Vikan


Vikan - 10.07.1941, Side 12

Vikan - 10.07.1941, Side 12
12 VIKAN, nr. 28, 1941 búinn að því, fór hann til Clare og klappaði á öxlina á henni. „Verið þér vongóðar," sagði hann. „Nú er fyrsta þætti lokið.“ Clare leit á hann og reyndi að brosa. Það tókst með erfiðismunum. Mick gekk til Vincent, er var sem steini lostinn. „Jæja,“ sagði hann. „Ég vann 4—5 mínútum áður en fresturinn var útrunninn. Áður en þér komið næsta slagsmáli í kring, þá viljið þér kannske vera svo góður að sjá fyrir mótstöðu- manni, sem getur slegizt. Crossley er of litilfjör- legur fyrir mig. Ég var altaf hræddur um að ég mundi meiða hann alvarlega! Það hlýtur að vera ekla á góðum hnefaleikamönnum i Kali- forníu." Crossley lá eins og liðið lík. Siguför hans var á enda. XVIII. KAPlTULI. Harðir kostir. ,,Jahá,“ sagði Vincent og fékk sér vindil úr vindlaveski sfnu, sem var úr gulli. „Ég hafði rangar hugmyndir um yður, Cardby. 1 sannleika sagt, þá átti ég ekki von á, að þér yrðuð í tölu lifandi mann'a á þessu augnabliki. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég sé Crossley liggja flatan á gólfinu. Þér gáfuð honum það, sem hann hafði gott af. Nú fer ég fyrst að skilja, af hverju fólk er hálf hrætt við yður, hér á þessu landi. Er það margt fleira, sem þér kunnið eins vel og hnefaleik ?“ „Fáeinir hlutir. Hvað er næsti liður á dagskrá, Vincent? Þér voruð ekki heppinn með fyrsta liðinn. Hvað er nú næst?“ „Ég er einmitt að hugsa um það. Þér skuluð setjast ofurlitla stund hjá henni vinkonu yðar, á meða ég er að velta því fyrir mér.“ Fino hlustaði undrandi á þessar samræður. Hann hafði aldrei vitað til þess fyrr, að Lefty Vincent vissi ekki nákvæmlega, hvaö hann ætl- aðist fyrir. Mick settist hjá Clare og néri hnú- ana. Þeir voru sárir og blæddi ofurlítið úr þeim og hann fann til sársaufta í handleggjunum. Clare tók upp vasaklút og þerraði blóðið af munni hans. Mick hafði ekkert hugsað um skrám- urnar, sem hann hafði fengið. Þær voru ekkert í samanburði við þá útreið, sem Crossley hafði fengið, enda lá hann enn á gólfinu og blóðið lak úr nefinu á honum. „Mick, hvíslaði Clare. „Ég er sannfærð um, að það skeður eitthvað hræðilegt. Ég hefi aldrei séð Vincent svona á svipinn áður. Þér hefðuð átt að sjá framan í hann, á meðan slagsmálin stóðu yfir. Mér var að verða ilt af skelfingu. Og Fino sagði rétt áðan, að foringinn liti út rétt eins og hann ætlaði að rifna af reiði.“ „Satt að segja, þá er ég orðinn svo vanur hnjaski núna, að ég sezt bara niður og bíð eftir því, sem á að koma næst. Það er þó að minnsta kosti áreiðanlegt, að Crossley kemur ekki við sögu meira. Og hvað svo sem Vincent ákveður, er það þó staðreynd, að við erum bæði lifandi enn þá, og það getum við verið þakklát fyrir.“ „Ég veit, að þér eruð að reyna að tala í mig kjark með þessu, Mick. En ég er búin að segja yður það oft áður; þér þekkið Vincent ekki eins vel og ég. Maðurinn lítur út, eins og hann sé að finna upp á einhverju djöfullegu, það skín út úr honum. Lítið þér bara á hann.“ Mick sat álútur og studdi höfuðið í höndum sér. Hann lyfti augnalokunum og horfði á Vin- cent í gegnum augnhárin. Það var satt, sem Clare sagði. Jafnvel Mick hrökk ofurlítið við, þegar hann leit á hann. Andlit Ameríkumannsins var náfölt og augun glömpuðu einkennilega. Hann herpti munninn saman og strauk stöðugt eftir rúmfötunum beggja megin við sig. Hann ein- blíndi svo mikið á vegginn, að hann virtist ekkert sjá. VIPPA-SÖGUR Vippi leitar að fjársjóði. _____ BARNASAGA. ---- Dað var eldsnemma morguns og yndislegt veður. Tjaldbúamir voru komnir á kreik, af því að í úti- legu sofa menn létt og eru ekki lengi að tvinóna við að risa úr rekkju, þegar sólin skin glatt á tjaldið og þeir eiga von á því, að dagurinn verði góður og skemmtilegur. En Vippi var ekki vaknaður. Hann svaf í stórum og hlýjum bilstjóra- vettling í einu tjaldhorninu og hraut enn þá, ekki þó háum hrotum, þvi að allt er lítið hjá þessum vini vor- um. Annars var Vippi mesti morgun- hani, vaknaði venjulega fyrstur allra og gekk að hverjum svefnpokanum á fætur öðrum og kleip í nefið á tjaldbúunum og sagði: „Vakna! Vakna! Það er komið langt fram á morgun!“ Þau höfðu beðið hann að vekja sig, er þau sáu hve árrisull hann var og tóku það ekkert illa upp, þótt hann gerði það með því að klípa í nefið á þeim. En nú svaf Vippi — steinsvaf, þótt allir aðrir væru vaknaðir í tjaldinu „Hvað gengur að litla greyinu ?‘ sagði Kata. „Hann hlýtur að vera lasinn. Hann er ekki vanur að sofs svona lengi.“ „Við skulum syngja eitthvað og vita, hvort hann vaknar ekki,“ sagð) hin stúlkan. Og svo sungu þau öll fullum hálsi: „Gott er að sofa í morgunmund, margt ber í draumana þá“ o. s. frv. En Vippi rumskaði ekki. „Klípið þið svolítið í nefið á strákn- um," sagði annar pilturinn hlæjandi. „Hann á það inni hjá okkur, að það sé komið við nebbann á honum, fyrst hann er ekki vaknaður enn þá.“ „Ég skal klipa í nefið á honum," sagði hinn pilturinn. „Nei, nei, nei!“ sagði Kata. „Látið þið mig um það! Þú gerir það svo fast. Þú getur meitt hann.“ Hún beygði sig niður að honum og kleip hann i nefið og sagði: „Vakna! Vaknaðu, Vippi! Það er komið langt fram á morgun!" Vippi umlaði eitthvað í svefnrof- unum. Það var í fyrstu óskiljanlegt. Svo heyrðu þau greinilega, að hann sagði upp úr svefninum: „Ég vil fara aftur í tjaldið, Stína." „Hann getur bara ekki vaknað," sagði Kata. „Og hann er að dreyma einhverja Stínu.“ „Svona, krummi minn, vertu nú blessaður," tautaði Vippi. „Við skulum vekja strákinn!" sagði annar pilturinn. „Nei,“ sagði Kata. „Nú er það ég, sem ræð! Við lofum honum að sofa út. Nú skuluð þið fara í gönguferð til hádegis, en ég ætla að vera heima hjá Vippa.“ Og svo varð Kata ein eftir hjá Vippa. Hún gerði þetta, af því að hún hélt, að hann væri kannske orð- inn eitthvað veikur. Vippi vaknaði um klukkan ellefu. Kata spurði hann strax, hvort hann væri lasinn. Hann þverneitaði því, en var öðruvisi en hann átti að sér að vera, svo að Kata sá, að eitthvað hlaut að ama að honum. Hún spurði hann og spurði, og í fyrstu vildi hann ekki gefa henni greið svör. En af því að hún var ósköp góð við hann, lét hann að lokum undan og sagði henni það, sem hér fer á eftir. Vippi hafði sofnað um sama leyti og hinir tjaldbúamir kvöldið áður. En eftir dálitla stund vaknaði hann aftur og varð andvaka. Þá fór hann að hugsa um hitt og þetta, eins og mönnum er títt, þegar þeir liggja vakandi og geta ekki sofið. Eitt af þvi, sem honum datt í hug, var sagan um gullið á Arnartindi, sem maður þarna úr sveitinni hafði verið að segja tjaldbúunum frá daginn áður. Arnartindur var á þverhníptu fjalli, sem sást vel frá tjaldinu. Þang- að upp hafði enginn maður komizt. Tindurinn var ókleifur. Óskaplega Svefnpokin hans var bílstjóra- vettlingur. stór örn átti þarna hreiður. En það var annað enn merkilegra við tind þennan. Þar var geymdur fjársjóður. Um það var til eldgömul munnmæla- sögn. En ekki var til nein skýring á því, hvemig fólk vissi, að fjársjóður- inn var þama, fyrst engum hafði tekizt að komast upp á tindinn. Þegar Vippi lá nú þarna glaðvak- andi og gat með engu móti sofnað og var að hugsa um þessa sögu um fjársjóðinn á Arnartindi, þá greip hann áköf löngun til að komast þangað og sjá fjársjóðinn. Hann skreið því úr vettlingnum og undir tjaldskörina og út. Veðrið var dásam- legt: blæjalogn og sæmilega bjart. Vippi gekk af stað og stefndi á Amartind. Þegar hann var kominn upp á fell eitt lítið, nam hann staðar til að hvíla sig og settist á stein og hugsaði ráð sitt. Honum var það vel ljóst, að ekki kæmist hann gangandi upp á tindinn. Allt í einu kom hann auga á marga hrafna innar á fellinu. Hann stóð upp og gekk þangað. Þar var þá hrafnaþing og forseti þingsins var einmitt vinur hans frá Fögru- brekku. Vippi gekk til hrafnsins og sagði honum frá ráðagerð sinni, að hann vildi komast upp á Arnartind og sjá fjársjóðinn. Hrafninn krunkaði: ,,Já, ég skal fljúga með þig þangað, en ég er hræddur við örninn og þori ekki að láta hann sjá mig. Ef hann er heima, þá sný ég aftur með þig.“ Vippi gekk að þessu og settist á bak krumma og hann flaug af stað upp í loftin blá. Hrafninn fór að öllu varlega, en er hann kom hvergi auga á örninn, hætti hann sér að tindinum og sett- ist þar. Og nú fór Vippi að leita að fjár- sjóðinum — en fann ekkert nema grjót, kalda steina. En skyndilega heyrðist þytur i lofti. Vippi var nokkuð langt frá hrafninum og sér til mikillar skelf- ingar, sá hann, að krummi flaug i mesta ofboði burtu frá Arnartindi. örninn var að koma og krummi hræddist hann! Og þama stóð Vippi aleinn uppi á Arnartindi og honum var kalt og hann var hræddur. Hvernig kæmist hann nú í burtu aftur. Hann faldi sig bak við stein, því að hann var líka hræddur við þennan voðalega stóra fugl. Svona kúrði Vippi lengi nætur. Loks gafst hann upp á þvi og gekk- skjálfandi á beinunum til amarins. Hann sagði erninum sögu sína og bað hann ásjár. „Þú ert fáráðlingur," sagði örninn. „Mennirnir halda, að hér sé fjársjóð- ur, af því að þeir komast ekki hing- að. Seztu á bakið á mér. Ég skal fljúga með þig niður og trúðu svo ekki næsta daginn öllu, sem þér er sagt.“ Svona stóð á því, gð illa gekk að vekja Vippa litla um morguninn. Hann hafði vakað alla nóttina. Kata trúði varla sögunni, en af því að Vippi átti í hlut varð hún að gera það. Hann getur margt, sem öðmm er ómögulegt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.