Vikan


Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 21, 1943 5 Framhaldssaga: Höfundurinn: Agatha Christie Leplardnmr HmliriiÉ R Hercule Poirot u „Já.“ „Ef til vill með það fyrir augrum, að leyna okkur, hver viðkomandi er?“ Poirot hristi höfuðið ákaft. „Nei, nei. Mér virtist hún þvert á móti vera alveg' hreinskilin á þvi sviði. Ég er sannfærður um, að hvað viðkemur þessum banatilræðum, þá sagði hún okkur allt, er hún vissi. En það er eitthvað fleira — eitthvað, sem hún álítur að sé þessu algjörlega óviðkomandi. Og mig langar mikið til þess að vita, hvað þetta „eitthvað“ er. Því ég er — í allri hæversku sagt — töluvert skynsamari en ungfrúin. Ég, Hercule Poirot, gæti séð samband milli hlutanna, þar sem hún sér ekkert. Ef til vill tekst mér að finna lykilinn að þessu. Ég segi þér það, Hastings, í fullri hrein- skilni, að ennþá fálma ég í blindni. Þar til að ég sé skina í einhverja ástæðu á bak við þetta. Það hlýtur að vera eitthvað — einhverjir punktar í þessu máli, sem ég ennþá hefi aðeins ekki upp- götvað. Hvað er það? Það er spumingin." „Þú finnur það áreiðanlega,“ sagði ég hug- hreystandi. „Vonandi," sagði hann þungbúinn, „finn ég það ekki of seint.“ V. KAFLI. Herra og frú Croft. Það var dansleikur á gistihúsinu um kvöldið. Nick Buckley var þar með vinum sinum, og veifaði glaðlega til okkar. Þetta kvöld var hún klædd í fisléttan, skarlats- rauðan, skósíðan kjól. Fannhvítur háls hennar og handleggir stungu mjög í stúf við kjólinn. Svipur hennar var djarfur og ófyrirleitinn. „Aðlaðandi! Dásamleg!“, sagði ég ósjálfrátt. „Andstæða við samfylgdarfólk sitt — ha?“ Frederica Rice var hvítklædd. Hún dansaði með hægum, letilegum hreyfingum, sem voru mjög ólíkar stæltum og rösklegum hreyfingum Nicks. „Hún er mjög falleg," sagði Poirot allt í einu. „Hver? Nick okkar?“ „Nei — hin. Er hún vond manneskja? Er hún góð? Er hún mjög óhamingjusöm? Enginn veit það. Hún er ráðgáta. Ef til vill er hún, er allt kemur til alls, ekki neitt! En ég skal segja þér, vinur minn, hún er tilbending!" „Hvað áttu við?“ spurði ég forvitinn. Hann hristi höfuðið og brosti. „Þú kemst að því fyrr eða seinna. Minnstu orða minna.“ Mér til undrunar stóð hann upp. Nick var að dansa við George Challenger. Frederica og Lazarus voru rétt ný hætt, og höfðu sezt við borðið. Þá stóð Lazarus á fætur og fór eitthvað fram. Frú Rice var ein. Poirot fór beina leið yfir að borðinu til hennar. Ég elti hann. Það var bersýnilegt, hvað hann ætlaði sér. „Með yðar leyfi?“ og hann tók einn stólinn og settist. „Mig langar að segja nokkur orð við yður, á meðan vinir yðar eru að dansa.“ „Einmitt," rödd hennar var köld og áhuga- laus. „Frú, ég veit ekki, hvort vinkona yðar hefir sagt yður nokkuð. Ef ekki, þá skal ég gera það. Henni var sýnt banatilræði í dag.“ Hin stóru, gráu augu hennar urðu ennþá stærri, og úr þeim skein bæði undrun og hræðsla. „Hvað eigið þér við?“ Forsaíra : Poirot og Hastings vinur ® * hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Þar kjmnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að því, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsæltja hana að Byggðarenda. Er þangað kemur láta þeir Nich segja sér ítarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt í lifsháska, og sýna henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. En er hún ætlar að ná I byss- una, er hún horfin. Poirot lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot hvetur hana til þess að fá einhvem vina sinna til þess að búa hjá sér og það verð- ur úr, að hún segist skulu fá frænku sína frá Yorkshire. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. „Það var skotið á ungfrú Buckley í gistihús- garðinum í dag.“ Hún brosti allt í einu — og brosið var allt í senn vingjarnlegt, meðaumkunar- og tortryggnis- legt. „Sagði Nick ykkur það?“ „Nei, frú, af tilviljun sá ég það með mínum eigin augum. Hér er kúlan..“ Hann rétti hana í áttina til hennar og hún hörf- aði lítið eitt. „En þá — afhverju þá —.“ „Þetta er hreint engin ímyndun úr ungfrúnni, þér skiljið það. Það skal ég ábyrgjast. Og það er fleira. Margar einkennilegar tilviljanir hafa átt sér stað undanfarna daga. Þér munuð hafa heyrt — nei, ef til vill hafið þér það ekki. Þér komuð ekki fyrr en í gær — eða er ekki svo?“ „Já — í gær.“ „Áður en þér komuð hingað bjugguð þér hjá vinum yðar í Tovistock, hefir mér skilizt." „Já.“ „Mig langar að vita, ungfrú, hvað þessir vinir yðar heita.“ Hún lyfti augnabrúnunum. „Er nokkur ástæða til að ég segi yður það,“ spurði hún kuldalega. Poirot varð á augabragði sakleysislega undr- andi á svipinn. „Ég bið yður þúsund sinnum að afsaka, ung- frú, ef ég hefi verið ókurteis. En ég á nefnilega kunningja i Taristock, og gerði mér í hugarlund, að þér hefðuð ef til vill hitt þá þar .. . Buchanan, heita vinir mínir.“ Frú Rice hristi höfuðið. „Ég man ekki eftir þeim. Og ég minnist ekki að hafa heyrt þetta nafn.“ Rödd hennar var nú aftur eins og hún átti að sér. „En við skulum ekki vera að tala meira um þetta fólk. Segið mér heldur meira um Nick. Hver skaut á hana? Og hvers vegna?“ „Ég veit ekki, hver gerði það — ekki enn þá,“ sagði Poirot. „En ég skal komast að því. Ég er, eins og þér kannske vitið, leynilögreglumaður. Náfn mitt er Hercule Poirot.“ „Mjög frægt nafn.“ „Þér eruð um of vingjamlegar, frú.“ Hún sagði hægt: „Hvað viljið þér, að ég geri?“ Ég held, að hún hafi með þessu gert okkur báða undrandi. „Ég vil biðja yður, frú, að gefa nánar gætur að vinum yðar.“ „Ég skal gera það.“ „Svo er það ekki fleira.“ Hann stóð á fætur, hneigði sig rösklega og síðan héldum við yfir að borðinu okkar. „Poirot,“ sagði ég, „ertu ekki um of opinskár?" „En, vinur minn, hvað annað get ég gert? Það skortir alla kænsku, ef til vill, en það er samt sem áður öruggara. Ég má ekki hætta á neitt. Eitt virðist að minnsta kosti vera augljóst." „Og hvað er það?“ „Frú Rice var ekki í Tavistock. Hvar var hún? En ég skal komast að því! Það er engin leið að leyna Hercule Poirot slíku. Sérðu — hinn laglegi Lazarus er kominn aftur. Nú er hún að segja honum allt. Hann horfir hingað til okkar. Hann er skynsamur, sá náungi. Taktu eftir lög- uninni á höfðinu á honum. Ö! Ég vildi að ég vissi —.“ „Hvað?“ spurði ég, er hann þagnaði í miðri setningu. „Það, sem ég mun vita á mánudaginn," svaraði hann. Ég leit á hann, en sagði ekkert. Hann hristi höfuðið. „Þú ert ekki lengur jafn forvitinn, vinur minn. 1 gamla daga —.“ „Það er til sú ánægja," sagði ég kuldalega, „sem þú hefir gott af að vera án." „Þú átt við — ?“ „Ánægjuna af þvi að neita að svara spuming- um mínum." „Þá það, þá það,“ tautaði Poirot. „Söguhetjur Edwards-timabilsins vom þöglar sem gröfin.“ Augu hans glitruðu, eins og svo oft áður. Nick dansaði skömmu seinna fram hjá borðinu okkar. Hún smeygði sér úr fangi félaga síns, og kom til okkar, líkust glöðum, flögrandi fugli. „Dansandi á grafarbarminum,“ sagði hún fjörlega: „Það er ný tilfinning, ungfrú, ekki svo?“ „Jú, og frekar skemmtileg." Og hún þaut af stað aftur, veifandi hend- inni i kveðjuskyni. „Ég vildi óska, að hún hefði ekki sagt þetta," sagði ég hægt. „Dansandi á grafarbarminum. — Ég get ekki fellt mig við þetta." „Ég veit það. Það er of nærri sannleikanum. Hún er kjarkmikil, sú litla. Já, hún hefir kjark. En því miður, það er ekki kjarkur, sem vantar, eins og stendur. Gætni, ekki kjarkur — það er það, sem með þarf.“ Næsti dagur var sunnudagur. Við sátum á veggsvölum gistihússins og klukkan var hér um bil hálf ellefu, er Poirot skyndilega stóð á fætur. „Komdu, vinur minn. Nú skulum við gera svo- litla tilraun. Ég hefi komizt að því, að Lazarus og frúin hafa farið út að aka í bílnum, og að ungfrúin hefir fai^ið með þeim. Leiðin er opin!“ „Opin — til hvers?“ • „Þú munt komast að því.“ Við gengum niður þrepin, þvert yfir litinn gras- flöt, og þar í gegnum hlið, en frá því lá bugð- óttur stígur niður að sjónum. Ungt fólk, er verið hafði að synda, kom upp stíginn. Það fór fram- hjá okkur, hlæjandi og masandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.