Hún þaut nú á eftir manni sínum og greip í hann — og byrjaði að æpa. En er böm djáknans heyrðu ópin í móður sinni, komu þau hlaup- andi og tóku í pils henar og héngu við hana. — Hans hélt áfram og skeytti ekkert um hópinn aftan í sér. Og hann gekk þangað til hann kom á móts við konungshöllina. Konungs- dóttirin kom út og ætlaði að ganga sér til skemmtunar. Hún varð for- viða þegar hún sá alla halarófuna. Það var sjón að sjá. Stúlkumar grétu, ungu mennirnir skömmuðust, presturinn kveinaði, prestsfrúin grét og bað fyrir sér, djákninn æpti, kona djáknans hljóðaði, bömin orguðu og grenjuðu og hundamir ýlfmðu og geltu. Og konungsdóttirin fór að skellihlæja og hló svo ákaft, að hún ætlaði aldrei að geta hætt. 1 sama vettfangi hvarf skikkjan og allir urðu lausir. Nú kom kóngurinn út og varð mjög glaður, er hann heyrði dóttur sína hlæja, því hún hafði aldrei hlegið fyrr á æfi sinni og kon- ungurinn hafði heitið því, að sá sem gæti komið henni til að hlæja, skyldi fá hana fyrir konu. Konungsdóttur leizt einnig vel á Hans og þau gift- ust og unnust mjög. — Hans sá litla, gráhærða manninn aldrei framar og heldur ekki skikkjuna, en það gerði minna til, því að nú þurfti hann á hvorugu að halda framar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.