Vikan


Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 4, 1943 15 Hvernig eiga foreldrar að vera. Framhald af bls. 10. Ein stúlkan skrifar afdráttarlaust: „Mér finnst, að pabbi ætti ekki að koma snöggklæddur á sokkaleistun- um inn í herbergið, þegar gestir eru hjá mér.“ Og önnur stúlka skrifar um þetta atriði: „Þau verða að fara,“ sagði móðir Dorothy, „þessir strákar eiga ekki að sitja hér í allan dag og fylla herbergið af reyk!“ Hún hirti ekki um að lækka röddina. Dorothy leið ákaflega illa út af þessu. Ef hún hólt þeim lengur, mundi mamma hennar segja þeim að fara, og ef hún skipaði þeim að fara, mundu þau aldrei koma aftur. Henni geðjaðist vel að elzta piltinum. — Hvemig getur nokkur móðir fengið sig til þess að setja dóttur sína í þessa aðstöðu." Sannfæring allra barnanna að því, er snertir gestrisni, kemur fram í þessum orðum eins drengsins: „Mæður og dætur, feður og synir ættu öll í sameiningu að gera heimili að stað, þar sem fólki líkar vel að koma og þar sem feður og mæður geta hitt syni og dætur vina og kunningja." SlippfélagSð í Reykjavík h.f. Símar: 2309 - 2909 - 3009. Símnefni: Slippen. Hreinsum, málum, framkvæmum aðgerðir á stærri og minni skipum Fljót og góð vinna. SEIIUM: Saum, galv. og ógalv. — Skipasaum Borðbolta — Skrúfur — Fiskborða- lakk (Vebalac) — Gasluktir — Grastóg 5” og 6”. Skriístofur okkar eru fluttar í HAMARSBYGGINGUNA við Tryggvagötu. H. Benediktsson & Co. Rauðskinna II. 2. hefti af þessu vinsæla þjóðsagnasafni, sem séra Jón Thorarensen hefir safnað, og lengi hefir verið ófáanlegt, er nú aftur komið á bókamarkaðinn. Litið eitt er enn óselt af hinum heftunum. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR. H.f. Eimskipafélag fslands. Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands verð- ur haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 5. júní 1943 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ : 1. Stjóm félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1942 og efnahagsreikning með athugasemd- um endurskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 2. og 4. júní næstk. Menn geta fengið eyðu- blöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 22. janúar 1943. STJÓRNIN. Fró yztu nesjum. Nýtt sagnasafn, sem Gils Gnðmimdsson kennari hefir skráð er komið út. — Gils liefir vakið á sér athygli í blöðum og útvarpi með fróðlegum og skemmtilegum sagnaþáttum, sem mörgum mun leika hugur á að eignast. BÓKAVEKZLIJN ÍSAFOLDAR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.