Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 19, 1943 5 Höfundurinn: Agatha Christie Ný framhcaldssaga: LtinMiir BjggDareida --------------4--------------- Hún benti á gamalt skrifborð. Skyndilega var sem henni kæmi eitthvað i hug, hún gekk yfir að skrifborðinu og opnaði eina skúffuna. Hún sneri sér við tómhent. Það var einkennilegur hreimur í rödd hennar. ,,Ó!“ sagði hún, „byssan er hér ekki lengur.“ III. KAPLI. Tilviljanir ? Frá þessu augnabliki breyttust samræðumar. Hingað til höfðu Poirot og unga stúlkan verið á öndverðum meið. Aldursmunurinn var sem hyl- dýpi á milli þeirra. Frægð hans og orðstír hafði ekkert að segja í hennar augum — hún tilheyrði þeirri kynslóð, sem aðeins þekkir nöfn þeirra stórmenna, er uppi eru á líðandi stundu. Þess vegna tók hún ekkert tillit til viðvarana hans. I hennar augum var hann gamall, dálítið skrítinn útlendingur, með undursamlega auðugt ímynd- vmarafl. Hegðun hennar, í samræmi við þetta, gabbaði Poirot. Til að byrja með þoldi hégómagimi hans þetta. Það var bjargföst trú hans, að allur heim- urinn þekkti Hercule Poirot. Hér var ein, sem ekki þekkti hann. Hann hafði sannarlega gott af þvi, fannst mér — en það var ekki að sama skapi gagnlegt í augnablikinu. En við þá uppgötvun, að skammbyssan var horfin, breyttust allir málavextir. Nick hætti að líta á þetta sem skemmtilegt gaman. Hún ræddi málið skynsamlega, því að það var föst venja hjá henni, að atihuga allt, er fyrir hana kom, með skynsemi, en framkoma hennar var breytt. Hún kom og settist á arma hægindastólsins og horfði fram fyrir sig hugsandi. „Þetta er skrítið," sagði hún. Poirot sneri sér snögglega að mér. „Manstu, Hastings, er ég sagði þér, að mér hefði dottið dálitið i hug. Já, sú hugsun min var laukrétt. Við skulum ímynda okkur, að ungfrúin hefði fundizt dauð í garðinum. Hún hefði ekki fundizt fyrr en eftir nokkra klukkutíma, þar eð svo fáir leggja leið sina þarna um. Við hliðina á henni lægi svo hennar eigin skammbyssa — efa ekki að frú Ellen piundi hafa þekkt að svo væri. Það hefðu orðið getgátur, enginn efi, — áhyggjur, svefnleysi —“ Nick hneygði höfuðið samþykkjandi. „Það er satt. Ég hefi haft áhyggjur. Allir hafa sagt mér að ég væri taugaveikluð. Já, þau mundu leiða mörgum getum að orsökinni ...“ „Og úrskurða þetta sem sjálfsmorð. Fingraför ungfrúarinnar á allri skammbyssunni, og engra annarra — já, það mundi vera mjög auðvelt og sannfærandi." „En hræðilega skemmtilegt,“ sagði Nick, og mér til mikillar ánægju tók ég eftir því, að hún var ekki eins glöð og hún vildi láta líta út fyrir. Poirot tók þessi orð hennar eins og þau voru töluð. „En þér skiljið, ungfrú, þetta má ekki koma fyrir oftar. Fjórum sinnum mistök — já, — en 1 fimmta skipti gæti það heppnast!" „Það er bezt að'fara að ná í líkvagninn," taut- aði Nick. „En við erum hérna, vinur minn og ég, til þess að afstýra þessu!“ Forsaea * Poirot Og Hastings vinur ® " hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að því, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsækja hana að Byggðarenda. Er þangað kemur láta þeir Nich segja sér ítarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt í lífsháska, og sina henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. Ég var þakklátur fyrir þetta „við“. Poirot á það til stundum, að látast ekki vita um nærveru mína. „Já,“ skaut ég inn í. „Þér megið ekki vera skelkuð, ungfrú Buckley. Við skulum vemda yður.“ „Það er fallega gert af ykkur," sagði Nick. „Ég held, að mér finnist þetta allt ákaflega dá- samlegt — of dásamlegt.“ Hún reyndi enn þá að láta sem hún áliti þetta eintómt spaug, en ég sá, að í augum hennar lýsti efinn. „Það fyrsta, sem við verðum að gera,“ sagði Poirot, „er að halda ráðstefnu." Hann settist og horfði vingjamlega á hana. „Til að byrja með, ungfrú, venjuleg spuming — eigið þér nokkra óvini?" Nick hristi höfuðið. „Ég er hrædd um ekki,“ sagði hún. „Þá sleppum við þeim möguleika. Og nú kemur spumingin úr léynilögreglusögunum — hver hefir hagnað af dauða yðar, ungfrú?" „Ég get ekki ímyndað mér það,“ sagði Nick. „Þess vegna er þetta í mínum augum svo mikil fjarstæða. Ég á reyndar þetta gamla hús, en það er veðsett, þakið á því er lekt, og ekki býst ég við að það séu kolanámur eða eitthvað annað álíka verðmætt í klettunum hérna í kring.“ „Er það veðsett?" „Já, ég varð að veðsetja það. Það voru tvö dauðsföll innan fjölskyldunnar — hvert á eftir öðm, svo að segja. Fyrst dó afi minn — fyrir sex ámm síðan og svo bróðir minn, rétt á eftir. Þessu fylgdu mjög mikil útgjöld." „Og faðir yðar?“ „Hann kom örkumla heim úr stríðinu, fékk svo seinna lungnabólgu og dó 1919. Mamma dó, þegar ég var lítið barn. Ég bjó hér með afa. Honum og pabba féll ekki (og ég undrast það ekki), svo pabba þótti þægilegast að skilja mig hér eftir og fara sinna eigin ferða í heiminum. Gerald — en svo hét bróðir minn — og afa féll ekki heldur. Ég þori að segja, að mér hefði heldur ekki fallið við hann, hefði ég verið drengur. Það að ég var stúlka bjargaði mér. Afi var vanur að segja, að ég væri lifandi eftirmyndin hans föður síns og hefði erft fjör hans.“ Hún hló. „Hann var hræði- legur svallari, veit ég. En afskaplega mikill láns- maður. Það gengu um það munnmæli, að allt, sem hann snerti, yrði að gulli. Hann var fjár- hættuspilari, og eyddi öllu sínu fé jafnóðum og hann aflaði þess. Þegar hann dó, mátti heita að hann skildi ekkert eftir, að undanskildu húsinu og lóðinni, sem þvi fylgir. Ég var þá sextán ára og Gerald tuttugu og tveggja. Þremur árum seinna fórst Gerald í bifreiðarslysi og húsið varð eign mín.“ „Og hver er nákomnasti ættingi yðar, ungfrú?" „Frændi minn Charles, Charles Vyse. Hann er lögfræðingur hérna. Mjög góður og heiðvirður, en leiðinlegur. Hann gefur mér góð ráð og reynir að halda í hemilinn á mér.“ „Hefir hann með höndum fjármál yðar — ha?" „Ja — já, ef svo mætti segja. Ég á nú svo sem ekki mikið af peningum, sem þurfti að ráð- stafa! Hann sá um veðsetninguna fyrir mig og hjálpaði mér að leigja jörðina." „Já! Lóðin héma i kring. Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja yður um hana. Svo hún er leigð?" „Já, — þau eru frá Ástralíu. Croft heita þau. Mjög hjartagóð, þér skiljið — ágætis fólk. Óbrot- in og góðgjöm. Eru alltaf að færa mér að bragða gulrætur, baunir og þess háttar. Þau em mjög hneyksluð yfir, hvemig ég læt allt reka á reið- anum hér. Þau eru næstum óþægilega nálæg — hann að minnsta kosti. Vill vera svo vingjam- legur og er sítalandi. Hún er krypplingur, vesal- ingurinn og liggur á legubekk allan daginn. En hvað sem öllu líður, þau borga leiguna og það er fyrir öllu.“ „Hvað hafa þau verið lengi hér?“ „1 kringum sex mánuði." „Ó-já. En fyrir utan þennan frænda yðar — í föður- eða móðurætt, engir ættingjar?" „Móðir mín hét Amy Vyse." „Nú, en fyrir utan þennan frænda, eigið þér enga aðra ættingja?" „Nokkrar fjarskyldar frænkur í Yorkshire — Buckleys." „Enga aðra?" „Nei." „Það er einmanalegt." Nick starði á hann. „Einmana? Skrítin hugsun. Ég er sjaldan hér, eins og þér vitið. Venjulega er ég í London. Ætt- ingjar em oftast leiðinlegir. Þeir eru með hávaða og afskipti af öllu. Það er langmest gaman að vera sjálfs stns herra." „Þá er óþarfi að aumkva yður, þér emð nú- tima kona, ungfrú. Nú — hverpig er með heimilis- fólk yðar?" „En mikilfenglegt! — Ellen er allt mitt heimil- isfólk, og maður hennar, sem er eins konar garð- yrkjumaður — ekki góður garðyrkjumaður. Ég borga þeim ósköp litið, af því að ég leyfi þeim að hafa barnið með sér. Ellen vinnur fyrir mig, þegar ég er héma, og ef ég hefi gesti, þá fáum við hina og þessa til þess að hjálpa okkur. Ég ætla að halda veizlu á mánudaginn." „Á mánudaginn — og í dag er laugardagur. Ó, já. Nú, þá eru það vinir yðar, ungfrú — til dæmis þessi öll, sem þér borðuðuð með í dag?" „Nú —- Freddie Rice, ljóshærða stúlkan, er ein- hver bezta vinkona mín. Hún hefir átt erfiða daga. Var gift mannskepnu, sem drakk og svall- aði og var að öllu leyti ómögulegur. Hún varð að fara frá honum fyrir einu eða tveimur árum. Síðan hefir hún flækzt hingað og þangað. Ég vona að guð gefi að hún fái lagalegan skilnað og giftist Jim Lazarus." „Lazaraus? Kaupmaðurinn í Bond Street?" „Já, Jim er einkasonur hans. Veður í peningum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.