Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 24, 1943 3 Hannes Haíliðason, fyrsti forseti Fiskifélag'sins, 1911—’13 og 1916— ’21 (og þar að auki í fjarveru Matthíasar Þórðarsonar meðan hann var erlendis). Hannes var fæddur 19. júlí 1855, sonur Hafliða Hannessonar, bónda i Gufunesi, og konu hans, Sigríðar Bjarna- dóttur. Hannes gerðist sjómaður á unga aldri, fór í siglingar og tók próf i stýrimannafræði í Kaupmannahöfn um 1877. Var mörg ár skipstjóri á þilskipum hér við land. Lengi formaður skipstjórafélagsins „Aldan“. Hann kenndi hér stýrimannafræði og var í áratugi prófdómari við stýrimannaskólann og um langt skeið formaður prófnefndar. Hann sat og lengi í sjódómi. Bæjarfull- trúi var hann í mörg ár. Hannes Hafliðason var heiðursfélagi Fiski- félagsins. Hann andaðist 21. jan. 1931. Matthías Þórðarson, forseti Ií'iskifélagsins 1913—’15. Hann er fæddur 1. júlí 1872, sonur Þórðar hreppstjóra Runólfs- sonar á Móum á Kjalarnesi, og ltonu hans, Ástríðar Joch- umsdóttur, frá Skógum í Þorskafirði. Matthías tók próf úr Stýrimannaskólanum 1890. Stundaði siðan sjómennsku á þilskipum og tók við skipstjórn 19 ára gamall og hafði hana á hendi til aldamóta, en var næstu tiu árin á varðskipum þeim, sem höfðu strandvarnir og sáu um mælingar hér við land. Matthías stofnaði í júlí- mánuði 1905 blaðið ,,Ægir“ og hafði á hendi ritstjórn þess til 1913. Hann fór utan snemma á árinu 1914, aðallega til að útvega fiskimönnum ódýra olíu og dvaldist að mestu í Englandi meðan ófriðurinn 1914 —’18 stóð yfir. Þaðan sendi hann ágætar skýrslur um verð- lag á vörum og ýmsu, er að sjávarafurðum laut. Matthías keypti Keflavík eftir stríðið og verzlaði þar í tvö ár, en fluttist síðan til Kaupmanna- hafnar og hefir dvalið þar síð- an. Hann ereljumaður ogmerk- ur rithöfundur og hefir skrifað mikið um sjávarútvegsmál. Fiskifélag íslands. Framliald af forsíðu. 1880 skuli opinberlega hafa verið borin fram tillaga um stofnun fiskifélags, eða tæpum 30 árum áður en af henni varð, og sýndi það dýpri skilning hjá þeim, er það gerði, en bæði samtíð- ar- og eftirmönnum hans. Árið 1883 birtist í 4. árg. Tímarits hins ís- lenzka Bókmenntafélags tæp 5 arka ritgerð „Um fiskiveiðar íslendinga og útlendinga við ísland að fornu og nýju“ eftir síra Þorkel Bjarnason (1839—1902), þá prest á Reynivöll- um í Kjós og þingmann Gullbringu- og Kjósar- sýslu, sem þá var mesta útvegssýsla landsins. Fiskifélagshúsið. Það er á horni Skúlagötu og Ingólfsstrætis, þar sem áður var bærinn Höfn. Hornsteinn hússins var lagður 7. april 1933, en Fiskifélagið gat flutt i það 28. október það ár. Fyrstu .starfsmenn Fiskifélagsins: Ólafur Th. Sveinsson, skipa- skoðunarstjóri ríkisins, Sveinbjöm Egilson, fyrrv. ritstjóri, og Matthías Ólafsson alþingismaður. Ólafur var vélfræðiráðunautur félagsins, Sveinbjörn var ritstjóri ,,Ægis“ og skrifstofumaður, og Matthías erindreki. Sveinbjöm er heiðursfélagi Fiskifélagsins. Var síra Þorkell að ýmsu leyti merkur maður og lagði í hjá- verkum stund á sagnfræði, enda liggja eftir hann nokkrar rit- gerðir um slík efni og ein lítil bók . . .“ Fyrri stofnfundur félagsins var haldinn 7. febrúar 1911 á Hótel Island og mættu þar 45 menn, en endanlega var það stofnað 20. febrúar og á þeim fundi mættu 32 menn. Fyrstu stjórnina skipuðu, auk forseta, Hannesar Hafliðasonar, Geir Framhald á bls. 7. Jón E. Bergsveinsson, forseti Fiski- félagsins 1922—’23. F. 27. júní 1879 í Hvallátrum á Breiðafirði. Tók stýrimannapróf 1902. Skipstjóri á þilskipum um all-langt skeið, en síðan yfirsíldarmatsmaður. Fór utan til að kynna sér björgunarmál. Stóð að stofnun Slysavarnafélags- ins 1928 og hefir verið erindreki þess frá upphafi. Kristján Bergsson, forseti Fiskifé- lagsins 1924—’40. F. 29. des. 1884 að Núpi í Dýrafirði. Hann varð gagnfræðingur úr Menntaskólanum á Akureyri 1905. Tók fyrst skip- stjórapróf á ísafirði 1910, síðan úr Stýrimannaskólanum i Reykjavik og loks skipstjórapróf í Englandi. Var skipstjóri um skeið. Kenndi fyrr á ámm við Stýrimannaskólann. Er nú framkvæmdastjóri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.