Vikan


Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 2
VTKAN, nr. 4, 1943 2 P ósturinn Kæra Vika! Ég óska þér gleðilegs nýárs með þökk fyrir liðna árið. Ég hefi aldrei leitað til þín fyrr, en vona að þú svar- ir samt spurningu minni. Hver er munur á mannsnafninu SIGÞÓR og SIGURÞÓR? Er þetta sama nafnið eða tvö nöfn? Hver er merkingin? Vona að þú virðir mig svars í næsta tölublaði Vikunnar. Þöngulhaus. Svar: Munurinn er enginn nema sá, að Sigþór er eldri orðmynd og upp- runalega er nafnið komið úr goða- fræðinni. Kæra Vika! Við erum hér tveir ungir piltar, og okkur langar til að spyrja, hvort Vikan ætli ekki að efna til kosningar um fegurðardrottningu fyrir árið 1943. Við þökkum hið væntanlega svar. Áki og Narfi. Svar: Ekki höfum vér hugsað oss það. Undirritaðar óska eftir að komast 1 bréfasamband við pilt eða stúlku, helzt skáta, 16—20 ára. Guðrún Gísladóttir, Hnappavöllum, öræfum, V.-Skaftafellssýslu. Jóna A. Hannesdóttir, Núpsstað, V.-Skaftafellssýslu. Kæra Vika! Kunningi minn var að þræta við mig um daginn um þjóðemi hinna frægu harmonikuleikara, Gellin og Borgström. Hann sagði, að Borg- ström væri danskur, en ég hélt þvi 'fram, að hann væri sænskur, og enn- fremur hélt ég því fram, að Gellin væri danskur. (Veðmál). Ég legg þetta undir þinn dómsúrskurð, kæra Vika. Hafnfirðingur. Svar: Eftir þeim upp lýsingum, sem vér höfum fengið samkvæmt góðum heimildum eru þeir báðir sænskir. Svar til „Ráðþrota“. Það er svo margt, sem við slík tækifæri er hentugt tii gjafa. Fara gjafirnar vitanlega eftir verði því, sem fólk vill borga fyrir þær. Hér eru nokkrar: Silfurteskeiðar; kaffi- eða matarstell; hnífapör; krystal- skálar eða vasar, keramikskálar eða vasar; klukkur; borðdúkar; postu- línsbaukar o. s. frv. Reykjavík, 13. jan. ’43. Gleðilegt ár og þakka góð og gleði- leg gömul ár. Ég er í vandræðum, og sný mér nú til Vikunnar til þess að fá úrlausn. Spumingin, sem ég hefi fram að færa er: Er nokkurs staðar hægt að fá frumreglur fyrir spilið „piket“. Ef svo er, þá væri kaupanda gerður góður greiði með því að visa á þann stað. Með fyrirfram þakklæti. G. M. Svar: Vér reyndum að athuga þetta og árangurinn varð sá, að vér fundum ekki lýsingu á spilinu í bók- um þeim, sem vér höfum við hönd- ina, en komumst svo í samband við mann, sem kann spilið. Hann byrj- aði að lýsa því, en það er ekki hægt nema í svo löngu máli, að það yrði oflangt í „Póstinn". Ef til vill reyn- um vér, við tækifæri, að láta lýsingu á því koma undir fyrirsögninni „Dægradvöl", sem venjulega er á 13. síðu blaðsins. Reykjavík, 21. jan. ’43. Kæra Vika! Ég get ekki látið hjá líða að senda yður nokkrar linur útaf því sem þér segið á bls. 14 í síðasta tölubl. um „Tómthúsmenn". Þá menn hefi ég alltaf heyrt kallaða tómthúsmenn, sem ekki höfðu jarðnæði, og þar af leiðandi engar skepnur, og öðru nafni kallaðir „þurrabúðarmenn". Ég ætla ekki að fara út í neinar deilur um þetta, en hefi hins vegar gaman af að heyra frekari skýringar frá yður um þetta, því ég vil hafa það sem réttara er, og efast ekki um að eins er með yður. — Virðingarfyllst. Sveinn Sveinsson. Svar: Oss er Ijúft að segja yður, hvaðan vér höfum þennan vísdóm um tómthúsmennina: 1 inngangi Árbók- ar Reykjavíkur 1940, eftir dr. Bjöm Björnsson hagfræðing Reykjavíkur- bæjar, stendur m. a.: „Áhrifum borg- aranna á gang bæjarmálanna var enn mjög misskipt, samkv. reglugjörðinni frá 1846. Allur þorri þeirra, tómt- húsmennirnir (þ. e. þeir, sem áttu ekki timbur- eða múrhús, né höfðu borgarabréf) áttu aðeins einn af sex fulltrúum (einn af fjómm áður).“ En þrátt fyrir þetta virðist oss skýring yðar á orðinu líka vera rétt, því að í orðabók Blöndals stendur: tómthús- býli = jordlöst Hus, en tómthúsmað- ur == Strandsidder, Husmand. — Þurrabúðarbýli — Fisker- ellert Dag- lejerhytte, Tomthus. Báta- jrnótor. tmDEOioBiBson dam jónssqn. Lönd leyndardómanna ferðabók eftir Sven Hedin í þýðingu Sigurðar Ró- bertssonar, er komin út í mjög vandaðri útgáfu með 45 myndum, sem flestar eru eftir teikningu höf- undarins. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri. Höfum á lager „Lauson“ rafkveikjumótor, 1 cylind- er, 514 hestafls með skrúfu og öxIL FERRUM UMBOÐS- & HEILDVERZLUN SáXQkaJn; odíAsíoHOA vélnx 0$ iwJí£cb*í SlMNEFNI .FERRUM* SlMP 5206. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII S k r í 11 u r. Ella: Hann Jörundur segir, að ég verði alltaf yndislegri eftir því sem hann sér mig oftar. Sigga: Þá áttu að láta hann koma sem oftast. * Björg: Hvað vildirðu gefa fyrir að hafa eins fallegt hár og ég? Elín: Ég veit ekki. Hvað gafst þú fyrir það ? Véiaverkstœði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753. Skúlatúni 6 Keykjavflr. Sími 5753. FRAMKVÆMIR: Vélaviðgerðir, Vélsmíði, Uppsetningar á vélnm og verksmiðjum. Gjörum víd oq ajörum upp bótamótoro. SMÍÐUM ENNFREMUR: Síldarflökunarvélar, ískvarnir, Rörsteypumót, Holsteinavélar. uiiii!i!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiininiiiiniiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii!i ITiIkynningfráRíkisútvarpinu 1 Ríkisútvarpið vantar starfsmann, karl eða | konu, til þess að starfa í innheimtuskrif- | stofu stofnunarinnar. Áskilin er gagnfræða- | menntun eða önnnr menntun jafn-gild, góð | rithönd og vélritunarkunnátta. Skriflegar | umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri | störf, sendist skrifstofu Ríkisútvarpsins | fyrir Iok þessa mánaðar. | Skrifstofa ríkisútvarpsins, 25. jan. 1943. | ÚTVARPSSTJÓRI. | llllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllitllllllllllllllllllllllillllllilillllli Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.