Vikan


Vikan - 10.07.1941, Qupperneq 7

Vikan - 10.07.1941, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 28, 1941 7 Henni snérist hugur. Smásaga eftir RAY S. AYER. Sjái maður stúlku með rautt hár og brún augu, er hægt að búast við, að hún sé einbeitt. Nóra var líka ein- beitt, þar sem hún stóð og horfði á unga, háa og herðabreiða manninn, sem stóð fyr- ir framan arininn. Sérhver dráttur í and- litinu bar vott um einbeittni. ,,Nei, Jimmie; það kemur ekki til mála. Alls ekki,“ sagði hún. ,,Ég vil ekki giftast leynilögreglumanni. Sjáðu nú til, Jimmie. Þegar stúlka er að hugsa um að gifta sig, þá vill hún eiga eiginmann og börn. Ég hefi enga löngun til að verða rauðhærða ekkjan hans Jimmie Burk með tvö börn. Guð blessi þau. Nei, Jimmie, ég geri það ekki. Glæpa- maðurinn Red Crane, sem þú sýndir mér á veitingahúsinu um kvöldið, hefir svarið, að hann skuli ná í þig. Ég get ekki þolað það. Þegar ég eignast eiginmann, þá vil ég að hann sé lifandi og í heilu lagi.“ „En, Nóra ...“ „Það er ekki til neins að segja en. Ég er að gera þetta upp. Ég vil ekki giftast leynilögreglumanni. Ég skal vera mamma þín, systir þín, frænka þín eða eitthvað þess konar. En svei mér þá, ég vil ekki vera tilvonandi ekkjan þín. Hérna er hringurinn,“ sagði hún, um leið og hún lagði hringinn á borðið. — „Nú fer ég að hátta. Þú getur verið hér eins lengi og þú vilt og hugsað um málið. Þú veizt, hvar útidyrnar eru. Viltu gjöra svo vel að setja smekklásinn fyrir, um leið og þú ferð. Góða nótt, bróðir.“ , Jimmie var orðinn einn eftir. i En hann vissi ekki, að tárin vættu rauða hárið hennar Nóru á koddanum, löngu eftir að hann var farinn. Þegar Nóra rumskaði morguninn eftir, skein sólin inn um gluggann og skuggam- ir af trjágreinunum fyrir utan dönsuðu á veggnum. Sólin var komin hátt á loft. Nóra vaknaði smátt og smátt. Hún leit á klukkuna. Hún var nærri hálf tíu. Jimmie myndi koma fram hjá húsinu á leið sinni til stöðvarinnar eftir hálfa klukku- stund. Hún fór fram úr rúminu, smeygði sér í greiðsluslopp og inniskó og gekk að spegl- inum. „Nóra mín,“ sagði hún við spegilmynd- ina, „það er hræðilegt að sjá þig. Þú fríkk- ar ekki á að rífast við Jimmie. En þú held- ur fast við þitt, þangað til hann fær sér eitthvað annað að gera.“ ' Hún byrjaði að bursta á sér hárið og taldi hægt. Til hægri sá hún hornið á stóra . tígulsteinahúsinu beint á móti,, sem kast- ! aði skugga á gangstéttina. Ef hún sneri sér f ofurlítið, þá gat hún séð Jimmie koma fyr- | ir hornið, en hún þurfti þess ekki, því að fhún þekkti göngulagið hans á hljóðinu. 1 En núna ætlaði hún ekki að gæta hans < eða fara út í gluggann og veifa til hans, þegar hann færi framhjá. Það var tími til kominn, að hann færi að taka hana al- varlega. „Hundrað og einn, hundrað og tveir,“ Framh. á bls. 13. Jimmie brosti hæðnislega. „Sá náungi. Gleymdu honum. Hann myndi aldrei gera öðrum en konum og börnum mein. Ég tek í hnakkadrambið á honum einhvern dag- inn.“ Nóra kinkaði kolli. „Ég þekki þess hátt- ar. Ég hefi heyrt pabba tala svona líka. Ég mætti sjúkrabílnum, þegar hann keyrði pabba heim, sundurskotinn og blæðandi. Ég heyrði, þegar ég stóð fyrir utan dyrnar á herberginu hans, hvernig hann veinaði af kvölum upp úr svefninum. Ef ég ætti að hafa tvo menn til að þjázt með, þá væri úti um mig.“ „En Nóra, elskarðu mig þá ekki lengur?“ „Jú, kjáninn þinn! Elsku kjáninn minn, víst geri ég það. En ég vil ekki giftast leynilögreglumanni." Nóra stappaði í gólf- ið til að leggja enn meiri áherzlu á síðustu orðin. „Þú, sem ert útlærður verkfræðing- ur, villt verða leynilögreglumaður. Gerðu það bara. En ég giftist þér ekki, fyrr en þú ert búinn að taka þér hættuminna starf fyrir hendur.“ „En hvað finnst þér þá um pabba þinn? Hann er leynilögreglumaður.“ Nú var Jimmie orðinn alvarlegur. „Clancey leyni- lögregluforingi er eínn hinna mest virtu embættismanna landsins.“ „Já, ég veit það,“ málrómur Nóru varð biðjandi. „Það er þess vegna, sem ég hefi tekið þessa ákvörðun. Ég hefi séð hár móður minnar grána og hrukkurnar verða dýpri í andliti hennar, því að hún er gift leynilögreglumanni. Ég hefi verið með henni, þegar hún hefir gengið um gólf í skelfingu nótt eftir nótt, þegar pabbi hefir verið að eltast við glæpamenn. Ég gæti ekki afborið það. Mig vantar kjark til þess.“ Maggi og Raggi. Maggi: Nú, héma ertu! Heyröu, hver er þessi litli patti þarna niðri, þessi Óli? Raggi: Já, hvaða pési er það eiginlega? Er hann eitthvað skyldur okkur? Systirin: Góðan daginn, drengir! Það var verst, að ég skyldi ekki vera niðri, þegar þið komuð inn. Eruð þið búnir að heilsa Óla? Er hann ekki guð- dómlegur ? Systirin: Ég lét ykkur ekki vita það fyrr, því að það átti að koma ykkur að óvörum. Óli er litill, enskur drengur. Hann á að vera hér hjá okkur, þang- að til stríðið er búið. Er það ekki dásamlegt? Maggi: Nú, það er þá svo- leiðis. Er hann landflóttamað- ur ? Systirin: Nei, nei. Hann var bara sendur hingað vegna loftárásanna. Ég bauðst til að taka bam og Óli var sendur. Við vorum mjög heppin og nú verðið þið að sjá um að skemmta honum! Raggi: Auðvitað gerum við það! Er það ekki, Maggi? Maggi: Auðvitað! Systirin: Jæja, komið þið nú niður. Þið verðið að leika við hann á meðan ég hefi fata- skipti. Hann verður svolítið „einkennilegur", þangað til hann fer að venjast. Farið þið og sýnið honum umhverfið og reynið að láta hon- um finnast, að hann sé heima hjá sér. Maggi: Gott og vel! Raggi: Allt í lagi!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.