Vikan - 10.07.1941, Síða 5
VIKAN, nr. 28, 1941
5
Qv&hðslcuídjub A&ppní.
i ■ 1111 > 11 ■ 111 ■ ■ • • i ■ ■ ■■ 11 ■ ■ ■ i ■ i ■ ■ ■ ii • ■ i ■ ■ ■ i •
n miiiii ■■ n iii ••■ ii iii i
að var nóg til að fylla hvern mann
skelfingu, hvernig áin, sem var í
vexti, greip bátinn og kastaði honum nið-
ur með straumnum. Við reyndum ekki einu
sinni að róa. Við höfðum nóg að gera við
að halda framstafninum í rétta átt. Mér
finnst, að ég hefði átt að vera nær dauða
en lífi af skelfingu. En ég var ekkert
hræddur. I raun og veru leið mér prýði-
lega, rétt eins og ég hefði fengið nokkur
staup af góðu víni. Ég vissi, að nú yrði
ekki vandi fyrir mig að skýra frá dauða
Dave’s.
Matson-bræðurnir, sem voru risastórir,
svartskeggjaðir menn, höfðu komið frá
kofa sínum niður að ströndinni til þess að
kveðja okkur. Þeir hrópuðu til okkar við-
vörunarorðum og böðuðu út handleggjun-
um, en við gátum ekki heyrt til þeirra.
Hávaðinn í ánni var of mikill. Vatnið var
farið að flæða yfir árbakkana, reif upp
greinar og kletta og þeytti þeim áfram með
straumnum.
Dave leit á mig, þar sem hann sat í stefni
bátsins. Skelfingin skein úr augum hans.
,,Við hefðum ekki átt að reyna þetta!“
hrópaði hann.
„Haltu þér saman,“ sagði ég, „og haltu
árinni niður.“
„Við getum þetta aldrei, Jeff! Við erum
gengnir af vitinu!“
I raun og veru hafði hann á réttu að
stánda. Við hefðum átt að bíða, þangað
til vorflóðin væru farin að minnka. En eins
og mér leið, þá gat ég ekki beðið lengur,
ekki einn einasta dag, jafnvel ekki eina
einustu klukkustund.
Við höfðum þráð að fara vikum saman.
Síðan í febrúar höfðum við ekki séð græn-
an eyri. Það var eins og að vera í helvíti
að sitja þarna skjálfandi í kofanum og
geta ekkert annað gert en stara hvor á
annan og hlusta á vindinn hvína fyrir
utan. Við vorum ungir og áttum 56000
dollara sameiginlega í bankanum í Dur-
ham. Þegar þangað kæmi, mundi lífið
byrja.
Það var hreint ekkert lítið fyrir tvo
unglinga, sem höfðu lokið við námuskól-
ann í Colorado fyrir þremur árum, að vera
búnir að eignast 56000 dollara. Þegar við
yfirgáfum skólann, ætlaði ég að fá mér
vinnu, en Dave fékk mig út í þetta brask
með sér. Það leit hálf vonleysislega út og
fólk hló að okkur og spurði, hvort við
héldum, að við lifðum á 19. öld. En eftir
eins árs leit fundum við gull. Það var
hreinasta hundaheppni. Síðan hefi ég oft
undrast, hvers vegna ég hafi haft Dave
sem félaga. Ég hefði átt að fara einn.
Þegar maður lifir árum saman með ein-
um manni í Utlum kofa, þá getur maður
farið að hata hann mikið. Maður fer að
Smásaga
\ eftir
Oskar Schisgall.
</iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^
hata mátann, sem .hann borðar á, hvernig
hann hrýtur og hvernig hann tautar:
„Sjáðu, hvað sólarlagið er fallegt núna.“
Maður hatar svitalyktina af honum, skrjáf-
ið í rakhnífnum hans og allt, sem hann
gerir. Stundum á nóttunni, þegar hann var
að segja mér, hvað hann ætlaði að gera
við sinn hluta af peningunum, þá var eins
og rödd hans nísti taugar mínar.
Einustu skiptin, sem við sáum annað
fólk, að undanteknum Matsonbræðrunum,
sem bjuggu ofar við fljótið, var í viku-
legu ferðunum okkar til Durham, þar sem
við settum gullið okkar í banka. Við skipt-
umst á að fara þessar ferðir, annar fór,
en hinn hélt áfram að grafa. Dave hafði
farið síðast. Það var í febrúar, svo að ég
hafði ekki komið til bæjarins í næstum
þrjá mánuði.
En það var ekki þess vegna, sem ég var
svona ákafur að fara í dag. Það var hitt,
að ég sá, að ég myndi aldrei geta gefið
skýringu á því, hvernig Dave hefði drukkn-
að í sléttri ánni. En meðan þetta vorflóð
var í ánni, þá gat allt komið fyrir. Ef ég
segði, að bátnum hefði hvolft, ég hefði með
naumindum náð landi, en Dave hefði borizt
með straumnum, hver gat þá borið á móti
því ? Hver gat komið í veg fyrir að ég tæki
þessa 56000 dollara okkar?
Dave leit aftur á mig, og það var enn
skelfing í augum hans. „Kannske að áin
sé betri neðar?“ sagði hann.
Ég kinnkaði bara kolli.
Ég hafði ákveðið að framkvæma það á
einni af hinum breiðu bugðum Missouri.
Með þessu áframhaldi myndum við vera
komnir þangað innan klukkustundar. Ég
hafði fyrir mörgum vikum ákveðið allt út
í yztu æsar. Fyrst ætlaði ég að rota hann
með árinni minni og kasta honum síðan
í fljótið. Að því loknu mundi ég róa að
landi, hvolfa bátnum og sleppa honum og
láta hann berast með straumnum. Auð-
vitað yrði ég ‘að gera sjálfan mig rennvot-
an og staulast síðan fjörutíu, mílur til
Durham. Eri þhð myndi borga sig. Ég
myndi fá 56000 dollara í staðinn fyrir
28000. Það var líka töluverður munur.
Þegar við þutum þarna niður eftir ánni,
gat ég ekki látið vera að minnast þess, að
fyrir tveim mánuðum síðan hafði ég verið
kominn á fremsta hlunn með að myrða
Dave. Ég hafði legið í rúminu með hita
og hálfa nóttina hélt hann vöku fyrir mér
með hrotum. Ég held, að ég hafi verið um
það bil að missa vitið. Ég þaut fram úr
rúminu og dró skammbyssuna mína úr
hylkinu. Ég miðaði á hann í dimmunni.
Þá mundi ég eftir Matsonbræðrunum.
Ef til vill myndu þeir heyra skotið og koma
þjótandi. Dave vaknaði og horfði undrandi
á mig. Það kom fát á mig. Ég tautaði eitt-
hvað um, að ég hefði heyrt til bjarndýrs.
Ég setti byssuna á sinn stað og fór aftur
upp í rúmið. En alltaf síðan hefi ég hugs-
að: Ég hefði átt að gera það. Þá hefði ég
losnað við hann. Þá myndi ég eiga 56000
dollara einn.
Nú bar straumurinn okkur skyndilega
út í miðja ána, og ég hætti að hugsa um
þetta. Það var geysilegur straumhraði í
Missouri. Ég hafði ekki búizt við honum
svona miklum. Allt í kringum okkur flutu
stór tré á ánni og ég varð eins skelkaður
og Dave.
Við reyndum að komast nær landi, en
þegar við komum fyrir bugðuna, óskuðum
við, að við værum úti á miðju fljótinu.
Beint fyrir framan okkur hafði hrúga af
trjám safnazt upp að kletti. Vatnið gus-
aðist yfir hrúguna í æðisgangi, og við vor-
um á hraðri ferð þangað.
Dave öskraði eitthvað. Við kepptumst
við að koma bátnum nær landi. En það
var vonlaus barátta. Áin kastaði okkur
beint að klettunum. Við vorum meira en
50 fet frá landi, þegar við rákumst á.
Oddhvass klettur braut bátinn í spón.
Ég þeyttist út í ána og á kaf. Þegar mér
skaut upp aftur, var ég inni á milli trjá-
greina. Ég greip í eina grein. Vatnið hvít-
fyssaði í kringum mig. En ég hélt höfð-
inu upp úr og gat áttað mig á umhverfinu.
Þegar ég var farinn að styrkjast dálítið,
halaði ég mig eftir greininni og komst upp
á stofn trésins. Stofninn flaut að mestu
ofan á vatninu og lá eins og brú að landi.
Ég lá á hnjánum og hvíldi mig andartak,
meðan löðrið freyddi um mig.
Framh. á bls. 14.
Sjálfboðaliði í hernum.
Angler Bicldle Duke er 25 ára. Hann er frændi
Anthony J. Drexel Biddle, sem er sendiherra
Bankaríkjanna hjá hinum landflótta stjómum í
London. Hér sést hann á leiðinni frá New York
til Fort Dix, þar sem hann ætlar að taka þátt í
eins árs heræfingum. Hann bauð sig fram sem
sjálfboðaliði, þótt hann væri kvæntur og ætti
þriggja ára gamlan son.