Vikan - 05.03.1942, Page 13
VIKÁN, nr. 5, 1942
/
13
Glataða dóttirin.
Hvers vegna segið þér mér ekki
söguna hennar langömmusystur
" yðar?“ sagði ég við Don Eduardo,
sem átti einhverjar stærstu ekrurnar í
ríkinu Guerrero, og sem enn þótti ákaf-
lega gott sherry og hafði gaman af að
segja sögur.
„Ég skal segja yður söguna með mestu
ánægju, Senor,“ sagði Don Eduardo og
horfði hugsandi ofan í tómt glasið sitt.
„Moises," kallaði ég til þjónsins. „Annað
glas af Amontillado handa Don Eduardo.“
Eftir að Moisés hafði fyllt glas Don Edu-
ardos, byrjaði hann strax á sögunni.
„Senor, langömmusystir mín, Gloria
Mereedes Mazon de la Pena var í raun og
veru mjög einkennileg kona. Hún var alin
upp í Guadaljara og var fegurri en nokk-
urt blóm. Hún hafði græn augu, rauðgyllt
hár og hörund, sem var hvítt eins og fíla-
bein og í viðbót við allan þennan yndis-
þokka hafði hún töfrandi fagra söngrödd.
Þegar Gloria var átján ára gömul yfirgaf
hún Guadalajara og fór til Mexico City,
ekki af því, sem þér haldið, heldur vegna
þess að hún var orðin leið á fjölskyldu
sinni, sem þrátt fyrir göfugar ættarvenj-
ur, var ákaflega broddborgaraleg og vana-
föst, og vinir Gloriu voru engu betri. Brott-
för Gloriu vakti auðvitað geysilegt hneyksli
í Guadalajara. Aldrei fyrr hafði slíkt kom-
ið fyrir í allri sögu Mazon de la Pena fjöl-
skyldunnar. Það er óþarfi aðtakaþað fram,
að Gloria var strax gerð arflaus. Upp frá
þeim degi var nafn hennar aldrei nefnt af
meðlimum Mazon de la Pena ættarinnar.
Hvað þeim viðvék, var eins og Gloria hefði
aldrei fæðzt i þennan heim.
Flest allar konur, sem komá félitlar og
vinasnauðar til Mexico City, þjást og líða
mikið, en þannig var það ekki um Gloriu.
Löngu áður en Gloria hafði eitt seinasta
skilding sínum, var hún búin að fá eig-
anda fjölsóttasta veitingahússins til að
ráða sig sem söngkonu. Þremur mánuðum
seinna var hún ekki einungis vinsælasta
söngkona Mexico City, heldur einnig eftir-
sóttasta kona borgarinnar. Stjórnmála-
menn, hershöfðingjar, rikir ekrueigendur
og jafnvel óbrotnir borgarar skriðu fyrir
fótum hennar og jusu yfir hana gjöfunum.
En Gloria hafði aldrei neinar dýpri tilfinn-
ingar fyrir þeim. Að vísu varð hún sem
snöggvast ástfangin af ljóðskáldi og seinna
fiðluleikara, en það kom í ljós, að hvorugur
þessara ungu manna var nægilega vel f jáð-
ur til að halda áhuga hennar vakandi í
lengri tíma.
Eftir fáein ár varð Gloria leið á Mexico
City. Þar gat hún ekki unnið sér nægilega
hylli og frama, svo að hún ákvað að fara
til Evrópu. Sú staðreynd, að hún hafði ekki
lagt einn einasta eyri til hliðar, stóð ekki
í vegi fyrir áformum hennar. Hún fór strax
að daðra við hershöfðingja nokkurn, lof-
S m á s a g a
eftir Kim Schee.
aði að verða ástmey hans fyrir vissa fjár-
upphæð, sem skyldi greidd fyrirfram.
Kvöldið, sem fyrsta stefnumót þeirra hafði
verið ákveðið, yfirgaf hún hershöfðingj-
ann og fór til Vera Cruz. Það var sagt, að
vesalings hershöfðinginn, sem var bæði
uppstökkur og hafði of háan blóðþrýsting,
hefði fengið slag sama kvöldið. Hvort það
hefir verið vegna peninganna, sem hann
hafði greitt fyrirfram, eða vegna stúlkunn-
ar, er ómögulegt að segja, því að hann
gat aldrei talað framar og dó nokkrum
vikum seinna og lét eftir sig heitt elskaða
eiginkonu og níu börn, sem öll syrgðu
hann.
Gloria vakti strax geysilega athygli í
Evrópu. Hún söng í dýrustu veitingahús-
um og sönghöllum allt frá Konstantínopel
til London. Hún var tízkufyrirmynd í öll-
um þeim löndum, sem hún ferðaðist um og
hún hélt áfram að ganga í augu karlmann-
anna. Dagblöðin skrifuðu ótrúlegustu sög-
ur um líf hennar í Mexico og var alltaf
lögð áherzla á, að hún væri af einni rík-
ustu og tignustu ætt Mexico. En Gloria
varð brátt leið á öllum þessum fagurgala.
Þessar skepnur, eins og hún kallaði menn-
ina, sem alltaf voru í kringum hana, voru
ekki lengur skemmtilegir. Hún þóttist nú
Z %
1 Dægrastytting
Orðaþraut. '
AL A
F AR
Æ S A
L I N
Æ L A
LlN
AUS
Ý S A
Fyrir framan hvert þessara orða á að setja
einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir
lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt
orð. í>að er nafn á íslenzku fjalli.
Heilabrot.
1. ,,Hvað verðið þér gömul á næsta afmælis-
degi yðar?“ spurði telpa unga stúlku.
,,Það getur þú sjálf reiknað út, þú ert svo
dugleg að reikna. Aldur minn er þrisvar sinnum
hærri tala en mánaðardagurinn, sem ég er fædd
á, og helmingi hærri en tala mánaðarins í árinu.
Ef allar tölurhar eru lagðar saman, aldur minn,
tala mánaðarins í árinu og mánaðardagurinn, þá
koma út fjörutiu og fjórir. Reiknaðu nú út, hve
gömul ég er, og hvenær ég á afmæli.“
Telpan reyndi og henni tókst það.
2. Hvaða vagni er ekki hægt að aka í?
Sjá svör á bls. 14.
sjá, að það, sem hana vantaði, var ást,
óbrotnir lifnaðarhættir og um fram allt að
vera ekki fræg. En þessi breyting í lífi
hennar var ekki algjörlega frumleg. Gloria
hafði komizt mjög við af meðferð Söruh
Bernhardts á hlutverki „Kamilíufrúarinn-
ar“, og allt í einu hafði henni orðið það
ljóst, að þetta fjölbreytta líf, sem hún
hafði lifað, var henni ekki samboðið, og
það mundi að lokum eyðileggja hana eins
og Kamilíufrúna. Þannig stóð á því, að
Gloria lék hlutverk Kamilíufrúarinnar um
stuttan tíma, og hún fann sér líka Armand
og eftir mikla umhugsun hafnaði hún öll-
um veraldlegum gæðum og flutti í lítið
hús í Normandy.
En þetta tímabil varð samt sem áður
mjög stutt og ólánssamt. Eftir þrjá mán-
uði var Gloria komin aftur til Parísar, far-
in að syngja á veitingahúsi og Armand
hennar var aðeins bitur minning. Tilbreyt-
ingaleysi fuglakvaksins, einveran í sveit-
inni og þessar venjulegu deilur elskenda
þreyttu Gloriu fljótlega, og eftir það lýsti
hún „Kamilíufrúnni“ sem „pura caca“, sem
ég vona að Frakkar reyni áldrei að þýða.
Næstu fimm árin var Gloria oftast í
París. En vinsældir hennar sem söngkonu
fóru 'að réna. Það varð stöðugt minna og
minna um atvinnu, þangað til Gloría var
komin í burt, og enda þótt karlmennirnir
sveimuðu enn í kringum hana, þá hafði hún
misst hæfileikann til að nota sér þá. I
fyrsta sinni á ævi sinni gat Gloria ekki
fundið neina lausn á málum sínum, og þá
fór húíl að biðjast fyrir eins og sanntrú-
aðri kaþólskri konu sæmir.
Stuttu síðar fór Gloria að þjást af ein-
kennilegum þrautum í maganum. Hún fór
til læknis síns, og eftir að hafa skoðað
hana, lýsti hann því yfir, að hún væri með
gallsteina, og að það yrði að skera hana
upp hið fyrsta. Gloria fann á sér, að þessi
uppskurður yrði hættulegur, og þetta
fannst henni vera svar við bænum sínum.
Guð hafði fundið úrlausn. En ef hún ætti
að deyja, varð hún að deyja á eins stór-
fenglegan hátt, og hún hafði lifað, svo að
hún tók að undirbúa dauða sinn af engu
minni leikni en hún hafði lifað lífinu. Með
aðdáunarverðri ró útvegaði hún sér bezta
skurðlækninn í París til að framkvæma
uppskurðinn. Síðan valdi hún skrautleg-
asta herbergið í dýrasta spítalanum og lét
setja ný húsgögn í það og fylla það af
sjaldgæfustu og dýrustu blómunum, sem
fengust.
Fáeinum dögum seinna, þegar hún var
lögst á spítalann, lét hún kalla á forstöðu-
mann spítalans og talaði lengi við hann:
Hún byrjaði á að segja honum, að ef svo
skyldi fara, að hún kæmist ekki yfir upp-
skurðinn, þá ætlaði hún að semja erfða-
skrá og arfleiða spítalann að öllum eign-
um og ekrum, sem hún hefði erft eftir hina
frægu fjölskyldu sína í Mexico. Hún hafði
orð á, að þetta mundi vera nokkurra mill-
jóna virði eða meira. I staðinn vildi hún
láta stjórn spítalans undirskrifa samning,
þar sem spítalinn ábyrgðist að sjá um