Vikan


Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 15, 1943 3 Kona, sem ég aldrei gleymi. FYRSTU endurminningar mínar um Mary Greenwillow, konuna, sem seldi egg og smjör, eru frá sumardeginum fyrir mörgum árum síðan, er hún kom til okkar í Baltimore. Ég sé hana enn þá fyrir mér, er hún steig út úr vagninum sínum naeð gulrauðu hjólunum. Hún kom yfir gangstéttina upp að tröppunum, þar sem ég sat kjökrandi. „Hvers vegna grætur þú, drengur minn?“ spurði hún. „Majór er dáinn,“ kveinaði ég. „Majór? Hver er það?“ „Majór er hundurinn minn.“ „Hvar er hún mamma þín?“ spurði hún. Þegar mamma kom fram, rétti Mary henni 12 egg og 1 pund af smjöri. Hún var í síðum, dökkbláum kjól, og með dökkan stráhatt á höfði; andlitið var fölt og dökku augun ljómuðu. Hendur hennar og fætur voru eins og á hefðarkonu. „Sjáið þér,“ sagði hún við mömmu, „drengurinn hefir misst hundinn sinn og er þess vegna hnug'ginn. Má ég ekki taka hann með mér í vagninum? Við borðum hádegisverð saman og svo kem ég með hann heim aftur fyrir kvöldmat." Hún leyfði mér að halda í beizlistaum- inn, þegar við ókum niður götuna. Allt í einu spurði hún: „IJr hverju dó Majór?“ Og' þá sagði ég henni það, sem ég hafði ekki þorað að segja mömmu: „Ég drap hann.“ „Þú drapst hann?“ spurði hún rólega. „Hvernig?“ „Það skildi einhver eftir meðalaflösku í forstofunni, og ég lék mér að því að láta Majór vera veikan, en var sjálfur lækn- irinn. Svo gaf ég honum meðalið.“ „Hvað gafstu honum mikið?“ „Allt úr flöskunni," snökti ég. Hún snéri strax vagninum við og ók aftur upp að húsinu okkar. „Drengur minn,“ sagði hún, „náðu í hundinn fyrir mig.“ Mary lagði eyrað að hjarta hans. „Ég álít, að hann sé ekki dáinn,“ sagði hún, „meðalið hefir aðeins svæft hann.“ Hún tók til að nudda hann allan og strjúka og skipaði mér að lesa faðir vorið. Þegar ég var að byrja, opnaði Majór augun og ýlfraði. Þannig byrjaði vinátta mín við Mary Greenwillow og hún helzt á meðan hún lifði. Mörgum sinnum fór ég með henni í vagninum, og sá hana nema staðar við hús eftir hús og tala við viðskiptavinina. Ég vissi þá þegar, að hún hjálpaði mörgum með sinni vingjarnlegu framkomu. Mörgum árum seinna sagði hún mér frá æsku sinni. Sjálf hafði hún ekkert vitað um ætt sína fyrr en hún var tíu ára, en þá afhenti forstöðukona munaðarleys- ingjahælisins, sem hún ólst upp á, henni gamalt bréf frá mömmu hennar: Eftir Fulton Oursler Höfuiidur þessarar greiuar er lríi Baltimore ; i Bandaríkjunum og hefir starfað þar að blaðamennsku, og verið leik- og hljóm- | listargagnrýnandi. Hann skrifaði stuttar sögur, langar skáldsögur og leikrit, en gerðist síðan ritstjóri tímarits. Nú sér hann um flutning erlendra frétta í útvarp. „Kæra Mary! Ég veit, að þú verður stúlka, og ég vil að þú heitir Mary. Ég fæ aldrei að sjá þig, barnið mitt. Mason læknir geymir peningana okkar, og hann hefir lofað, ef allt fer illa, að sjá um uppeldi þitt. Pabbi þinn hét Barry Ford og ég heiti Frences. Við áttum heima í Ballymote á Irlandi. Pabbi þinn var trésmiður, og ég var kennari áður en við giftumst. Mig langaði alltaf til þess að fara til Ameríku, en pabbi þinn þorði ekki. Hræðstu aldrei neitt, Mary! Þegar hann dó, fyrir þremur mánuðum síðan, ákvað ég að fara þangað. Ég vildi ekki bíða, því að ég ætlaðist til, að þú fæddist í Ameríku. Þar getur þú komist áfram, jafnvel þó að þú verðir fátæk. Og mundu það, að lífið verður fagurt og dásamlegt, ef þú einungis vilt sjálf að það verði það. Með guðs hjálp ætla ég ávallt að vera nálæg þér. Þín elskandi mamma." Mary las bréfið aftur og aftur, þangað til hún kunni það utan að. Fimmtíu árum síðar endursagði hún mér þetta bréf. Þegar Mary var 15 ára, var hún há og grönn, föl yfirlitum og með hárið strokið beint aftur og vafið í hnút í hnakkanum. „Hún er hörð eins og tinnusteinn,“ sagðí Lavering bankastjóri, húsbóndi hennar á þeim árum. En hún var alls ekki gerð úr tinnusteini, þessi unga vinnustúlka. Hún trúði á lífið, og það eitt, að vera til, fannst henni dásamlegt. Lífsgleðin ólgaði innra með henni og hana langaði að hrópa: „Lífið er dásamlegt daga og nætur, alltaf fagurt og fullkomið og ég trúi á það!“ Löngu seinna sagði Mary mér frá því, að á kvöldin, þegar hún var búin að gera húsverkin, hefði hún oft reikað milli trjánna uppi á hæðinni, þar sem húsbænd- ur hennar bjuggu, og reynt að gera sér í hugarlund, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Stundum ákvað hún, að hún ætlaði að giftast og eignast börn og hús, sem væri sambærilegt við það, sem hún vann í núna. Hún var tæpra átján ára, þegar James Greenwillow í fyrsta skipti kom inn í eld- húsið hjá Levering með fulla körfu af eggjum. „Ég vil ekki hafa svona óhreinar fætur inn á nýþvegið eldhúsgólfið,“ sagði Mary og roðnaði óskiljanlega mikið. Henni leizt strax vel á þennan unga mann, með litla nefið, stóru eyrun og bláu augun. Nokkrum vikum seinna spurði hún hann: „Hvað borgar herra Sickelfram þér fyrir að flytja smjörið og eggin?“ Hún átti frí þetta kvöld og sat nú við hliðina á honum í flutningavagninum. „O, hann borgar mér fæði og húsnæði, og svo peninga, þegar ég þarf,“ svaraði Jim drýgindalega. „Þú ættir að eiga þetta sjálfur,“ sagði hún. „Ég sé nú ekki, hvernig ég gæti það,“ svaraði hann. „Það er enginn vandi að komast áfram í Ameríku,“ svaraði hún. Morguninn eftir sagði Mary við Lever- ing: „Ég komst ekki hjá því að heyra yður tala um það við miðdegisverðarborð- ið um daginn, að þér hefðuð lánað mikla peninga til járnbrautanna. Nú langar mig að vita, hvort þér vilduð ekki lána mér dálítið af peningum líka. Ég þarf að kaupa hest og flutningsvagn.“ Með aðstoð Leverings komu þau á fót eggja- og smjörsölu. Jim lagði mikið á sig við að útvega kaupendur. • Eftir tvö ár voru þau búin að borga allar skuldir og gátu lagt fyrir um tuttugu dollara á viku. Litlu seinna giftust þau Mary og hann. Heimilið þeirra var öðru vísi en Mary hafði gert sér í hugarlund, ekki eins rík- mannlegt, en hún var innilega ánægð. Jim var duglegur að vinna, en hann freistaðist oft til að sækja veitingahúsin. Þegar hann öðru hvoru kom drukkinn heim, háttaði Mary hann og fyrirgaf honum. Þau eignuðust tvö börn, James og Frances. Síðasta veturinn, sem drengur- inn var í háskólanum, sagði Mary: „Jim á að fara til John Hopkins og læra að verða' læknir.“ Jim eldri hló, tók þetta sem hvert annað grín. En Mary var ákveðin. „Við seljum þetta fyrirtæki okkar. Ég veit um marga, sem vilja kaupa það.“ „En við viljum ekki selja.“ „Víst viljum við það. Hlustaðu nú á! Við fáum það mikla peninga, að við get- um látið Jim læra læknisfræði og Frances fara á verzlunarskóla, og þú átt nóg eftir til þess að setja á stofn smáverzlun. Þú hugsar svo um búðina, og ef með þarf vinn ég við hjúkrun með heimilisverkun- um.“ Nokkrum kvöldum seinna kom Jim heim og sagðist vera búinn að selja, og tilkynnti um leið, að hann hefði notað peningana til þess að kaupa það, sem sig hefði alltaf langað til að eiga — sitt eigið veitingahús. 1 f jóra daga talaði Mary varla orð. Jim var önnum kafinn við að standsetja veit- ingahúsið. Einn morgun kom lögregluþjónn heim til Mary og sagðist halda að það væri Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.