Vikan


Vikan - 10.07.1941, Síða 14

Vikan - 10.07.1941, Síða 14
14 VIKAN, nr. 28, 1941 Óverðskulduð heppni. Framh. af bls. 5. Þá sá ég Dave allt í einu. Hann var flæktur í greinar nokkrum fetum frá mér. Hann stríddi við að ná taki á greinunum og reyndi að halda höfðinu upp úr vatn- inu. Hann hvarf annað slagið, en skaut jafnharðan upp aftur og skelfingin skein úr augum hans. Það var eitthvað einkenni- legt við hendur Daves. Hann virtist ekki geta gripið um greinarnar. Hreyfingar hans urðu þunglamalegar og hægar. Hann sökk dýpra og dýpra. Ég hugsaði ánægð- ur: Það er úti um hann. Ég þarf ekkert að gera til þess. Hann er að sökkva. En allt í einu fannst mér þetta ekki geta farið svona. Ég veit ekki, hvað gekk að mér. Ég býst við, að ég hafi orðið rugl- aður, af því að ég vissi allt í einu, að ég gat ekki látið hann drukkna fyrir augun- um á mér. Ég skreið til hans og náði í hálsmálið á skyrtunni hans. Ég togaði í hann af öllu afli og náði honum upp á trjá- stofninn til mín. Þá sá ég, að vinstri fótur hans var brotinn. Þegar ég var að draga hann eftir stofninum til lands, leið yfir hann. Ég var sjálfur aðframkominn og varð að hvíla mig við hliðina á honum. Það voru f jörutíu mílur til Durham, en ég vissi, að kofinn hans Jabez gamla Pott var sex mílur héðan. Ég var fimm klukkustundir að bera Dave þangað. Á fimm mínútna fresti varð ég að leggja hann niður og hvíla mig. Þegar Jabez sá fótinn á Dave, hristi hann höfuðið og sagði: ,,Þú verður hérna hjá honum. Hann getur ekki gengið. Ég fer ríðandi til Durham og sæki lækninn." Dave og ég urðum því eftir í kofa Jabez gamla. Dave lá á fleti fyrir framan eld- stæðið. Ég bjó um fótinn á honum eins vel og ég gat, og fór svo að hita mér kaffi. Tveim stundum síðar lauk hann upp aug- unum. Hann horfði lengi á mig og brosti svo. Brosið var veikburða og sársauka- kennt. „Þakka þér fyrir, Jeff,“ hvíslaði hann. Það urraði ofurlítið í mér. Eftir stundar- korn sagði hann: „Mér finnst ég vera auð- virðilegt kvikindi.“ Ég var undrandi. „Af hverju?“ spurði ég. „Hvernig ég hefi komið sjálfum mér til að hata þig upp á síðkastið. Ég var hætt- ur að treysta þér.“ „Við skulum gleyma því,“ sagði ég. „Nei, Jeff. Ég verð að leysa frá skjóð- unni og létta af samvizkunni. Það fer hroll- ur um mig, þegar ég hugsa til þess, hvað ég var nærri búinn að gera þér í dag.“ Ég starði á hann. „Hvað ertu að tala um?“ „Það byrjaði fyrir nokkuð löngu síðan. Manstu eftir nóttinni, þegar ég vaknaði og þú stóðst með byssu á gólfinu? Jeff, ég hélt, að þú værir að gera tilraun til þess að myrða mig. Þá fór ég að hata þig. Ég fór að hugsa um, að ef þú myrtir mig, þá skyldir þú ekki fá einn einasta eyri af pen- ingunum. Nú ferðu sjálfsagt að hlæja að mér, Jeff. En seinast þegar ég fór til Dur- ham, tók ég alla peningana út úr bank- anum.“ „Hvað segirðu?" „Alla peningana, já. Ég setti þá í bank- ann í Wayville á mitt eigið nafn, svo að þú gætir ekki hreyft einn einasta eyri.“ Hann lokaði augunum og það sló út í fyrir honum. „Guð minn góður, Jeff. Ef ég hefði drukknað í dag, þá hefðir þú aldrei fengið einn einasta eyri!“ Það er alveg áreiðanlegt. — Það er ómögulegt að segja annað en Charles Spring frá Springfield í Ohio sé einstakur maður. Hann leikur bæði sígild lög og danslög með nefinu á harmoniku. * í bænum Burton-on-Trent í Englandi er vatnið svo dýrmætt, að það er ekki notað til drykkjar. Það hefir þann eiginleika, að það er ómissandi við ölbruggun, sem er aðal iðnaður bæjarins. Allt vatnið fer í brugghúsið, en vatnið, sem íbúarnix fá, er dælt til bæjarins annars staðar frá. Á miðöldum trúðu margir því, að stjörn- umar væru ljósgeislar, sem skinu í gegn um gólfið í himnaríki. Moselek í Iran er eini bærinn í heiminum, þar sem húsþökin mynda heilar götur. Bærinn liggur utan í fjallshlíð og húsin eru langar raðir af einlyftum húsum. Þök- in á einni húsaröð eru svo notuð sem gata fyrir næstu húsaröð fyrir ofan. * Því er haldið fram, að hanzkarnir séu eina fatið, sem notað hefir verið allt frá dögum hellisbúanna. Eftir því sem tím- arnir liðu, hafa þeir verið notaðir á marg- an hátt. Meðal annars til þess að vernda fingurna, svo að menn brenndu sig ekki á heitum matnum, áður en hnífar og gaflar komu til sögunnar. * Reglur fangelsa eru mjög mismunandi víða í heiminum. í Belgíu eru fangarnir hafðir algjörlega einangraðir í tíu fyrstu árin, sem þeir eru að taka út hegningu sina. I Rússlandi fá þeir fangar, sem eru bændur, fjögra mánaða frí um uppskeru- tímann. I Madrid er sérstök barnadeild í kvennafangelsunum, þar sem mæðurnar geta fengið að vera með börnum sínum nokkrar klukkustundir á dag. * Stærsta og verðmesta mynt í heiminum var notuð í Alaska fyrir hundrað árum. Það voru koparplötur, sem voru 2'/2 m. á lengd, 1% m. á breidd, 40 kg. að þyngd og samsvöruðu 2500 dollurum. Það er auð- séð, að þær voru ekki sérlega handhægar. Vikunnar. Lárétt skýring: — 1. amboð. — 3. hyggilega. — 9. klæðnað. — 12. hljóta. — 13. sull. — 14. opna. — 16. kvæði. — 17. sverð. — 20. gizka. — 22. kraftar. — 23. hest. — 25. barði. — 26. trylli. — 27. setja saman. — 29. verk. — 31. plóg. — 32. ól. — 33. slabb. — 35. ánægð. -—■ 37. Káinn. — 38. hamra. — 40. get. — 41. ljósgjafi. ■—■ 42. veiðir. — 44. aldur. — 45. botn. — 46. flókið. — 49. tinda. — 51. á fæti. — 53. nauðung. ■— 54. borðaði. — 55. vond. — 57. hreyfi. — 58. eldstæði. — 59. erti. — 60. klíningur. — 62. hundsnafn. — 64. borðandi. — 66. sár. — 68. fugl. — 69. endurtekið. — 71. krassa. ■—■ 74. hlaða. — 76. ull. — 77. taka. — 79. hreyfingarlaus. -— 80. tenging. -— 81. angur. — 82. vistageymslu. — 83. maður. Lóðrétt skýring: — 1. hvassviðri — 2. lina. — 3. leiði. — 4. guði. — 5. iagabálkur. — 6. sagn- mynd. — 7. upphlaup. — 8. kraftar. — 10. sel. — 11. frávita. — 13. illmenni. — 15. flón. — 18. land. — 19. grænmeti. — 21. tízku. — 23. pressa. — 24. herbergi. — 26. mikill. — 27. illsku- bragðs. — 28. mjög marga. — 30. viðkvæm. — 31. dráttardýr. — 32. ávextir. -— 34. á litinn. — 36. refur. — 38. nefna. — 39. notum. — 41. nögl. ■— 43. vagga. — 47. iðka. — 48. dýr. — 49. fýsn. — 50. eldstæði. — 52. tré. — 54. mjólkur. — 56. hrip, — 59. færðu. — 61. sterkur. -— 63. hand- legg. — 64. uppvægar. — 65. fjallsöxl. — 67. sein. — 69. skógarfugl. — 70. skaði. — 72. næði. — 73. álpast. — 74. eldur. — 75. býli. — 78. glíma. — 79. húsdýr. Lausn á 95. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. hýr. — 3. kenndur. — 9. ama. — 12. úr. — 13. gæla. — 14. órar. — 16. af. — 17. kafald. — 20. glefsa. — 22. ána. — 23. bát. — 25. lin. — 26. æra. — 27. hagan. — 29. ræk. — 31. áti. -—- 32. þur. —- 33. góa. — 35. söm. — 37. tt. -— 38. hagmæltur. — 40. ra. — 41. Lárus. — 42. samar. — 44. hrök. — 45. sápa. — 46. norsk. — 49. óáran. — 51. gá. — 53. tjaldstað. — 54. tá. — 55. arg. — 57. áma. — 58. tak. — 59. gor. — 60. sef. — 62. akfær. — 64. dug. — 66. fas. — 68. auð. — 69. sæl. — 71. snautt. — 74. aumleg. — 76. jó. — 77. kúri. — 79. enni. — 80. fá. — 81. áta. — 82. fúllynd. — 83. mat. Lóðrétt: — 1. húka. — 2. ýra. — 3. kæla. — 4. eld. — 5. na. — 6. dó. — 7. urg. — 8. rall. — 10. mas. — 11. afar. — 13. gana. — 15. reir. — 18. fári. — 19. tág. — 21. fnæs. — 23. barms. — 24. tagls. — 26. ætt. — 27. hugulsama. — 28. nótabátar. — 30. kör. — 31. átthaga. — 32. þar. — 34. aum. — 36. magasár. — 38. Hákot. — 39. rasað. — 41. lön. — 43. rán. — 47. rjá. — 48. klaka. — 49. óstæð. — 50. rak. — 52. árs. — 54. tog. — 56. gefa. — 59. gull. — 61. fauk. — 63. fum. — 64. dæmi. — 65. ásjá. — 68. stúf. — 69. sund. — 70. ógát. — 72. nót. — 73. trú. — 74. ann. — 75. efa. — 78. il. — 79. ey.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.