Vikan - 28.11.1940, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 48, 1940
7
ÖIDUR
Síðastliðið föstudagskvöld var frum-
sýning á leikrítinu Öldur eftir
séra Jakob Jónsson frá Hrauni.
Leikurinn mun hafa verið sýnd-
ur meðal landa vestan hafs og
hlaut þar, að sögn, góða dóma.
Fyrsti þáttur gerist í verstöð
Ásmundar (Brynjólfur Jóhann-
esson), en hann er gamall og
þrautreyndur sjómaður. Hann
er að búa sig undir róðurinn, karlinn og Hildur (Gunnþórunn
Halldórsdóttir), kona hans, færir honum kaffi, og þau rabba
saman um Helgu (Alda Möller), fósturdóttur sína, Val Arason
(Valur Gíslason), háseta Ásmundar, og Erlu (Þóra Borg), dótt-
ur sýslumannsins, og átök þeirra stúlknanna um Val. Ásmundur
gerir, að fornum sið, samanburð á þessu unga fólki og æsku
jafnaldra sinna og er það nokkuð gamalsunginn sónn og tilþrifa-
iítill. Síðan koma Valur og Helga fram á sjónarsviðið og eigast
við orðahnippingar, og er það atriði með eðlilegri blæ frá höf-
undarins hendi. Erla birtist næst með skeyti, sem skýrir frá því,
að Valur, sem auðvitað er til þess lærður, sé settur sýslumaður.
Hann er Erlu mjög þakklátur fyrir þann hlut, sem hún á í þess-
arri forfrömun hans, en Helga rýkur út í fússi, eftir að hafa
gert tilraun til að drepa keppinaut sinn með augunum. Síðan
fer Erla, en Grímur (Alfreð Andrésson), sonur Ásmundar og
Hildar, vindur sér snaggaralega inn. Hann segir fátt, en allt
vel og er mjög eðlilegur.
Annar þáttur gerist í eldhús-
inu á heimili Ásmundar og Hild-
ar. Það er að rjúka upp með
ofviðri. Annar bátur Ásmundar
er horfinn úr naustinu. Einliver
óhuggnaður liggur í loftinu.
Veðurhæðin eykst. Erla kemur
og spyr um Val og Grím. Illur
grunur grípur hjónin og Helgu.
Erla verst frétta, en verður að
lokum að segja sannleikann:
Grímur hefir farið á sjó fyrir
LEIKHUSIÐ
takast. En Helga heldur í hann og Ás-
mundur eys yfir hann lofi fyrir fram-
komuna á sjónum um nóttina. Hann var
bæði hetja og víkingur. Svo
kemur Erla, eftir að hafa gert
að því er virðist árangurslaus-
ar lífgunartilraunir, og hótar
) honum öllu illu. Mitt í þeirri
hríð, er þeim tilkynnt að Grím-
ur lifi, og þá man Erla sýnilega
fyrst eftir því, að hún hefir gleymt að hálda starfi sínu áfram,
þótt hún myndi eftir að telja sér það til gildis við Val.
Og leikurinn endar með því, að ,,lífið lifir“, og ein fær endur-
goldna ást sína, en önnur ekki, eins og gengur.
Það má ýmislegt gott um
þetta leikrit segja. Höfundi hef-
ir tekist sumt vel í því, en sumt
illa, það er hvergi nærri heil-
steypt og samtölin á köflum
fjaskennd, þótt hjá því virðist
hafa verið hægt að komast. Per-
sónurnar eru aftur á móti nokk-
uð skýrt mótaðar. Það mun
varla vafamál, að séra Jakob
Jónsson geti orðið gott leikrita-
skáld.
T. v.: Alda Möller í hlutverki Helgu. T. h.: Þóra Borg sem Erla.
Valur Gíslason
Arasonar.
í hlutverki Vals
sýslumanninn, vegna rauðvíns-
tunnu, sem hann hafði átt von
á að smyglað yrði til hans, en
mátti nú fyrir engan mun koma
í land. Og veðurgnýrinn verður
æ meiri og meiri. — Gamli mað-
urinn býr sig til að fara einn á
stórum, vélknúnum báti til að
reyna að bjarga syni sínum.
Valur kemur, eyðilagður yfir
öllu saman. Hann ætlar á sjóinn
með Ásmundi. Erla gerir allt, sem hún getur, til að aftra hon-
um. En þegar hann sér, að Helga er komin í sjóklæðin og ætlar
til sjávar, þá skipar hann henni úr þeim, klæðist þeim sjálf-
ur og fer.
Þriðji þáttur gerist, eins og hinn fyrsti, í verstöð Ásmundar.
Konurnar þrjár bíða, milli vonar og ótta. Þær fylgjast með bátn-
um gegnum glugga. Loks koma þeir Ásmundur og Valur með
Grím í fanginu og bera hann yfir sviðið. Hann er að sjá dauður
og Valur talar um, að hann hafi verið stirnaður. En Erla hefir
lært hjúkrun. Hún fer og gerir lífgunartilraunir. Valur ætlar að
kveðja og flýja af hólminum, áður en hann veit, hvernig þær
Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki
Ásmundar sjómanns.
Meðferð leikendanna var yfir-
leitt góð, en sá höfuðgalli var á
þeim öllum, nema Brynjólfi og
Alfreð, að þeir töluðu of lágt,
alltof lágt! Maður fer í Ieikhús-
ið til þess að h e y r a og sjá.
Brynjólfur var beztur, eins og
fyrri daginn. Þó hefir honum
oft tekizt miklu betur, en það
er ekki honum einum að kenna,
leikritið á sinn þátt í því. Alda
var yfirleitt ágæt. Valur virðist
miður heppilegur í sitt hlutverk,
enda réði hann ekki við það
nema á köflum. Gunnþórunn og Þóra voru hvorugar í essinu
sínu, þótt þeim tækis vel í ýmsum atriðum.
Leikstjórinn, Indriði Waage, mun hafa gert það úr leikritinu,
sem hægt var, að undanteknu því, hve lágt var talað.
Höfundurinn var að lokum klappaður fram, og því ber ekki
að neita, að það er ánægjulegt, að þetta leikrit hans var tekið
hér til sýningar og enginn þarf að sjá eftir því að fara í Iðnó
til þess að horfa á ,,Öldur“.
Skátahetja heiðruð.
Myndin er af Donn Fendler, 14 ára.
Hann er skáti og hlaut þann heiður
að vera sæmdur verðlaunapening af
Roosevelt Bandaríkjaforseta við há-
tíðahöld í Hvíta húsinu. I júlí 1939
var Donn að villast i sjö daga í eyði-
skógunum í Mains, en slapp þaðan
klakklaust vegna skátaþekkingar
sinnar.