Vikan


Vikan - 10.07.1941, Page 3

Vikan - 10.07.1941, Page 3
VIKAN, nr. 28, 1941 3 Framh. af fyrstu síðu. ,,Nú eruð þér fimm ára,“ sagði hann, ,,og þér byrjið í fyrsta bekk.“ Við byrjuðum á tákninu, sem þýðir maður og er gert með tveimur snöggum pensilstrikum. Hann sagði mér, að orðið maður ætti alltaf að vera djarflega dregið upp. Síðan hélt hann áfram. „Ó,“ hrópaði hann, „þér getið gizkað á, hvað næsta tákn þýðir. Það er búið til úr tveimur einföldum orðum, sem eru tengd saman: Stúlka og piltur.“ „Það hlýtur að þýða barn.“ „Þér voruð nærri því,“ sagði hann og hló. „Það þýðir góður. Kínverjar trúa því, að ef þeir eiga pilt og stúlku, þá sé allt gott.“ Sérhvert nýtt tákn opinberaði mér betur og betur hina miklu heimsspeki, sem ligg- ur á bak við þau. Tvær tegundir lista koma þar líka fram: listin að útskýra með tákn- um og lifa. Sum táknin eru auðskilin, eins og t. d. þegar táknið maður er sett í umgjörð, þá þýðir það fangi. En sum táknin er ógern- ingur að skilja, nema maður viti, hvað þau þýða. Táknið heimili er t. d. svín, sem er sett undir þak. „Við Kínverjarnir drögum þá ályktun," sagði Li Yung Ku, „að ef maður á svín, þá verður hann líka að geta veitt því skjól og alið það frá eldhúsi sínu og garði. Þess vegna er það, að eigi maðurinn eldhús, garð og þak yfir höfuðið, þá á hann heimili. En ef táknið væri sett yfir orðið kona, þá myndi það þýða friður. Kínverjar hafa notað þetta einfalda tákn í meira en tuttugu aldir.“ Hann fór fljótlega að kenna mér erfiðari tákn. Táknið sópur við hliðina á tákninu stúlka þýðir gift kona, en þegar táknið ungur er sett með kona, þýðir það frábær. Táknið samræmi er sett saman úr munn- ur og hrísgrjón. Kínverjar álíta, að ef munnurinn er nálægt hrísgrjónum, þá sé landið þeirra, sem svo oft á erfitt upp- dráttar, sjálfu sér samkvæmt. Mörg þessara orðasambanda eru ein- kennilega hentug. Maður og orð þýðir í samsetningu sannorður. Vissulega er mað- ur, sem heldur orð sín, sannorður. Þegar táknin hjarta og þræll standa saman þýða þau reiði. Það er líka rétt, að reiður maður er þræll hjarta síns. Tákn, sem gefa mynd af því, sem þau þýða, er auðvelt að muna. Munnur á milli tveggja hliðstólpa er spurning. Li Yung Ku sjálfur gagntók mig samt enn meira en kínversku táknin, sem hann kenndi mér að skrifa. Þegar hann brosti, ljómaði allt andlitið. Það var eitthvað alveg ómótstæðilegt við dökku augun hans. Þetta þvingandi, rykuga herbergi, sem var fullt af bókum, lifnaði við, er hann var þar inni. Þegar hann fór á kvöldin, fannst mér eins og eitthvað af honum yrði eftir og væri þar tímunum saman. Li Yung Ku sagði mér, að hann væri ný- lega kominn til Ameríku. Hann hefði kom- ið til New York til að lesa undir embættis- próf í sögu og alþjóðalögum. Honum fannst það mætti koma ættjörð sinni að gagni. Kínverska stjórnin borgaði námskostnað hans og lét hann hafa smástyrk fyrir fæði og húsnæði. Auk náms síns og tímanna, sem hann hafði með mér, sinnti hann f jölda annara starfa. Hann skipti á kennslu við rússneska konu. Hann ritaði í kínverskt blað í New York og annað blað í Shanghai. Hann gerði skýrslur fyrir kínverska sendi- herrann í Washington. Hann hjálpaði fjölda kínverskra námspilta, því að hann sagði, að það væri slæmt fyrir ættjörð sína, ef þeir stæðu sig ekki vel. Ég spurði hann, hvernig hann gæti haft tíma til alls þessa. Hann brosti út undir eyru: „Það eru margar klukkustundir í einum sólarhring. Ég hefi þá reglu að taka öll þau störf, sem ég get fengið.“ „En þér fáið ekkert fyrir sum af þess- um störfum yðar.“ „Það gerir ekkert til. Störfin, sem ekki eru borguð, eru oft þau, er maður gerir bezt. Og ef maður' vinnur eitthvert verk vel, þá er það nóg borgun.“ Þessi skemmtilegu kvöld okkar héldust í marga mánuði. Ég komst að þyí, að leyndardómurinn við að skrifa fallega með penslinum, — jafnvægi, hreyfing, greina milli ljóss og dökks, mildir drættir og snögg strik, yndisþokki, skerpa, stöðugt áframhald, — það var allt hluti af miklu stærra viðfangsefni, hluti af lífinu sjálfu. Sá hluti, sem er fólginn í því að gæða allt lífi, kveikja lif alls staðar, jafnvel í smá- munum eins og pensildrætti. Uppspretta lífsins býr innra með manni, en er ekki fengin utan að. Þetta var mikilsverður lærdómur. Það er kjarni kínverskrar heimspeki. Hún krefst fyrst og fremst lítillætis. En það sem ég lærði, þegar ég var orðinn miðaldra mað- ur, hafði vinur minn frá Tibet lært, þegar hann var fimm ára. Ég spurði hann einu sinni, hvað hefði haft mest áhrif á líf hans. Hann sagði, að það hefði verið afi sinn, sem gat notað gömlu, kínversku málshættina í daglegu lífi sínu. „Einu sinni,“ sagði Li Yung Ku, „þegar ég var fimm ára, skrökvaði ég að afa mín- um. Það var ekkert mjög ljótt. Afi minn sagði garðyrkjumanninum að koma með langan stiga og reisa hann upp við fram- hlið hússins upp í mæni. Þegar stiginn var kominn þangað, sagði afi við garðyrkju- manninn: „Drengurinn okkar hefir tekið upp á því, að stökkva niður af húsþökum. Stiginn á að vera þarna, svo að hann geti notað hann, þegar hann vill.“ Ég skildi vel, hvað hann meinti, því að einn af málshátt- unum í héraðinu okkar hljóðar þannig: „Lygi er stökk frá húsþaki.“ Ég hugsaði þegjandi um þetta. Það var varhugavert að hafa stigann fyrir framan aðaldyrnar., Ég óttaðist, að hann mundi verða þarna að eilífu, ef ég gerði ekki eitt- Brezkir fallhlífarher- menn í ítalíu. Þetta eru brezkir fallhlífar- hermenn. I fyrsta sinn, sem Bretar notuðu fallhlífarher- menn til innrásar, var á Suður- Italíu. Þessi vopnaða hersveit lenti á Kalabria og Lucania og' átti að eyðileggja samgöngu- leiðir. 1 tilkynningu frá Róm var sagt, að þeir hefðu allir verið teknir til fanga.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.