Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 19, 1943 3 Samvinnuskólinn. Fratnhald af forsíðu hannsson, kennari, Héðinn Valdimarsson, framkv.stjóri, Jón Árnason, framkv.- stjóri S. I. S., Jón Guðmundsson endur- skoðandi og séra Tryggvi Þórhallsson. Kennt var bókfærsla, reikningur, enska, íslenzka, verzlunarlandafræði, samvinnusaga, hagfræði og vél- ritun. Auk þess voru fluttir fyrir- lestrar um ýms málefni og nokkrir umræðufundir haldnir. Þegar á fyrsta starfsári var ákveðið, að námskeið þetta skyldi breytast í tveggja ára skóla, og næsta vetur skyldi hann hefjast 1. des. En sökum inflúenzunnar, sem barst tii landsins um haustið, gat skól- inn ekki byrjað fyrr en undii jól, og stóð til aprílloka. Nem- endur voru þennan vetur 28 þrátt fyrir ýmsa örðugleika aí völdum inflúenzunnar. Húsnæð hafði skólinn þá í Iðnskólanum, en það var þröngt og heldur lélegt. Næsta vetur í marzmánuði gat skól- inn flutt í það húsnæði, sem honum var I vetur starfaði skólinn, eins og að und- anförnu, í tveim deildum og voru nem- endur fimmtíu, en tuttugu og níu útskrif- uðust. Samvinnuskólinn er tveggja ára skóli, en krafist er mikils undirbúnings, að nemendur séu búnir að vera annað hvort tvo vetur í héraðsskóla eða gagn- fræðaskóla. Jónas Jónsson hefir verið skólastjóri Þorkell Jóhanncsson ,er fæddur 6.desemberl895 að Fjalli í Aðaldal. For- eldrar hans voru Jóhannes Þorkelsson hreppstjóri og bóndi þar og kona hans, Svaí'a Jónasdóttir frá Hraunkoti. Þorkell stund- aði nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri 1912— 1914, varð stúdent 1922, mag. art. 1927, skólastjóri Samvinnuskólans og rit- stjóri Samvinnunnar 1927—’31. Hann varð 1. bókavörður við Landsbókasafnið árið 1932 og síðan. Dr. phil. frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1933. Ritstjóri Nýja dagblaðsins og Dvalar 1933—’34. Hann hefir nýlega verið skipaður Landsbókavörður. frá upphafi, nema þau ár, sem hann var ráðherra, en þá gengdu skólastjórastörf- um dr. Þorkell Jóhannesson og Guðlaugur Rósinkranz, einn vetur, en Guðlaugur hefir verið yfirkennari frá því að það starf var myndað. Mikið félagslíf er í Samvinnuskólanum, fundahöld, skíðaferðir, danssamkomur, handboltaæfingar og sund. — Nemendur koma yfirleitt þroskaðir í skól- ann og mun það setja svip á félagslífið. Skólinn er á efstu hæð í húsi Sambandsins við Sölvhólsgötu. Jónas Jónsson er fæddur 1. maí 1885 í Hriflu í Ljósavatns- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Jóns bónda Kristjánssonar og Rannveigar Jónsdóttur. Jónas útskrifaðist úr gagnfræðaskólanum á Akur- eyri árið 1905. Síðan dvaldi hann árin 1905—1909 við nám erlendis, í Berlín, Oxford, Lon- don og París. Hann hafði 1908 —1909 styrk frá Alþingi til þess að kynna sér skólamál. 1909 varð hann kennari við Kennaraskól- ann og gegndi því starfi til háusts 1918, að hann gerðist skólastjóri Samvinnuskól- ans. Hann var dómsmálaráðherra frá 1927 —1932. Jónas hefir setið og situr í ótal nefndum: dansk-íslenzku ráðgjafarnefnd- inni, alþingishátíðarnefndinni, Þingvalla- nefndinni o. fl. Hann var fyrst landkjör- inn þingmaður, frá 1923, en síðan þm. Suður-Þingeyinga. Jónas Jónsson hefir alla tíð gefið sig mjög að kennslu og menningarmálum og var formaður Menntamálaráðs frá 1939 til 1943. Hann var lengi ritstjóri Skinfaxa og ritaði margt í það blað. Núna er hann ritstjóri Samvinnunnar. Jónas er kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur á Granastöðum í Köldukinn, Sigurðssonar. Skrifstofubygging- S.f.S., þar sem er aðsetur Samvinnuskólans. Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari er fæddur 11. febrúar 1903 í Tröð í Önundarfirði, sonur Rósinkranz Rósinkranzsonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, konu hans. Guðlaugur útskrif- aðist úr Kennaraskólanum árið 1925 og fór þá utan til Svíþjóðar og dvaldi þar í fimm ár við nám og útskrifaðist úr Sociálpolitiska Institutet í Stokkhólmi 1929. Hann kom heim aftur árið 1930 og hóf þá kennslu í Samvinnuskólanum og er nú yfirkennari við hann. Guðlaugur hefir starf- að mikið að félagsmálum, er nú formaður Vest- firðingafélagsins og meðritstjóri Samvinnunnar. Guðlaugur hafði einn vetur skólastjórn á hendi. ætlað í hinu nýja Sambandshúsi á þriðju hæð og þar hefir skólinn síðan verið. Fékk skólinn þá langtum betra og stærra hús- næði, heldur en hann hafði haft áður og þurfti nú ekki lengur að vera á flækingi; hann var búinn að eignast heimili.“ Námsgreinar þær, sem kenndar hafa verið, eru: íslenzka, sænska eða danska, enska, þýzka, reikningur, bókfærsla, verzl- unarréttur, hagfræði, félagsfræði, sam- vinnusaga, verzlunarlandafræði, skrift, vélritun og leikfimi. Amerískir hermenn kaupa mikii' af ýmiskonar minjagripum í Inc landi og senda vinum og kunn ingjum heima.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.