Vikan


Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAJNI, nr. 15, 194& ucimii mn í nbiniiLiv I í / Að fá börnin til að sofna. —— Eftir GAKBY CLEVEKLAND. — Matseðillinn. KALDIR SMÁRÉTTIR: Humar í hlaupi. 1 dós humar, % 1. fisksoð, 2 egg, persille, kapers. Mayonaise úr 2% dl. matorolíu. 4 blöð matar- lím. Matarlímið er brætt yfir gufu og sett út í soðið. Helming af soðinu hellt í randmót og látið stífna. Þá er humarinn, eggin, kapers og per- ■ille sett í og það, sem eftir er af soðinu. Látið standa til næsta dags, hvolft úr mótinu á kringlótt fat og ■kreytt með mayonnaise. 1 svona hlaup má nota lax eða hvaða góðan fisk sem er. Mayonnaise: 2% di. matarolía, 2 eggjarauður, .% tesk. paprika, svolítið salt, 1 tesk. ensk sósa, 1 matsk. edik. Eggjarauðumar og saltið er hrært í ca. 10 minútur. Olían síðan sett út í í dropatali og þegar hún er öll komin í, er kryddið sett. Það verð- ur að hræra sósuna mjög vel, sér- Btaklega fyrst, og gæta þess, að setja aldrei of mikla olíu í einu. Steiktur fiskur með tartarasmjöri. Kaldur, steiktur fiskur, helzt rauð- spretta eða ýsa, er settur á fat og skreyttur með tartarasmjöri. Tartarasmjör: 200 gr. smjör, 1 tesk. ensk sósa, 1 tesk. sinnep, 1 tesk. sítrónu- safi, 1 tesk. saxað persille. Smjörið er sett yfir gufu örlitla stund, síðan hrært, þar til það er orðið að léttri froðu, þá er kryddið sett saman við. Sprautað í gegnum Bprautupoka í smátoppa ofan á fisk- inn. Fallegur heimaklæðnaður. Það má hafa hvaða efni sem er í svona kjól, og hann er hvort tveggja i senn, snotur og hentugur, bæði sem heimaklæðnaður og fyrir stúlkur, sem vinna úti. Húsráð. Næst þegar þér kaupið yður í gardínur, skuluð þér helzt velja þannig efni, að sama sé, hvað snúi upp og hvað niður. Hafið svo faldinn eins á báðum endum, þá getið þér alltaf snúið þeim, en við það endast þær miklu lengur. Hér á eftir fylgir bréf, sem er þannig, að þúsundir mæðra hvar sem er í heiminum, gætu hafa skrifað það. „Kæri dr. Meyers! — Við eigum tveggja ára gamla dóttir, sem við eigum í miklu stríði með á hverju kvöldi að fá í svefn. Ég hátta hana venjulega klukkan hálf átta á kvöld- in, og þá grætur hún oftast í fimtán til tuttugu mínútur, svo byrjar hún að kalla, vill fá vatn, mjólk, kakaó o. s. frv. Ef ég læt undan og færi henni eitthvað af þessu þá biður hún strax um annað. Ég læt hana alltaf sofa á daginn. Venjulega sofnar hún milli klukkan tvö til hálf fjögur, og þá lætur hún aldrei svona; sofnar oftast strax og sefur í klukkutíma eða þar um. Hún sefur alltaf til hálf níu á morgnana, þrátt fyrir þó misjafnt sé hvenær hún sofnar á kvöldin. Ég sendi yður hér með frímerkt umslag, með nafni minu og heimilis- fangi og vona að þér svarið mér, svo fljótt sem auðið er.“ Svar læknisins. Ég sendi henni svar, sem var I aðaldráttum eins og hér segir; „Þér segist hafa reynt að láta hana gráta þar til hún þreyttist. En það er ekki rétt, þér hafið aldrei látið hana gráta nægilega lengi. Þér látið alltaf und- ■an, og það veit bamið. Reynið að útskýra fyrir telpunni á morgun, að núna, þegar hún sé orðin svona stór, komið þér og pabbi hennar ekkert inn í herbergið til hennar, eftir að hún sé farin að sofa. Minnið hana svo á þetta aftur annað kvöld um leið og hún fer að hátta. Svo þegar hún er háttuð, skuluð þér fara með henni yfir allar kvöldbæn- imar, og gæta þess að hún skilji ekkert eftir. Svo skuluð þér spyrja hana eitthvað á þessa leið: „Manstu eftir að nokkuð hafi orðið eftir, eða að þig vanti nokkuð? Því núna fer ég, og kem ekki aftur, heldur ekki pabbi þinn." Svo skuluð þér fara og muna að standa við orð yðar.“ Látið hana kalla og kalla, svo lengl sem hana fýsir. Og þó hún gráti megið þér ekki, hvað sem á gengur, fara inn til hennar. Ed þér megið heldur ekki refsa henni fyrir öskrin, bara láta hana alveg af- skiptalausa. Það getur vel átt sér stað, að fyrsta kvöldið gráti hún lengi, af þvi að hún er vön því að þið látið alltaí undan henni; en ef þér eigið til þolin- mæði, þá gefist þér ekki upp, þó hún. gráti alla nóttina. Og þetta verðið þér að gera næstu kvöld, þangað tii hún lætur undan." Syndir í peninginn! Það má segja, að þessi litla ame- ríska stúlka syndi í peningum, sem safnað hefir verið til kaupa á stríðs- merkjum. Hún er aðeins sex ára og á þvi sést, að fleiri en þeir fuilorðnu hafa áhuga á að vinna fyrir föður- land sitt.' Þegar fólk biður um gagnrýni, oj. það lof, sem það á við. Reinald Werrenrath. MILO MHtlOuiiiHn Aam jOhssoil ■nutm • Avallt fyrírliggjandl. Einkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Simi 1707 (2 línur). Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Heildsölubirgðir; Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Simi 3183. Tækifæriskaup. Eigum ennþá nokkur stykki óseld af hinum sérstaklega ódýru prjónavörum. Til dæmis: Dömupeysur, verð kr. 29.00. Karlmanna- og imglingapeysur, verð frá kr. 29.50. Lopahosur á böm og fullorðna. Ennfremur nokkra fallega dömujakka. Notið þetta sérstaka tækifæri. PRJÓNASTOFAN IOPI & GARI Skeggjagötu 23. Sími 6794.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.