Vikan


Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 18, 1943 7 „Líkn peim, sem lifa“ Framhald af forsíðu. hann var stofnaður 19. júní 1916. Þessi upphæð mun ekki þykja neitt stórræði nú á dögum, en þá voru peningar í meira verði en nú. Næstu ár voru veltiár hér- lendis og safnaðist sjóðnum drjúgum fé, enda var þá víða um land haldinn sérstak- ur f jársöfnunardagur fyrir hann, 19. júní ár hvert. Hélst sú fjársöfnun við hér í Reykjavík allt þar til Landsspítalinn var kominn á stofn. Lagði Landsspítalasjóður fram til byggingarinnar 300,000,00 og var þó ekki með öllu tæmdur, en það fé, ér af- gangs var, hefir síðan aukizt, og bíður þess að verða lagt fram til fyrirhugaðrar fæð- ingardeildar. Landsspítalasjóðurinn vann sér fljótt miklar vinsældir og naut velvildar margra. Einn velvildarvotturinn, sem honum var sýndur, var sá, að tekið var að gefa til hans minningargjafir um látna menn. Stjórn sjóðsins hafði ekki frumkvæðið að því, vegna þess að hún vildi ekki gerast keppinautur um slíkar gjafir við Vífils- staðahæli, en þangað bárust þá allmiklar þessháttar gjafir. En nú tóku minningar- gjafir að berast til Landspítala Islands og voru þá gefin út sérstök minningarspjöld og sömuleiðis gjörð mjög vönduð bók — Obituarium Landsspítalasjóðs Islands — og voru skráð í hana nöfn og ártíð þeirra, er gjafirnar voru gefnar til minningar um. Hefir þetta verið gert alla tíð síðan, Gjöfum þessum var þó eigi blandað saman við annað fé sjóðsins.Var í þess stað horfið að því ráði að mynda af þeim sér- stakan sjóð „Minningargjafasjóð Lands- spítala lslands“, og skyldi honum varið til þess að styrkja efnalitla sjúklinga, er leit- uðu sér lækninga á spítalanum. Landsspítalinn tók til starfa seint á ár- inu 1930. 1 marzmánuði 1931 var fyrstu styrkveitingum úthlutað úr sjóðnum, og hafa frá þeim tíma til þessa dags nálega 700 (696) sjúklingar fengið styrk þaðan. Er það flest fólk,. sem búsett er utan Reykjavíkur, og skiptist það niður á allar sýslur og kaupstaði landsins. Skipulags- skrá sjóðsins mælir svo fyrir, að aldrei megi veita minni styrk en % hluta dvalar- kostnaðar sjúklings, en langoftast er veitt- ur meiri styrkur en því nemur, og all- margir sjúklingar háfa fengið legukostnað sinn að fullu greiddan. Segir það sig sjálft, hversu mikil hjálp þetta er efna- litlum eða öreiga sjúklingum, sem margir eiga fullt í fangi með að greiða ferðakostn- að hingað, því margt er þetta fólk úr f jarlægustu héruðum landsins. Höfuðstóll sjóðsins var við síðustu reikningsskil kr. 289,683,87, og hefir hann þó síðan hann tók til starfa ekki aukist að öðru en nokkrum hluta vaxta. Til styrkja er árlega varið % hlutum vaxta og öllum þeim gjöfum sem gefist hafa næsta ár á undan. Árið 1942 námu styrkir kr. 15,974,50. Það var sjóðnum ómetanleg hjálp, er þáverandi landssímastjóri, hr. O. Forberg, bauðst til þess að láta landssímann annast afgreiðslu samúðarskeyta sjóðsins'. Skeyti þessi eru nú aðaltekjulind hans. Þau námu síðastliðið ár kr. 18586,55, eru þar ekki meðtalin þau ómakslaun, sem lands- síminn tekur, og renna í styrktarsjóð fé- lags íslenzkra símamanna. Á fyrri árum sjóðsins bar það eigi ósjaldan til, að fólk færði honum gjafir, er það mæltist til að stofnaður yrði af sér- stakir sjóðir. Eru slíkir smásjóðir nú 8 talsins, en allir litlir, frá um 2000 til tæpar 10,000 krónur. Ég efast ekki um, að þeir sem notið hafa styrks úr sjóðnum, beri til hans hlýj- an hug. Ljós vottur þess er gjöf að upp- hæð kr. 1000,00, sem sjóðnum barst seint á síðastliðnu ári, frá manni, sem fyrir mörgum árum hafði átt tvö börn á spítal- anum, er nutu styrks úr sjóðnum. Kvaðst gefandinn, hr. Þórlindur Jóhannesson á Fáskrúðsfirði, hafa heitið því þá, að ef hagur sinn rýmkaði, skyldi hann láta sjóðinn njóta góðs af. Þetta loforð hefir hann drengilega efnt, og þótt því fari fjarri, að gert sé ráð fyrir neinu endur- gjaldi, verður langminni og ræktarsemi sem þessi, þeim, sem umráð hafa yfir sjóðnum, óblandið gleðiefni. Hverjar eru þá framtíðarhorfur sjóðs- ins. Getur hann hamlað á móti þeim breyt- ingum sem orðnar eru á öllu verðlagi. Af hækkandi dvalarkostnaði sjúklinga á spítalanum leiðir, að styrkveitingar úr sjóðnum til hvers einstaks sjúklings hljóta að hækka stórlega. Sjóðurinn þarf þess því mjög með, að gjöfum til hans fjölgi, og að þær vaxi í samræmi við verðgildis- breytingar gjaldeyrisins. Því þörfin fyrir styrk úr sjóðnum, hefir reynst nokkurn- veginn hin sama og áður. Þrátt fyrir bætt- an hag margra, eru þó þeir. enn margir, sem eigi geta orðið neins slíks aðnjótandi. 1 þeim hópi eru sjúkir menn og konur, og veitist þeim nú jafnvel ókleifara en áður, að geta sjálfir séð sér farborða. Sjúkra- samlögin eru enn of óvíða og reynast ónóg, þá er um langa sjúkrahússvist er að ræða. Og áreiðanlegt er það, að á meðan félags- málum vorum er eigi svo komið, að sjúkra- hússvist fáist án beins kostnaðar af hendi hins sjúka, verður þess ærin þörf, að sjúklingar í Landsspítala Islands eigi slíkan bakhjarl, sem Minningagjafasjóð- urinn er. Niðurlagsorð Sólarljóða eru þessi: Drottinn minn gefi dánum ró, hinum líkn, sem lifa. ,,Líknið þeim, sem lifa“ er kjörorð sjóðs- ins, og vildi ég að endingu, um leið og ég nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim mörgu, sem á liðnum árum hafa lagt fram gjafir til sjóðsins, minna á, að með því að sýna þeim, er enn eru lífs, líkn- semd, minnist þér fagurlegast þeirra, er dánir eru, og öðlast hafa þá ró, er drott- inn veitir. Inga Lárusdóttir. Inga Lárusdóttir, sem ritað.hefir fram- anskráða grein, gegndi ritarastörfum í stjórn sjóðsins frá stofnun hans til ára- móta 1941—42, er hún tók við formanns- starfinu við fráfall Ingibjargar H. Bjarna- son. Aðrir stjórnendur sjóðsins eru: Ragn- heiður Jónsdóttir, gjaldkeri, Laufey Vil- hjálmsdóttir, ritari, Elín Jónatansdóttir og Þorgerður Þorvarðsdóttir. Inga Lárus- dóttir hefir unnið allmikið að ýmsum áhugamálum kvenna, og gaf um 12 ára skeið út blaðið „19. júní“. Hún er dóttir Lárusar Benediktssonar prests í Selárdal í Arnarfirði, Þórðarsonar bónda að Kjarna í Eyjafirði, og konu hans, Ólafíu Sigríðar Ólafsdóttur, Pálssonar dómkirkjuprests í Reykjavík, Ólafssonar, Pálssonar klaust- urhaldara að Elliðavatni. Páll Ólafsson var prestur að Ásum í Skaftártungu, og fórst í jökulhlaupi á Mýrdalssandi, ásamt Þórarni Öef jord. Kona séra Ólafs Pálsson- ar eldra var Helga, dóttir séra Jóns Stein- grímssonar að Prestsbakka á Síðu. Þessir fjórir Japanir reyndu að komast i gegn um víglínu Bandaríkjamanna á Salomonseyjum. Það kostaði þá lífið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.