Vikan


Vikan - 01.04.1943, Page 1

Vikan - 01.04.1943, Page 1
Frœðslumálin á íslandi. Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, hefir skrifað eftirfarandi grein fyrir Vikuna um fyrirkomulag pessara mála hér á landi: r ARIÐ 1907 voru samþykkt á Alþingi iyistu lögin um almenna skólaskyldu og fræðslu barna á aldrinum 10—14 ára. Átti Jón Þórarinsson, skólastjðri í Flensborg og síðar- fyrsti fræðslumálastjóri á Islandi, drýgstan þátt í samþykkt þeirra. Sama ár voru og samþykkt lög um Kennaraskóla íslands. Lög um fræðslu barna hafa verið endurskoðuð og þeim breytt tví- vegis síðan, 1926 og 1936, en meginatriði upp- runalegu laganna frá 1907 eru í gildi enn i dag, og til þeirra á embætti fræðslumálastjóra rætur að rekja, þótt ekki væri sett ákveðin lög um það fyrr en síðar. Með lögunum um skólaskyldu barna, stofnmi kennaraskóla og störf fræðslumálastjóra hófst nýr þáttur í skólasögu landsins. Nú epu á öllu landinu, auk Háskóla Islands, um 300 framhaldsskólar og barnaskólai', kostaðir af ríkinu að nokkru eða öllu leyti. Framhaldsskól- amir eru nálægt 50, en barnaskólar um 250. Stjóm og fyrirkomulag fræðslumálanna er, í örfáum orðum sagt, á þessa leið: Stjóm og fjárreiður barnaskólanna allra og flestra framhaldsskóla eru aðallega í höndum skóla- stjóra og skólanefnda, en nokkrir framhaldsskólar hafa þó engar skólanefndir. Formenn skólanefnda em skipaðir af fræðslumálastjórninni og eru um- boðsmenn hennar. Fyrir barnaskólana er skóla- ráð og eiga sæti í því stjórn sambands íslenzkra bamakennara, skólastjóri Kennaraskólans og t'ræðslumálastjóri, og er hann formaður ráðsins. Fjórir námstjórar ferðast nú um landið og hafa eftirlit með barnaskólahaldinu og starfi skóla- nefnda. Þeir em fulltrúar fræðslumálastjóra. En fræðslumálastjóri er ráðunautur og aðstoðarmað- ur kennsltunálaráðherra um skólamál. En kennslu- málaráðherra hefir, eins og kunnugt er, æðstu völd allra skóla- og kennslumála landsins. Æðsta menntastofnun landsins, háskólinn, er undir stjórn háskóiaráðs og kennslumálaráðherra. — Viðvíkjandi verkahring fræðslumálastjóra má i stuttu máli taka eftirfarandi fram: Samkvæmt gildandi lögum er kennslumálaráðu- Framhald á bla. a. Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.