Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 8

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 24, 1943 Allt til Jonna! Gissur: Hvar er bindið, sem þú gafst mér í afmælisgjöf, dóttir sæl? Dóttirin: Mamma hélt, að þér þætti það ljótt, og gaf Jonna bróður sínum það! Gissur: Hana! — skemmillinn minn far- inn — já nú man ég, að Rasmina sagði, að Jonna bróður sinn vantaði fótaskemil. Gissur: Hvar er skrifborðið, sem var héma? Þjónninn: Konan yðar gaf bróður sínum það — þessi iampi stóð á því, og nú segir hún, að ég eigi að færa honum hann líka. Gissur: Maria — var ég ekki búin að banna þér að snerta við útvarpinu mínu — hvar er það? María: Núna er það sennilega komið heim til mágs. yðar — frúin fór með það þangað fyrir hálftíma síðan. N Þjónninn: Mér þykir þetta leitt, herra! En frúin gaf bróður sínum matarstellið, af því að einn disk- urinn var brotinn. Gissur: Hún gefur fjögur hundruð diska, af því að einn er brotinn!! Gissur: Heyrðu góði — hvert ertu að hugsa um að fara með reykborðið mitt? Þjónninn: Ég er ekkert að hugsa — frúin sagði mér að fara með það til bróður síns. — Gissur: Já, nú er mér nóg boðið — allir skóm- ir mínir, nema tvennir — og allar beztu skyrt- umar mínar — allt farið! Gissur: Rasmína — taktu eftir — ég ætla yfir til Jonna bróður þíns. — Rasmína: Það er ágætt! Þá geturðu um leið fært honum gamla regnfrakkann þinn. — Gissur: Ja, hjartað í Rasmínu er vist stórt. Það fer líklega meira fyrir því en peningunum minum! Gissur: Hæ! Er þetta ekki spegillinn, sem hékk i forstofunni heima hjá mér? Jóka: Jú — Jonni ætlaði einmitt að fara að senda hann aftur, svo þið gætuð látið gera við hann — hann er nefnilega brotinn. Gissur: Halló! -— Rasmína — ég er heima hjá Jonna bróður þínum —■ ég er að hugsa um að vera kyrr hérna —■ þetta er eitthvað svo heimilislegt — allir gömlu hlutimir okkar eru héma. — Jóka: Þú skuldar okkur tuttugu og fimm aura, fyrir símtalið — mundu það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.