Vikan


Vikan - 15.04.1943, Síða 12

Vikan - 15.04.1943, Síða 12
12 VJIKAN, nr. 15, 1943. \ A6 miðdegisvei'ði loknum ræddu þær fyrst urn heilsu hans og síðan um klæðnaðinn. „Fyrst þér minnist á það, verð ég að játa, að hann notar ekkert af fötum þeim, er þér senduð honum frá' Frakklandi. Wynne hefir bannað það.“ „Hvers vegna,“ spurði Madeline og roðnaði. „Wynne sagði dag nokkurn, að bamið væri ekkert á yðar vegum lengur, og mætti þess vegna ekkert þiggja af yður,“ sagði frú Holt og átti bágt með að dylja ánægju sína yfir þessu. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði Madeline hörkulega. „Þér hljótið að vita það betur en ég, ungfrú West,“ svaraði hún. „Annars sagðist Wynne ekkert hafa á móti því, að þér heimsæktuð bamið öðm hvom. Ég býst við, að Wynne viti hvað hann vill, og að honum beri að hlýða,“ bætti frá Holt við, og svipur hennar sagði greinilegar en nokkur orð, að hún væri sammála honum í öllu.“ Madeline svaraði engu, en hugsaði því meir. Hún hlustaði á ávítanir konunnar og viðurkenndi með sjálfri sér, að hún væri sek. Hvert orð var sem högg í andlit henni. En þessu varð ekki breytt, hún hafði valið sjálf, og' gat ekki snúið aftur. Allt þetta fékk mjög á hana og til þess að reyna að gleyma, sótti hún öll samkvæmi og tók mikinn þátt í skemmtanalífinu. En hvenig, sem hún reyndi, gat húri ekki kæft rödd endurminning- anna, og þótt undarlegt megi virðast þráði hún Lawrence nú, er hún tilheyrði honum ekki lengur. Hvar sem hún fór, leitaði hún hans stöðugt, en árangurslaust. Frú Leach, sem ailtaf var með henni, sá hvað henni leið. Madeline gat ekki ímyndað sér annað en að hann kæmi aftur. West gamla leið heldur ekki vel. Honum fannst hitinn og hávaðinn í borginni óþolandi, og ákvað, frú Leach til mikillar gremju, að fara um miðjan júlí til Karlsbad eða Sviss, og dvelja svo næsta vetur í Biaritz. En áður en það yrði, ákvað Madeline með sjálfri sér að sjá Lawrenee einu sinni, og henni tókst það með aðstoð lafði Rachel, án þess þó að sú síðamefnda vissi. Lawrence var vanur að hlýða messu í Tempel kirkjunni, þetta vissi Made- Mne, og fékk hana með sér þangað. * Húsið á Belgravin torginu stóð autt í marga mánuði, á meðan Robert West og dóttir hans ferðuðust frá einum baðstaðnum til annars. 1 fyrstu var Madeline á móti skapi að vera svona lengi burtu. En hún fékk stöðugt góðar fréttir af Harry. Frá Lawrence heyrði hún ekkert og þau fjarlægðust hvort annað dag frá degi. Eftir því sem tíminn leið, fór hún stöðugt að kunna betur við lífskjör sín, og gat jafnvel alveg gleymt fortíðinni við og við. Fengi hún smá samvizkubit út af barninu, friðaði hún sjálfa sig með því, að honum liði vel og þetta gerðu margir fleiri, við böm á þessum aldri. Hún dró stöðugt á langinn að segja pabba sínum að hún væri gift. Um jólaleytið komu þau feðgin ásamt fylgdar- liði til Biaritz og settust að í einu af beztu gisti- húsum borgarinnar. Þau kunnu vel við sig þama, fólkið var skemmtilegt, málið hrífandi og ekkert gat jafn- ast á við hafið. Dag nokkum kom frú Leach þangað, ásamt herbergisstúlku og óteljandi ferðakistum. Hún lést vera alveg undrandi, að hitta þau þarna. Madaline þótti mjög leiðinlegt, að hún skyldi vera komin og það bætti ekki úr skák, að henni fannst, að frú Leach hefði ekki verið þar nema nokkra daga, er hún hafði gamla manninn alveg i vasa sínum. Hún yfirgaf þau aldrei, tók á móti vinum sínum inni. hjá þeim, skrifaði og vann þar og lét West gamla, án þess þó að Madeline vissi, borga alla reikninga sína á gistihúsinu. Hefði West gamla gmnað, hvemig ástæður hennar vom, er líklegt að honum hefði brugðið í brún. Peningar hennar voru þrotnir og hún Bkuldaði öllum vinum sínum, og eina vonin var, að hún gæti orðið seinni kona Wests gamla. Byrjunin lofaði öllu góðu, þó hún yrði að viður- kenna, að Madeline yrði kuldalegri í framkomu með hverjum deginum sem leið. Hún vonaði, að hann mundi þá og þegar játa sér ást sína, en kvöld eitt urðu allir hennar draumar að engu. Þau höfðu verið að tala um Madeline og West gamli var mjög hrifinn af, hve góð hún hefði verið sér í veikindunum og lét hann orð falla eitt- hvað á þá leið, að hann vonaði að hún yrði sem allra lengst hjá sér, en þegar hún giftist, þá yrði hann til neyddur að kvænast aftur, en aldrei svo lengi sem hún væri ógift. Því miður var ekkert útlit fyrir að hún ætlaði að giftast á næstunni, fannst frú Leach, en hvers vegna? Það varð hún að vita. Eini maðurinn sem vissi það var Jessop, en hann mundi aldrei segja henni það. Madeline var nýbúin að fá bréf frá honum, en hún gætti þess vandlega að frú Leach sæi það ekki. Hún hafði veitt því athygli, að frú Leach lék mikill hugur á að sjá bréf þau, er hún fékk, sömuleiðis hafði hún oft séð hana halda þerri- pappír fyrir framan spegil, ef hún var að Ijúka við að nota hann. * 1 marzmánuði, þegar samkvæmislifið var í fullum gangi í Biarritz, kom þangað eldri kona, með blá gleraugu, í fylgd með ungri stúlku. Er þær komu upp á fyrstu hæð, nam unga stúlkan skyndilega staðar og starði á vel klædda konu, er kom út úr einu af herbergjunum. Gat það átt sér stað, að .þetta væri Madeline West, fyrrverandi kennslukona í skóla frú Harp- er? Jú, það var hún! „Madeline West! Ert þetta þú? Manstu ekki eftir mér? Við vorum í sama skóla — Nína Berwick?" „Ö-jú, auðvitað man ég eftir þér,“ svaraði Madeline og rétti henni höndina. „Áttu heima hérna?“ spurði Nína, augsýnilega mjög undrandi. „Já, við höfum búið hér síðan á jólum.“ „Ert þú gift, Madeline?" „Þvi dettur þér það i hug?“ sagði Madeline, sem var orðin leikin í að svara ekki nærgöngul- um spurningum. „Ja, ég hefi verið í tvö ár erlendis og lítið frétt að heiman. Ég bý hjá frænku minni, lafði Fitzsandy, og hún hatar England. En nú er bezt að ég reyni að halda áfram upp á fjórðu hæð, það er auma erfiðið, þegar lyftan er ekki í lagi. Vertu blessuð, við sjáumst fljótt aftur.“ Nína Berwick var ekki ein af nánustu kunn- ingjum Madeline frá skólaárunum, og þar að auki var hún frekar heimsk, svo að það var ólíklegt. að hún myndi margt frá þeim tímum. Nína átti eina systur; þær voru komnar af góðn fólki, en fátæku, og frænka þeirra hafði ekki ráð á að láta þær taka þátt í samkvæmislífinu í London. Hún fór því með þær, eina í einu, í ferðalag, og gerði yfirleitt allt, sem hún gat, til þess að gifta þær. En það ætlaði ekki að ganga. vel, sérstaklega ekki með Lucie, sem var ófríö og orðin 29 ára gömul. Lafði Fitzsandy þótti mjög vænt um að geta umgengist Wests feðginin og venjulega drukku þau öll saman kaffi, að afloknum miðdegisverði: Sérstaklega var hún hrifin af frú Leach. Eftir að frú Leach heyrði, að Nína og Madeliné væru skólasystur, lét hún ekkert tækifæri ónotað til að vera með þeim. „Blessaður stúlkumar eru sennilega að talá um liðna daga,“ sagði hún einn dag við láfðt Fitzsandy, og benti í áttina til þeirra. Og þetta var rétt tilgáta. „Kom pabbi þinn heim aftur sem rikur maður, Maddie, og nú áttu heima í London og ert búin i tvo vetur að taka þátt í samkvæmislífinu, kem- ur alls staðar og þekkir alla?“ „Nei, nei, svo slæmt er það ekki ennþá!" „Ég er viss um, að þú átt aðdáendur í hundraða tali. Hvað hét hann þessi, sem dáðist mest aö þér í skólanum?" „1 skólanum? Þar var engin, sem dáðist að mér.“ „Hvað, hættu nú alveg! Hann kom með ein- hverri fjölskyldu, sem hann þekkti, og dansaði svo mikið við þig á lokadansleiknum, að ungfrú Selina varð öskuvond!" „Það er svo margt frá skólaárunum, sem ég helzt vildi gleyma, eins og þú skilur," sagði Made- line. „Ég vil aðeins muna mínar góðu skóla- systur.“ „En manstu ekki eftir þessum manni?" „Nei, ég man ekki eftir honum. En veiztu það. að á morgun verður haldinn hér dansleikur?" „Já, en ég þekki engan." „Ég skal kynna þig fyrir mörgu fólki," svaraði Madeline. Og hún efndi það. Hún var í alla staði ákaflega góð Nínu, og þær voru ávallt saman. M A G G I OG RAGGI. 1. Maggi: Hvað ertu að gera? Raggi: Það er býfluga hér inni . ég ætla að reyna að ná, henni! 2. Maggi: Asní! Láttu mig hafa kústinn! Þú átt aldrei að hreyfa Við býflugu! Raggi: Bíddu! Heyrirðu núna ? 3. Maggi: Svona, angan æsing! — Náðu fljótt í bréfpoka, — við skulum veiða bý- fluguna í hann. Raggi: Æ! Sérðu, þarna kemur hún! 4. Maggi: Bíddu rólegur, nú er hún í hárinu á þér. Ég sæki pok- ann. Stattu kyrr, þá bítur hún ekki! Raggi: Komdu aftur, ég skal sækja pokann, ef þú vilt standa hérna með bý- fluguna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.