Vikan


Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 15, 1943 7 Kennaraskólinn í Reykjavík. Framhald aí forsíðu. bnigðin kennslutilhögun í öðrum skólum að því leyti, að nemendur fá þar undir- búning til þess að kenna sjálfir síðar. Fer sá undirbúningur fram undir handleiðslu sérstakra æfingakennara, sem hafa fyrir- lestra og samtalstíma og sýna nemendum, hvernig kenna skuli og æfa þá sjálfa í að kenna börnum. Til slíkra æfinga hefir Kennaraskólinn nú tvær barnadeildir og auk þess aðgang að stærsta smábarna- slcóla bæjarins. Framtíðarhugmyndin er sú að fá fullkominn æfingaskóla með öll- mn ársdeildum. Auk æfinga skólans vant- ar Kennaraskólann, svo sem vitað er, bæði fimleikahús og heimavist. Væntan- lega verður úr þessu bætt og skólanum veitt þau híbýli, sem honum mættu hæfa tíl frambúðar. Aðsókn að skólanum hefir verið mjög mikil undanfarin ár; sum árin ekki hægt að hýsa alla. Nú í vetur eru nemendur færri. Veldur því bæði dýrtíð, húsnæðis- skortur og atvinna, og síðast en ekki sízt, að af nemendum þeim, sem inntökupróf þreyttu, náði ekki nema tæpur þriðjungur prófi, og er það víti til varnaðar. Nemendaf jöldi í vetur var um 60. Mest- ur var nemendafjöldi veturinn 1939—’40. Þá voru skráðir 1 skólann um haustið 101 nemandi. Fastir kennarar við skólann eru nú 5 auk skólastjóra og stundakennarar 12, sumir þeirra fastráðnir að nokkru hjá Kennaraskólanum og að nokkru hjá öðr- um skólum, svo sem Menntaskólanum. Mikil áherzla hefir verið lögð á að ná í sem flesta kennara með sérmenntun í sinni grein. Freysteinn Gunnarsson, núverandi skólastjóri Kennaraskólans, skrií'aði um séra Magnús Heiga- son í skýrslu skólans árið 1929—’30, m. a. á þessa leið: .. Starf hans við Kennaraskólann verður áreiðanlega talið aðal-æfistarf hans, þegar frá líður, enda mun áhrifa hans þaðan gæta lengst og bezt. Starf hans þar er brautryðjendastarf. Hann tekur við skólanum í hvítavoðum og skilar honum á lögaldri. Ekki er hægt að segja, að ríkmannlega hafi verið lagt fram tii ytri þarfinda skólans á uppvaxtarárum hans; oft verið af litlu að taka og fátt fengizt nema með eftirgangsmurium. En það, sem á hefir skort i ytri aðbúð skólans, hefir hann fengið bætt í and- legum verðmætum. Mannvalið, sem um skólann skipaðist í fyrstu, hefði vel mátt sæma stærri stofnun og ríkmannlegri. Þar var hvert sæti vol skipað, en öndvegið bezt. Mannkostir séra Magnúsar hafa ekki aðeins orðið sjálfum honum til gæfu, heldur einnig mörgum öðrum, sem notiö hafa handleiðslu hans. Stjóm skólans fór honum svo vel úr hendl, að hvergi verður að fundið, engin átök eða hávaði, öllu stjórnað með lipurð og lagni, en ekki valdi. Sambúð hans við nem- endur og kennara var hin bezta. 1 skólanum var hann jafnan eins og góður heimilisfaðir. Um- riyggja, hjálpfýsi og hlýleiki andaði í öllum orðum hans og gerðum, og gott var að njóta vits hans og geðspeki, ef ráða þurfti fram úr erfiðum við- fangsefnum. Óþarft er að fjölyrða um kennslu- hæfileika séra Magnúsar. I-að er alkunna, hversu það starf lék í höndum hans. Hann var í senn kennari og kennimaður með afburðum." Fyrsti skólastjóri Kennaraskólans var séra Magnús Helgason og stjórnaði hann sltólanum frá byrjun 1908 og til árs- ins 1929. Haustið 1929 tók við skólastjóm núver- andi skólastjóri Freysteinn Gunnarsson. Hann er fæddur að Vola í Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu, sonur Gunnars Jóns- spnar bónda og Guðbjargar Guðbrands- dóttur konu hans, en ólst upp í Hróars- holti í Flóa. Gekk í Kennaraskólann haust- ið 1910 og útskrifaðist þaðan 1913. Tók gagnfræðapróf sama vor og sat í 4. bekk Menntaskólans veturinn 1913—14. Næsta vetur las hann utanskóla og tók stúdents- próf 1915. Las síðan guðfræði við háskól- ann hér og lauk embættisprófi í marz 1919. Það sem eftir var vetrar kenndi hann við Flensborgarskóla og sömuleiðis veturinn 1919—20. Sigldi þá um vorið og var erlendis IV2 ár til þess að kynnast skólamálum. Ferðaðist víða um Norður- lönd og Þýzkaland. Kom heim haustið 1921 og tók þá við kennslu í Kennaraskól- anum. Aðalgrein var íslenzka, sem hann kennir enn í dag. Fastur kennari skólans var hann frá 1921 til 1929, er hann tók við skólastjórn, svo sem áður er sagt. Auk kennslu og skólastjórnar hefir hann fengist við ritstörf. Má nefna Dansk-ísl. orðabók, Setningafræði, Ritreglur, Staf- setningarorðabók. Auk bæði barnabækur og önnur bindi smærri og stærri. Freysteinn er kvæntur Þorbjörgu Sig- mundsdóttur úr Reykjavík. Kennaraskólahúsið. þess þýðingar, rit, yfir 30 Fyrslu Islending-ar, sem nutu kennaramenntunar. Talið er, að fyrsti Islendingurinn, sem naut kennaramenntunar, hafi verið Halldór Bjamason frá Skildinganesi við Reykjavík. Hann innritaðist í Blaagaards-kennarskóla í Danmörku árið 1803. Halldór varð aldrei kennari hér heima. Hann fluttist til Noregs að afloknu námi og varð þar kennari, en andaðist þar rúmlega fertugur. Pétur Guðjohnsen var næsti íslendingurinn, sein naut kennaramenntunar. Hann var fæddur að Hrafnagili í Eyjafirði 29. nóv. 1812, útskrifaðist úr Bessastaðaskóla vorið 1835 og varð síðan um nokkurt skeið verzlunarmaður og skrifari. Hann stundaði nám í Jonstrup kennaraskóla (áður Blaa- gaards) og tók fullnaðarpróf þaðan vorið 1840 og varð um haustið kennari við Reykjavíkurskóla. En skólinn lagðist niður 1848, að mestu vegna fjárskorts, og hvarf þá þessi fyrsti kennaralærði Islendingur, sem hér fékkst við kennslu, að öðr- um störfum. Séra Magnús Heigason var fæddur í Birt- ingaholti í Ámessýslu 12. nóv. 1857. Hann varð skólastjóri Kennaraskólans frá stofnun hans 1908 til vorsins 1929. Hann mótaði skólann í kyrrlátum, þjóðlegum anda. Framar allri þekkingu mat hann drenglyndi og sannleik. Siðgæðisuppeldi taldi hann þjóðina mestu varða. Þess vegna var hon- um jafnan ríkt í huga, að nemendur færu úr skóla hans sem mannkostamenn, engu síður en fullir þurmm fróðleik, segir í „Sögu alþýðufræðslunnar á íslandi". Áður en séra Magnús kom að Kennara- skólanum, hafði hann fjögur ár verið kenn- ari við Flensborgarskólann, en þar áður stundaði hann prestsstarf í tuttugu og tvö ár og kenndi þá alltaf nokkuð á hverjum vetri. Mun hann hafa stundað kennslu meira eða minna á hverjum vetri i fimm- tiu og þrjú ár. Bækur eftir séra Magnús eru: „Uppeldis- mál“, „Kvöldræður" og „Skólaræður". Auk þess ritaði hann greinar á við og dreif um uppeldismál og kristindóm. Rikisstjórn Islands sæmdi séra Magnús prófessors nafnbót. — Séra Magnús andað- íst 21. október 1940. Séra Magnús Helgason var kvæntur Steinunni Skúladóttur frá Móeiðarhvoli. — Frú Steinunn andaðist haustið 1929, þremur nóttum eftir að þau hjón fluttu alfarin úr Kennaraskólanum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.