Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 2
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. VTKAN, nr. 19, 1943 Rvik, 20. apríl 1943. Kæra ,,Vika“. Mig langar til að spyrja þig eftir- farandi spuminga, sem óskast svarað í „Póstinum": 1) Má selja íslenzk frímerki án verzlunarleyfis út úr landinu? Þarf nokkurt útflutningsleyfi ? 2) Hvernig er það borgað, þegar maður ætlar að kaupa (eða selja) frímerki frá (til) Ameríku? Hvemig er hægt að fá dollara? Með fyrirfram þökk. „Plató“. Svar: 1) Samkv. upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, mun ekki þurfa verzlunarleyfi til að selja frímerki. Útflutningsleyfi mun ekki þurfa, nema sent sé í fragt, sem mun vera mjög sjaldgæft. 2) Greiðsla verður að vera annað hvort fyrirfram eða í gegnum banka. Pósthúsið hefir engin póstkröfuvið- skipti við útlönd. Vífilsstöðum, 29. apríl ’43. Vika góð! Vildir þú ekki komast eftir því, Greftrun amerískra, hermanna í Norður-Afríku. Hermennirnir standa heiðursvörð við kistuna, sem er sveipuð ameríska fánanum. Pósturinn Bréf asamband: Óskum eftir að komast í bréfa- samband við pilta eða stúlkur 16 til 20 ára. Jóhannes Pálsson, Purubrekku, Staðarsveit, Snæf. Þórður Sveinsson, Fossi, Staðarsveit, Snæf. Kæra, margfróða Vika! Viltu vera svo góð að segja mér, hvað Vikan kostar á einum mánuði, ög líka hvað árgangurinn kostar og hvort ódýrara er að kaupa Vikuna í lausasölu eða vera fastur kaupandi að henni. Með kærri kveðju og fyrirfram þakklæti fyrir hið væntanlega svar. Öviss kaupandi. Svar: Vikan kostar kr. 4,50 á mán- uði, kr. 54,00 á ári, ef verðið helzt óbreytt. Það er ódýrara að vera fast- ur áskrifandi. hvað reglulega góðar myndavélar, til dæmis þær, sem taka 35 mm. filmur, kosta núna úti í Ameríku. Sýndu nú, að þú leysir vel úr spumingum lesendanna. „Bantam”. Svar: Við hringdum til Hans Peter- sen og fengum það svar, að það væri frá kr. 300,00 til kr. 1200,00. Kæra Vika! Er ekki von á nýjum bókum eftir Þórberg Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness bráðlega? Vinsamlegast. Próðleikfús. Svar: Þórbergur segir, að von sé á lítilli bók eftir sig í haust, og það höfum við eftir forlagi Laxness, að bók eftir hann komi út í haust. Rvik, 1. apríl ’43. Kæra „Vika"! Getur einstáklingur fengið bækur fluttar inn í landið án innflutnings- leyfis? Ef svo er, hvernig eru þær bækur þá borgaðar? Virðingarfyllst, Finnur. Svar: Menn þurfa innflutnings- og gjaldeyrisleyfi og fá svo ávísun í banka eða pósthúsi til þess að greiða pöntunina. (Hinni spurningunni reyn- um við að svara ítarlega við tæki- færi). VerðÍagsblöð sem sendast eiga vegna vöruinnkaupa til verðlagsstjóra, fást í 50 eintaka blokkum í Steindórsprenti h.f. Kirkjustræti 4. Akureyri, 25. apríl. Kæra Vika! Nokkra forvitna skólafélaga lang- ar til að vita, hvemig miðasölu menntaskólahappdrættisins reiddi af syðra. — Eigum við þar við að fá upplýst, hvaða deildir seldu mest og nöfn nemenda, sem flesta seðla seldu. H. H. og G. B + Co. Svar: Eftirfarandi upplýsingar fengum við um þetta: 5. bekkur C (stærðfræðideild) seldi mest og'Geir Hallgrímsson deldi flesta miða. Dr.theol. JÓJV HEtGASON: Árbækumar skýra frá öllu þvi helzta, er gerzt hefir í Reykja- vik í 150 ár. Hreinlœtisvörur frá SJOFN mæla með sér sjálfar. Þær mimu spara yður mikið ómak við hrein- gerningar. NOTIÐ S JAFNAR STANGASÁPU OPAL RÆSTIDUFT KRYSTALSÁPU PERLU PVOTTADUFT - ALLT FRA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.