Vikan


Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 21, 1943 11 Ungur maður kemur á ættaróðal sitt til þess að selja það. Hryggur í huga reikar hann um og kveður það, sem honum er kært, en . . . Vasabókin / Atta tíma ferð með lestinni var að verða lokið; þjáningum og leiðind- um, í hræðilegum hita og ólofti. I hliðarganginum, þar sem var betra loft, hafði fólk verið mestan hluta ferðarinnar, Hann hafði setið þar lengst af; var búinn að skipta svo oft um sæti, að hann hafði setið í þeim flestum. I hverju hafði hann setið um hálftíma reykjandi, andvarpandi af hita og leiðindum, með hermannafrakk- ann á hnjánum. Nú fór að sjást til f jallsins, sem bærinn stóð undir og hafði fengið nafn af. Úti á sléttunni sáust tjaldbúðirnar og í kvöld- skininu virtust þær geysistórar. I gamla daga hafði hann komið hér tvisvar á ári í leyfi foreldra sinna með þeim. I þá daga hafði hann hugsað sér mikinn her í þessum herbúðum. Hávaði járnbrautarlestarinnar verkaði þá á hann sem orustugnýr. Gagntekinn af hrifningu hafði hann hugsað sér morgunlestina ráð- ast gegnum veggi tjaldbúðanna. Með hornablæstri 'komu hinir brynjuðu riddar- ar og það blikaði á þá í morgunskininu. Og eftir að hafa stöðvast í þorpinu nokkra hríð, hélt þessi brynjaða fylking áfram, fram til nýrrar orustu. — Það hvein í sverðunum og þau voru tilbúin til að greiða þung högg. Og fylkingin hvarf út í hinn unga morgun, undir æsandi leik hornanna, sem sigurvegari. En dagar þess- ara hugsana voru löngu liðnir, horfnir, eins og riddarafylkingarnar. Georg leit brosandi til hliðanna, sem farið var fram hjá. í dag skein sólin og engar myndir ímyndunaraflsins komust að veruleikanum. Orustan, sem hann dreymdi um í gamla daga, var aldrei háð. Tjald- búðirnar stóðu þarna friðsamlegar, eins og fyrir tólf árum. hans afa Sm.cLsclq.cl e$tbi \AL. 'Ro.cLa. Loksins, loksins rann lestin inn á stöð- ina. Georg hafði náð áfangastaðnum. Stöðvarstjórinn heilsaði honum að her- manna sið. Eftir það hélt Georg yfir braut- arstéttina út á þjóðveginn og litaðist um. I því kom vagn akandi eftir veginum. Það var Matthías, gamli ekillinn-hans. „Fyrirgefið herra liðsforingi, fyrirgefið, lestin hefir verið óvanalega stundvís í dag,“ og því hafði Matthías alls ekki reikn- að með. „Góðan dag — hvernig gengur það.“ ætlaði Georg að fara að segja, en áttaði sig. Hvað þýddi að spyrja að því, sem ekki var hægt að svara. Hann leit snögglega á Matthías. „Það gerði ekkert til, ég var að koma hingað.“ Og aftur leit hann til Mátthíasar. Gamli maðurinn færði sig í aftursætið og Georg tók við taumunum. 1 gamla daga hafði Matthías alltaf feng- ið að sitja við hliðina á honum; hann haf ði meira að segja gefið gamla manninum vindil og látið hann segja sér sögur. Nú sat Matthías gamli að baki honum, og varð að þegja. Og það færðist sorgarsvipur yfir andlit gamla mannsins. Þeir óku af stað og höfðu brátt akra og engi á báðar hendur. Akrarnir voru illa hirtir og þaktir illgresi. Seinna fóru þeir fram hjá bændabýlum, með gæsum, hænsnum og börnum, sem léku sér við veginn, en hlupu til bæjar, þegar þau urðu vagnsins vör. Hundar komu, geltandi, og fylgdu vagninum spöl- korn, en snéru til baka vitandi, að þeir hefðu gert skyldu sína. Bóndinn kom út og tók djúpt ofan. Hann var ekki að taka ofan fyrir Georg, heldur gamla, gula vagninum og bláa frakkanum hans Matthíasar. — Faðir hans hafði, fyrir fjörutíu til fimmtíu árum einnig tekið ofan, þegar gulur vagn, með ökumanni klæddum bláum frakka, fór fram hjá bænum — þeir tóku ofan án þess að vonast eftir kveðju frá vagninum. I þá daga var það Neudroft barón, sem hélt um taumana. En skyldan að heilsa fylgdi í marga ættliði. I fjórða sveitaþorpinu, sem þeir fóru gegn um stöðvaði Matthías vagninn, beygði til hægri inn í garð og fór að aðaltröpp- unum. Án þess að hugsa um Matthías, vagninn eða hestinn, gekk Georg upp tröppurnar. Kona Matthiasar kom til dyra. Hún hafði verið eldhússtúlka hjá foreldrum hans í mörg ár. Kveðju hennar tók hann þurrlega, næstum kuldalega. Hann vildi hafa hraðann á — og dvelja sem stytzt á æskuheimili sínu — fyrst ekkert var eftir nema minningarnar. Það var aðeins leiðinlegt skjal, útbúið af fégjörnum lögfræðingum, sem var þungamiðjan í þessu máli. Á morgun mundi hann skrifa undir það. Og þá var hann laus allra mála. Allt, sama hvað var, fauk út í veður og, vind: föðurhúsin, æskustöðvarnar — allt að hverfa, eins og það hefði aldrei verið til. Hann hafði tíma til að ganga ofurlítið um í garðinum. Hann gekk út úr stofunni, út á grasblettinn í garðinum. Hér höfðu þau alltaf drukkið kaffið . . . Á alla vegu breiddu furutrén út lim sitt hvert til annars, eins og elskendur, sem aðskildir eru. En kring um grasflötina voru stóru barrtrén ein út af fyrir sig. Og í beð- unum voru rósir og allskyns smáblóm. Og meðal furanna stóðu mösurtrén, eins og feimnar meyjar. Þögull reikaði Georg meðal trjánna og blómanna, án þess að hafa hugmynd um hvert hann fór. Þá var bjöllu hringt til kvöldverðar. Kona Matthíasar var tilbúin með kvöld- verðinn. Hún vildi ekki fara til hans og trufla hann — en lét hann sjálfráðan. = 5 I Minnsíu ávallt s I i 1 I mildu sápunnar I Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennumar hvltar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. tm&mmimmímmíímmimmtmi NIIFIX SCURF-DANDRUFF Handy. convenienti safe to carry varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Byðir flösu og hárlosi. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Simi 3183. Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: Jóh Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.