Vikan


Vikan - 10.07.1941, Síða 4

Vikan - 10.07.1941, Síða 4
4 VIKAN, nr. 28, 1941 hvað. Ég fór til afa, sem var að lesa í bók, gekk hljóðlega til hans og gróf and- litið í kjöltu hans. ,,Afi,“ sagði ég, ,,við þurfum ekki að hafa stigann þarna leng- ur.“ Hann virtist verða mjög glaður, kall- aði á garðyrkjumanninn og sagði við hann: ,,Taktu stigann strax burtu. Drengurinn okkar stekkur ekki niður af húsþökum.“ Þessum atburði gleymi ég aldrei.“ Þegar hann hafði lokið við þessa sögu frá æsku sinni, tók hann pensilinn og dró upp táknið lygi. Það var sett saman úr orðunum tala og ótaminn. Mér fannst þetta mjög hógvær lýsing á því, sem er ljótt. Hann sagði mér aðra sögu um afa sinn, sem hlýtur að hafa verið mjög sérkenni- legur og skemmtilegur maður. Einu sinni sagði afi hans við hann: ,,Þú átt tvær lær- dómsbækur, sem báðar eru um sama efnið. Önnur er þykk og full af neðanmálsathuga- semdum, en hin er mjög stuttörð. Hvora þeirra líkar þér betur við?“ ,,Þá stuttorðu,“ svaraði Li Yung Ku. „Geturðu sagt mér af hverju?“ „Af því að það er auðveldara að lesa hana, og hún fær mann til þess að hugsa meira. Hin segir allt fyrir mann, svo að maður þarf ekki að hugsa neitt sjálfur." „Ágætt.“ Því næst fór afi hans með tvö kvæði og spurði hann, hvort honum þætti betra. Li litla þótti kvæðið, sem hann skildi ekki, betra en kvæðið, sem hann skildi. „Ágætt,“ sagði afi hans. „Segðu mér nú, hvor myndin þér þykir fallegri, þessi hérna með öndunum syndandi innan um sefið eða þessi þarna með f jöllunum og rigningunni.“ „Myndin með rigningunni," svaraði drengurinn. „Hvers vegna?“ „Ég veit það ekki.“ „Jæja,“ sagði gamli spekingurinn. „Ef til vill veiztu það samt, en veizt ekki, hvernig þú átt að lýsa því. Hvernig hefðir þú annars átt að velja rétt í bæði skiptin ? Mundu, að öll listaverk eiga að vera sönn og sjálfum sér samkvæm, en þau geta því aðeins verið stórbrotin list, að þau vekji hugsanir, sém þau búa ekki raunverulega yfir. Leyndardómurinn við stórfengleik listaverka býr í mætti þeirra til að vekja hugsanir, sem þau túlka ekki beinlínis sjálf. Þess vegna finnum við myndir í góð- um skáldskap og skáldskap í góðum mynd- um.“ Heilt ár leið. Li Yung Ku hafði með hógværð kennt mér alla fyrstu kennslu- bókina. Við höfðum dregið upp 1000 ein- föld tákn. Orðasafn með um það bil 5000 táknum mundi vera nægilegt til þess að geta lesið kínverskt dagblað. Svo langt gat ég ekki vonað að komast. En ég hafði lært margt annað af honum, sem ég skal aldrei gleyma. Hann sagði mér marga af algengustu málsháttum Tíbetbúa. Þegar ég minnist þeirra núna, bera þeir að vitum mínum sama frísklega ilminn og þegar ég heyrði þá í fyrsta sinn: Maður sefur bezt á litlum kodda. Þjófar stela aldrei bjöllum. Lömb eru svo liðug, að þau sjúga kné- krjúpandi. Raunveruleg veðrátta býr í mönnunum sjálfum, en ekki fyrir utan hús þeirra. Jafnvel grimmur hundur dillar rófunni. Andrúmsloftið er alltaf hreint, þegar menn eru að hjálpa öðrum. Li Yung Ku tók doktorsgráðu í heim- speki og fór til Evrópu. Ég var mjög hryggur að skilja við hann. En hann brosti bara og fullvissaði mig um, „að þetta væri aðeins um stundarsakir.“ Ári seinna fékk ég bréf, sem mér þótti mjög vænt um að fá. Það var frá Kína. Hann hafði fengið vinnu sem einkaritari eins af hershöfðingunum. „En þetta er að- eins um stundarsakir,“ skrifaði hann. Næsta ár var hann orðinn prófessor í aí- þjóðalögum við háskólann í Nanking. Fyrir þremur árum skrifaði hann mér frá Berlín. Þá var hann í kínversku sendisveitinni þar. Nýlega frétti ég, að hann væri kominn aftur til Kína og ætti að verða einkaritari Chiang Kai-shek, æðsta manns Kína. Ég veit, að hann muni sennilega hafa ótal störf með höndum í einu, og að hann leysir þau öll vel af hendi. Ég veit líka, að táknið maður á að vera djarflega dregið upp á blaðið, sérhvert blað — blaðið í mannkynssögunni — og að maðurinn getur verið bæði hógvær og djarfur. Kína er nú í sárum. Ég sé daglega ljótar klessur á kortinu yfir Kína í blöðunum okkar. En ég hugsa um Li Yung Ku og brosi eins og hann; því ég er þess fullviss, að: „þetta er aðeins um stundarsakir.“ ^iiMHiiiiiiimiiiiiiimiinHiiimnnniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiinmiiiiiif/^ I Vitið pér pað? E 1. Hverjar voru Urður, Verðandi og = I Skuld ? = 2. Hver er yfirmaður rússneska flotans? i I 3. Hvenær fæddist Ferdiriand vonZeppelin | f uppf inning-amaður ? | | 4. Hver hefir samið bókina „Gerzka 1 í æfintýrið“ og um hvað er hún? i l 5. Hverrar þjóðar var Giuseppe Verdi og = i hvenær var hann uppi? | i 6. Hver er ritari Sveins Björnssonar f i ríkisstjóra ? i f 7. Hver er Rabindranath Tagore og f hvenær var hann fæddur? f 8. Hvað hétu foreldrar Björns Jórsala- f = fara ? = i 9. Hvað þýðir orðið „drótt"? f i 10. Hver skaut mistilteininum að Baldri i i hinum hvíta? i f Sjá svör á bls. 13. i SKRÍTLUR. Stjórn hlutafélags sat á ráðstefnu, þegar til- kynnt var, að skrifstofudrengurinn hefði stolið úr skiptimyntarkassanum. Forstjórarnir urðu sár- reiðir, sem von var, en formaður stjórnarinnar sagði: „Minnist þess, herrar mínir, að við byrj- uðum allir í smáum stil.“ Maðurinn: Heyrðu, litli vinur minn, geturðu sagt mér, hvort drengur, sem heitir Maríus Han- sen á heima í þessu húsi? Drengurinn: Hann er ekki heima. En ef þér viljið gefa mér tíu aura, þá skal ég ná í hann. Maðurinn: Þakka þér fyrir. Hérna er tíeyring- ur. Hlauptu þá og náðu í hann. Drengurinn: Það er ég. Skotið í kaf. Það mætti halda, að þessar myndir væru frá stríði fyrr á öldum, en í raun og veru er þetta ein af bráðum þýzkra sprengjuflugvéla. Á efri mynd- inni er skipið þegar farið að hallast, eftir að það hefir verið hæft. Á neðri myndinni er það farið að mara í kafi. Vegna mikillar skipaþurftar eru Bret- ar jafnvel farnir að nota segl- skip til þess að brjóta hafn- bann Þjóðverja.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.