Vikan


Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 18, 1943 Pósturinn Kæra Vika! Hvaða ár var „Saga Borgarættar- innar kvikmynduð. Fróðleiksfús. Svar: Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð árið 1919. Kvík, 28/4. 1943. Kæra Vika! Mig langaði til að vita hvort þú gætir gefið mér upplýsingar um víði- tegund þá, er sagt var frá í Lesbók Morgurblaðsins í fyrravor, (ekki man ég dagsetningu blaðsins) en þar var sagt m. a. að hún sé bráðþroska sem lygasaga. Þar var og sagt frá Jóni Eyvindssyni kaupmanni í Reykjavík og syni hans Isleifi, en þeir munu fyrstir manna hafa gróðursett þessa trjátegund hér á landi fyrir um 20 árum síðan. Eg vonast eftir góðum upplýsingum og einnig hvar hægt væri að fá græðlinga. Virðingarfyllst. Eg. Jónsson. Svar: Skógræktarstjóri segir okk- ur, að í daglegu tali kalli þeir þessa viðitegund „Vesturbæjarvíðir", af því að hann vex svo víða í görðum í vesturbænum í Reykjavík. Til þess að vaxa svona vel eins og um er getið í bréfinu, þarf þessi viðitegund ákaflega góðan jarðveg, þurran og myldin. Skógræktin hefir haft eitt- hvað lítilsháttar af græðlingum og til þess að fá frekari upplýsingar um þá er bezt að snúa sér til Kára Sigur- jónssonar, sem vinnur hjá garðyrkju- ráðunaut Reykjavíkurbæjar, og hefir á hendi sölu fyrir Skógræktina. Svar til „Gauja“: Blaðið á að borgast ársfjórðungs- lega. • Siglufirði, 19/4. 1943. Kæra Vika. Heldur þú, að þú getir hjálpað mér til að ég geti skrifast á við dreng eða stúlku á aldrinum 16—17 ára. Ríkey Bílddal, Eyrargötu 1. Siglufirði. 12/4 1943. Kæra Vika! Af því að þú greiðir úr öllum vanda, þá langar mig til að leggja fyrir þig eina spurningu, sem ég vona að þú sjáir þér fært að svara við tækifæri. Spurningin er þessi: Hvers vegna flytja Vikan og Fálk- inn stríðsmyndir eingöngu frá bandamönnum. Háfa Bretar bannað það að þýzkar myndir sæust eða þurfa öll blöð að flytja áróður gegn Þjóðverjum. Mér hefir alltaf þótt vænt um Vikuna, en þetta finnst mér galli, sem úr ætti að bæta. Með fyrir- fram þökk fyrir svarið. Doddi úr sveit. Svar: Við birtum bréf þetta og svar við því, vegna þess að ýmsir munu hugsa á líkan hátt og bréf- ritarinn, enda er hann ekki sá fyrsti, sem hefir látið undrun sína í ljósi yfir þessu. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að hvorki Bretar né Banda- ríkjamenn hafa skift sér nokkurn skapaðan hlut af þvi, hvaða myndir koma í Vikunni. En, eins og menn geta séð, ef þeir athuga málið nánar, blöðin fá ekki myndir núna, vegna þess hvernig samgöngum er háttað, nema frá Bretlandi og Bandaríkjun- um — og þaðan er auðvitað ekki að vænta þýzkra mynda og þýzks áróð- urs! SKRÍTLUR A: Hvað gerðir þú í stríðinu? B: Eg? Eg bjargaði fimm hundruð mönnum frá dauða. B: Hvemig atvikaðist það? B: Ég drap matsveininn. * Hún: Þeir verða líklega margir karlmennimir, sem verða ógæfusam- ir, þegar ég gifti mig. Hann: Það fer nú allt eftir því, hvað þú ætlar að giftast mörgum. * „Ert þú ekki drengurinn, sem kom hingað fyrir viku siðan, og sem ég sagði að væri of ungur?“ „Jú, herra. Þess vegna kom ég aft- ur núna, ég er viku eldri í dag.“ * Ástæðan til þess að „drengurinn stóð á brennandi þilfarinu" er sögð vera sú, að það var of heitt til þess að sitja. „Hvers vegna hleypurðu svona, drengur ?“ „Ég er að reyna að koma í veg fyrir að tveir náungar fari að slást." „Hvaða strákar eru það?“ „Ég og Billy Johnson." Flugmaður við æfingar. Það eru margvíslegar athuganir, sem fara fram á flugmönnum, áður en þeir öðlast réttindi til að fljúga. Ein er sú, að athuga áhrif loftslagsbreyting- arinnar á blóðrásina. »>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>;»,>;».>>>>>>>>>:!i :0 bJD ^ o za bfí CTj ’ZZ | ^ ÖJO g c — 9á ■ö E s—> c 3 a D i: e > 10 ? u. t- c Um 0Q :° <D | az C <L) ccS ‘O a JC J3 Hér kemur bæði skemmtileg bók og fróðleg, sem lýsir í lesmáli s og myndum Barðastrandasýslu, einni af fegurstu sýslum lands- _ ins, sem þó hefir tiltölulega lítið verið skrifað um og varla sést á myndum til þessa. — Hér er lýst Oddbjarnarskeri, Látra- bjargi, Kollabúðafundmn, þjóðhátíðaveizlunni á Reykliólum, hrakningxnn og slysförum og frú Ingibjörg frá Djúpadal segir mjög skemmtilega frá breiðfirzkum konum. — Þarna sjáum við líka myndina af Hafliða í Svefneyjum, Pétri Kúld og Bárar- Ólafi. Þar er mynd af minnismerki um Gísla Súrsson og Auði á Einarshamri, Kollabúðum, Brjánslæk, Haga, Hvallátrum, Bíldudal og Patreksfirði — og ótal mörgum öðrum fögrum stöðum og sérkennilegum. Bókaverzlun ísafotdar oq Öt búíð Laugaveg 12. Barðstrendingabók >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>Z»>>>>>>>>>>>»»>Z*>>»>»:<>Z*>>>>>>>»>>»>>>>>»»>>>>»>>>»>>>>>»»».»»-#>»»-*»; Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.