Vikan


Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 21, 1943 13 ^uiiiiiimi ■■■itiiiimi ii ii ii ii 111111111 iii iiii iiii 111111111111111111111111111111111111 iiiimiir^ Dægrastytting I ^iiimiin 1111111111111111111111111111 iii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin',> Ævintýri Georgs í kínverska sjóræningjabænum. 13. Þegar skipverjar vöruflutningaskipsins voru að fara í bátinn til þess að fara í land, kom þetta skeyti frá Georg: • • • • “““ • • • • Lausn á bls. 14. Orðaþraut. ÓL AR R J ÁL S K AR Ó MUR LIN A ALD A PINN Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og hiður eftir, myndast nýtt orð, og- er það sérstakt heiti á peningum. Sjá svar á bls. 14. Fagur fiskur í sjó. Tveir taka þátt í gamni þessu. Annar tekur höndina á hinum og leggur hana flata í Iófa sinn, þannig að lófinn á henni snýr upp, þó láta sumir handarbakið snúa upp. Því næst strýkur hann fram lófann með hinni hendinni, hægt og hægt, og hefir um leið yfir formála þennan: Fagur fiskur í sjó brettist upp á halanum; * veiðikúla á maganum, Vanda, vanda gættu þinna handa, klingur, slingur, vara þina, fingur. Fetta, bretta, svo skal stórt högg á lófann þinn detta. Það er svo ekki meir. En í því hann sleppir seinasta orðinu, kippir hinn hendinni að sér og þykist hróðugur, ef hann sleppur við höggið. Leikur þessi er og nefndur lófaleikur. Annað Upphaf er til á honum og er það svona: Fallegi fiskurinn, flyðran í sjónum, með rauða kúlu á maganum bröndótt á halanum. O. s. frv. Svona var menntunarástandið þá! Um 1850 voru skólar landsins aðeins tveir, prestaskólinn, þá nýstofnaðúr, og latinuskólinn. Almenningur hugsaði þá lítið um menntun; hann ætlaði þá að hann ætti að vinna og sjá með þvi fyrir hinum líkamlegu þörfum þjóðarinnar, og þótti sjálfsagt, að lærðu mennimir sæju fyrir hinum andlega forðanum. Flestir almúga- menn lærðu þá lítið annað en lærdómskver Balles, og aðeins hinir gáfaðri kverið allt, eða smáa stilinn líka. Þetta var nú mestmegnis hinn and- legi forðinn flestra, ásamt guðsorðabókum og predikunum presta. Að læra skrift og reikning þótti að vísu gott, en þó aðeins fyrir gáfaða karlmenn. Kvenfólki og meðal gáfuðum drengj- um þótti slíkt óþarft og aðeins til að tapa frá vinnunni. ,,Þú borðar það ekki, drengur minn,“ var þá oftast viðkvæðið, ef unglingur fór að hnýsast í fróðleik, eða fóru að leggja það i vana sinn að lesa bækur; en öllu verra var þó, ef kvenfólk tók upp á slíkum óvana. Þá var haldið, að betra væri að taka lykkju á vetlingnum eða prjóna sokkinn sinn, en að sitja við slíkt. En svo var því háttað, að menn fíkjast hvað mest eftir þvi, sem þeim er fyrirmunað. Margur unglingur lærði þá ,,að draga til stafs“, sem kallað var, svo að kalla á laun við foreldra og húsbændur, skar sér fjaðrapenna, reytti sér saman snepla af gömlum sendibréfum til þess að skrifa á, og svo hjálpaði einhver góðfús náungi, t. d. prest- urinn, um stafi til að skrifa eftir, en kálfsblóð var oft fyrsta blekið. Á þennan hátt varð margur allvel skrifandi, þegar elju og áhuga brast eigi. En erfiðara var að komast yfir reikninginn, þó þekkti ég í uppvexti mínum þá menn, sem lært höfðu reikning mjög tilsagnarlítið.-----Kven- fólk kunni fátt skrift, en aðeins einn alþýðu- kvenmann þekkti ég, sem kunni reikning og las og skildi vel dönsku. (Þ. B. í Tímariti bókmenntafél. 1892). Saga af Þorgeiri stjakarhöfða. 1 mínu ungdæmi hefi ég heyrt frásögn nokkra um Þorgeir stjakarhöfða. Mig minnir að með þessa sögn færi Vigfús Jónsson. Þorgeir átti að hafa lifað samtíða Ólafi konungi Tryggvasyni trúi ég. 'Ór þessari sögu man ég þetta sem e'ftir fylgir, trúi ég það ég heyrði sagt væri ekki meira. Eitt sinn þá Ólafur konungur Tryggvason lá á skipi undir björgum nokkrum með mönnum sínum, féll svo, að einn gamall karl kom fram á þessi björg, og lieilsaði upp á konung og hans menn. Konungur spyr hann að hvar hann heimili ætti, hverju karl svaraði svo, að sitt aðsetur væri í þessum björgum. Þá spyr konungur hann að, hvað mannmargur hann sé, hvar upp á karl svaraði þessu: „Ég hefi tólf báta fyrir landi og tólf menn á hvorum bát, tólf seli drepur hver maður, og í tólf lengjur er skorinn hver selur, og hver lengja er skorin í tólf stykki, þá eru tveir um toddann, og teldu þar af, kongur!“ Á meðan konungur var að reikna þetta saman, seiddi þessi karl skipið inn í bjargið aftur að siglu, og í sama bili var konungur búinn að reikna saman fjöldskyldu karls. Þegar svo var komið í óvænt efni, greip Þorgeir, sem meðal konungs- manna var á skipinu, einn ás, og setti hann í bjargið, en annan enda fyrir bringspalir sér. Tröllskapur bjargbúans dró skipið inn, en Þor- géir stóð á móti. Um síðir reyndi Þorgeir á orku sina, svo að bringuteinar hans gengu í sundur, og í því sama átaki komst skipið út úr bjarginu og varð laust þar við. Hér af fékk Þorgeir stjakarhöfðanafn. Toscanini og þjóðsöngurinn. Hinn frægi hljómsveitarstjóri Toscanini var eitt sinn á ferð í Suður-Ameríku með hljómsveit sína. Er þeir voru staddir í Montevideo, gerði hann hljómsveitarmönnunum skyndilega boð um, að það væri brýn nauðsyn á að þeir mættu á aðalæfingu. Mennimir urðu mjög forviða. Það var engin ástæða til að halda þessa æfingu, og dagurinn, er hún skyldi fram fara, var 4. júlí. Þeir mættu á tilteknum stað og stundu og sett- ust við hljóðfæri sín. Það var enginn maður við- staddur. Toscanini gekk á sinn stað og sagði: „Þið emð frá Bandaríkjunum. 1 dag er 4. júlí, og í því tilefni þykir mér rétt að við höldum hátíð. Eg hefi kallað ykkur hingað — aðeins til að spila þjóðsönginn.“ Og að þvi búnu gaf hann þeim merki um að byrja — og þeir léku þjóðsönginn fyrir mann- lausu söngleikahúsi. (Lowell Thomas.) Churchill og dóttir hans. Kvöld eitt er sagt að frú Roosevelt hafi borð- að heima hjá Churchill. Þá á forsætisráðherrann að hafa sagt, og í þeim tilgangi að láta fjölskyldu sinni koma á óvart: „Bandamenn eru núna að setja lið á land í Afríku.“ Ég vissi þetta fyrir viku síðan,“ sagði Sarah, dóttir hans. „Ég sá um fregnmiðana, er fóru á milli R. A. F. (breska flughersins) og ameríska flughersins. „Og því í ósköpunum sagðir þú mér ekki frá þessu,“ spurði Churchill, undrandi.,,Já, en pabbi, ekki gat ég vitað hvað mikið þú vissir um þessi mál!“ Skrifstofufargan getur verið gott. Japanskur njósnari var sendur til Washington, og átti að gefa stjóm sinni skýrslu um, hvernig bezt væri að haga loftárásum á borgina. Hann sendi yfirvöldum sínum eftirfarandi skýrslu: „Það er tilgangslaust að gera loftárás á Washington. Ameríska ríkisstjómin hefir verið afar forsjál. Þótt við algjörlega eyðileggjum heilt hús, og drep- um alla sem þar em að verki, kemur það að engu gagni. Því þeir eiga tvö önnur hús í staðinn, full af fólki, starfandi að því sama og hitt var.“ Erfiðar hænur. Bóndi einn í Noregi, sem átti 30 hænur, fékk bréf frá Þjóðverjum, þar sem þeir skipuðu hon- um að senda öll egg, sem hann fengi til þeirra. Tveim vikum seinna fengu Þjóðverjarnir svo- hljóðandi svar frá bóndanum. „Bréf yðar var strax eftir móttöku þess hengt upp í hænsnahúsinu, svo að hænurnar gætu sjálf- ar séð fyrirskipunina. En er tíu dagar voru liðnir höfðu þær ekki verpt einu einasta eggi, og ég tók þær allar og skaut þær fyrir skemmdarstarf- semi gegn þriðja ríkinu. Yðar einlægur. X. X. Þjóðverjum líkaði ekki framferði mannsins og nú situr hann í þýzku fangelsi. í láðs og lagar híl. Tveir ameriskir hermenn, er særðust í sprengjuárás, þar sem þeir voru á verði, hafa verið lagðir á láðs og lagar bíl ame- ríska hersins, sem flytja á þá í næstu sjúkrastöð. msm i 1 5- ‘.... * _!*;SPÖl - iip* 1 , L- mmmk *. i — i* llJlllÍk ' 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.