Vikan


Vikan - 19.09.1940, Qupperneq 13

Vikan - 19.09.1940, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 38, 1940 13 Mannátið á Ak ureyri Líttu þarna yfir í hornið. Sérðu stóra manninn gráskeggjaða, sem situr þama einn við borð? Nei, þetta er ekki Gvendur Rosaskeggur, sem ég var að segja þér frá. Nei, ég held nú síður. Þetta er Ásvaldur. Þekkirðu ekki Ásvald ? Kann- astu ekki við Ásvald frá Efra-Gerði? Þú ert ekkert sérstaklega vel að þér. Nei, þú ert blátt áfram fáfróður. Ásvaldur er þekktur máður. Han varð 65 ára um dag- inn. Hlustarðu ekki á útvarp? Hann átti líka einu sinni sextugsafmæli. Þá varð hann landskunnur. Nei, þú hlustar víst ekki mikið á útvarpið. En þú hefir líklega heyrt getið um manninn, sem settist á minkinn í Borgarfirðinum í fyrra ? Það var hann, nefnilega Ásvaldur. Já, finnst þér? Heldurðu, að þú gætir torgað þessu öllu? Ég held, að þetta sé heilt hvítkálshöfuð. Já, Ásvaldur kann að taka til matar síns. Ég þekkti hann einu sinni. En þá át hann kjöt. Þá át hann kjöt á við tvo a. m. k. Og hann vildi helzt ekkert annað en kjöt. Feitt kjöt. En ég veit, hvers vegna hann hætti kjötátinu. Það er nú saga að segja frá því. Það er heillt ævintýri. Það var ef til vill illa gert, en við gátum ekki stillt okkur. Það var okkar sök að hann hætti, okkar f jögurra. Það eru nú víst ein fimmtán ár síðan. Við bundumst fastmælum um að segja aldrei frá þessu. Við lofuðum því hátíðlega. Ás- valdur myndi drepa okkur alla, ef hann vissi, hvernig við lékum á hann. En, sjáðu til, nú er einn þessara félaga minna kom- inn á þing, og hinir tveir eru giftir. Ég er hættur að treysta á þagmælsku þeirra. Þeir eru líklega löngu búnir að segja frá þessu. Ég held ég segi þér söguna. Þú segir hana engum. Þú lofar því. Nei, sástu, nú stakk hann upp í sig heilum tómat í einu! Já, þú hefðir átt að sjá kjötstykkin, sem hurfu upp í hann í gamla daga. Jæja, þá er bezt að byrja á sögunni. Já, það var sumarið, sem ég var á Akur- eyri. Ég vann á skrifstofu hjá K.E.A. Fróði Jónsson vann þar líka. Þeir voru þá fyrir norðan Garðar Skordal og Ólafur Ölver. Þeir voru að lesa undir stúdents- próf og bjuggu saman. Við stofnuðum matarfélag þessir f jórir. Við leigðum stofu og eldhús uppi á brekku. Við fengum okk- ur ráðskonu. Það var ung stúlka. Það var hún, sem Ólafur . .. jæja, það kemur nú ekkert þessari sögu við. Já, þetta gekk ágætlega. Maturnin var góður, og hann varð okkur ódýrari en á matsölustöðum. Við áttum þarna heimili og kunnum vel við okkur. Við sátum oft á kvöldin, spjöll- uðum og spiluðum eða fengum anda í glas. Það fannst okkur spennandi. Við urðum margs fróðari. Þeir sögðu okkur ýmislegt þarna hinum megin frá. Og a. m. k. einu sinni héldum við dansleik í stofunni. Fróði átti harmóniku. Já, þetta var allra skemmtilegasta líf. En svo komst bölvað- ur höggormurinn inn í aldingarðinn. Svo kom Ásvaldur. Ég vissi eiginlega aldrei hvernig á því stóð, en hann vildi óður og uppvægur kom- ast í matarfélagið. Hann talaði fagurt, og við létum til leiðast. Þetta var seint í júní. Ásvaldur var eiginlega hreppstjóri ofan Smásaga eftir Aq. úr sveit. Hann sagðist vera kominn til að gera skýrslur. Hann átti að hafa einhvers konar eftirlit með trúnaðarmönnum kjöt- verðlagsnefndar. Hann var á launum hjá ríkinu. Hann var nefnilega einn hinn allra duglegasti kjósendasmali stjórnarinnar. Fyrri hluta daganna sat hann við þess- ar skýrslugerðir. Það voru ljótu skýrslurn- ar, held ég. Hann pikkaði á ritvél með einum fingri. En síðari hluta daganna dvaldi hann heima hjá okkur, þ. e. a. s. þar sem við borðuðum. Hann svældi eitt- hvert þefdýratóbak í stórri pípu og gerði loftið banvænt. Hann stóð yfir stúlkunni meðan hún matreiddi og þóttist meira að segja geta leiðbeint henni. Hann sat hjá okkur öll kvöld og þóttist vita allt betur en við. Slíkir menn eru þreytandi, eins og þú skilur. Þeir eru blátt áfram óþolandi. Okk- ur fannst það a. m. k. um Ásvald, er á leið sumarið. Og ekki bætti það úr skák, að hann var ógurlegt átvagl. Hann át því nær á við okkur alla hina. Einkum kjöt. Ef einhver okkar kom of seint í mat, átti hann á hættu að fá ekki neitt. Þetta fór í skap- ið á okkur. Það var ekki nema von. Við reyndum auðvitað að ná okkur niðri á honum á ýmsan hátt. Við vorum alltaf á öðru máli en hann. En því miður verð ég að játa það, að við höfðum ekkert við hon- um í rökræðum. Ásvaldur var vanur fundarmaður. Hann hafði nasasjón af mörgu og var svo fljótur að fara í kring- um sjálfan sig, að við höfðum ekkert af honum. Svo talaði hann hærra en við allir til samans. Og þegar hann þóttist hafa kveðið okkur í kútinn, hló hann að okkur. Hefirðu heyrt gamlan kerruklár hlæja? Nú, ekki það, en hlátur Ásvaldar er eitt- hvað svipaður. Ógurlega ertandi. Já, við vorum oft reiðir við hann, en við gátum ekki gefið reiðinni útrás. Það var það versta. Hún safnaðist fyrir. Ég man, að mig var farið að dreyma það á nóttunni, að ég væri að limlesta Ásvald. Mér leið afskaplega vel í svefninum. En þetta varð aldrei að veruleika. Já, það var auma lífið. En auk Ásvaldar var það annar maður, sem okkur var orðið innilega illa við. Þessi maður var þá dauður fyrir áratugum. Það var Jón föðurbróðir Ásvaldar. Það var ljóti maðurinn. Hvort hann hefir verið jafn hvimleiður, meðan hann lifði, veit ég ekki. En ég býst við þvi. Ásvaldur var stöðugt að segja okkur sögur af þessum föðurbróður sínum. Þessi mannfýla hafði allsstaðar verið og fengizt við allt í mill- um himins og jarðar, eftir því sem Ásvald- ur sagði. „Þegar Jón föðurbróðir minn var við gullgröft í Alaska“ . . . „Þegar Jón föðurbróðir minn var á hvalveiðaskipinu" . . . „Þegar Jón föðurbróðir minn var í Kína“ . . . „Þegar Jón föðurbróðir minn var hákarlaformaður' ... Þannig byrjuðu margar þessar sögur. Þær voru um ógur- lega atburði og lygilega. Ég held, að Ás- valdur hafi samið flestar þeirra sjálfur. Við þorðum ekki að drótta því að honum. En þetta varð til þess, að við hættum alveg að segja okkar sögur. Við áttum engar í fórum okkar, sem jafnast gætu á við kynjasögurnar af Jóni. Og þá sjaldan að við reyndum að segja lygasögur skorti okkur hugmyndaflug. Ásvaldur skreið líka óspart á bak við þennan föðurbróður sinn, þegar hann var að rökræða við okkur. „Jón föðurbróðir minn var nú vanur að segja“ .. . „Jón föðurbróðir minn sagði mér nú, að“ . . . „Jón föðurbróðir minn hafði nú gott vit á þessum míálum, og hann sagði nú alltaf, að“ . . . Þú getur gert þér í hugarlund, hvort við höfum beinlínis elskað minningu þessa manns. Við formæltum honum í gröfinni, þegar Ásvaldur heyrði ekki til. Já, það er ekki ofmælt, þó að ég fullyrði, að Ásvaldur og Jón föðurbróðir hans voru bókstaflega að kvelja úr okkur lífið í sam- einingu. Við vorum orðnir skapillir og leiðinlegir. Við vorum orðnir skuggalegir á svipinn af illum hugsunum. En því dauf- ari sem við urðum í dálkinn, því skraf- hreyfnari og kátari varð Ásvaldur. Síðast í ágúst var lífið orðið óþolandi. Þá skutum við á fundi. Það var aðeins eitt mál til umræðu: Hvernig áttum við að ná okkur niðri á Ásvaldi. Það komu fram marga tillögur. Sumar voru alls ekkert mannúðlegar. Það var ekkert ákveðið fyrsta kvöldið. En við héldum fleiri fundi. Loksins kom okkur saman um, hvernig við skyldum haga hernaðaraðgerðum. Það var einkum Ólafur, sem lagði á ráðin. Við undirbjuggum allt af mestu leynd í nokkra daga. Fyrstu dagarnir í september urðu dagar hefndarinnar. Loksins eftir langa mæðu! Fari það í þreyfandi! Sérðu konuna, sem er sezt við borðið hjá honum? Það er ráðskonan okkar, sem ég sagði þér frá. Ég þekki hana, þó að ég hafi ekki séð hana í mörg ár. Ef hann skyldi nú geta veitt eitthvað upp úr henni. Hún vissi víst undan og ofan af þessu öllu. Hamingjan hjálpi okkur þá! Hvern fjárann skyldi Ás- valdur ... ? Jæja, áfram með söguna. Þú þekkir til á Akureyri. Þú manst eftir skepnufjöldanum þar. Hestar við hvert húshorn. Kýr þversum á götunum. Kindur á stöðugri skemmtigöngu í blómagörðun- um eða jórtrandi á gangstéttunum. Þannig

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.