Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 6
6 Pierce og Barbara h^lupu niður trjágöngin út að hestvagninum, en brúðkaupsgestimir létu rigna yfir þau hrísgrjónum; svo óku þau í gegnum þorpið, og allir þorpsbúar, sem þekkt höfðu Bar- böru frá barnæsku, veifuðu glaðlega til þeirra. Einstaka gömul kona hristi þó höfuðið, og lét í ljós það álit sitt, að það boðaði ógæfu, að brúð- urin skyldi vera skreytt græna litnum. En Pierce, sem sat og hélt í hönd Barböru und- ir ábreiðunni, hvíslaði í eyra henni, að aldrei hefði hún verið yndislegri en einmitt nú. „Þú mátt treysta því, að álfarnir reiðast ekki, þótt þú berir græna litinn þeirra," sagði hann lágt, „og ég skal gera þig hamingjusama, Bar- bara — ástin mín, konan mín!“ 6. KAFLI. „Segðu mér, hvort þú ert hamingjusöm, Bar- bara — segðu mér það?“ Pierce laut niður að ungu konunni sinni, og horfði í augu hennar, og Barbara kinkaði kolli ánægjulega, en augu hennar ljómuðu af sælu. „Hvort ég sé hamingjusöm? Já, það er ég sannarlega! Eg er hamingjusamasta manneskjan í öllum heiminum! Þú ert svo góður við mig!" „Ég reyni að vera það,“ sagði Pierce og brosti. Hann var nú, eftir þriggja daga hjónaband, ennþá ástfangnari af konu sinni en áður, og hann sýndi henni þá fyllstu hugulsemi í hvívetna, sem konum þykir svo vænt um. Nýgiftu hjónin bjuggu í stóru, glæsilegu gisti- húsi í Lundúnaborg — eins og þeim, sem Bar- bara hafði lesið um í skáldsögunum; marg oft hafði hún þá hugsað til þess, hvort hún mundi nokkumtíma eiga eftir að búa á einu slíku. Nú bjó hún hér með manni sínum, og þau höfðu til umráða mörg samanliggandi herbergi, með fín- um húsgögnum. Pyrir utan dagstofunni vom veggsvalir og af þeim var útsýni yfir fljótið. Pierce jós út peningum á báða bóga, og þótt Barböru þætti hún þurfa að ávíta hann fyrir slíka eyðslu, hafði hún mikla ánægju af því að maður hennar skyldi vera svo örlátur hennar vegna. Hún minntist þess, hversu altaf þurfti allt að spara á gamla heimili hennar, því ungrú Ann hafði ekki af miklu að taka, og þar urðu efnin að skammta örlætið. Hún naut þess vegna í enn ríkara mæli auðæfanna, þvi eins og öllum fögrum konum þótti Barböru vænt um peninga og það sem hægt var að fá fyrir þá. Iíenni þótti gaman að fara í leikhús, og að borða á eftir á einhverju af dýrustu matsöluhús- um borgarinnar. Henni þótti líka gaman að borða hádegisverð á þekktustu stöðunum, og virða fyr- ir sér allt það fræga fólk, sem þar var saman komið. Hún gat setið og starað af óblandinni hrifningu á tvær frægar leikkonur, er borðuðu saman, og eitt sinn, er mjög þekktur ráðherra kom inn i sama matsöluhús og hún, varð hún gagntekin af gleði. Áhugi hennar var mikill, og hún spurði mann sinn um alla, sem hún sá, og henni þótti eitthvað til koma. Henni þótti afar gaman, að horfa í búðargluggana, og Pierce gaf henni alltaf stórar öskjur og dýrindis blóm. En nú var brúðkaupsferðin brátt á enda. Pierce mundi nú fara með hana heim til Irlands, og hún hlakkaði eins og barn til þess, að koma til Glenns-kastala, þar sem hún vissi, að beið hennar hátíðleg móttaka. Hún þráði að sjá hið nýja heimkynni sitt. Upp á síðkastið hafði Pierce talað mjög lítið um írsku höllina sina, en ef til vill stafaði það af því, að hann vildi ekki að hún þekkti hana um of fyrir fram, svo allt yrði nýtt og ferskt í með- vitund hennar, er hún kæmi þangað í fyrsta sinn. Og Barbara var honum algjörlega sammála. Hún kærði sig ekki um að fá lýsingu á Glenns-kastala fyrir fram. Hún vissi, að Piere mundi flytja hana í fallegt og vistlegt heimili — heimili, sem henni mundi þykja vænt um, að vera húsmóðir á; og þótt henni þætti leiðinlegt að fara frá London, hlakkaði hún til að sjá Irland — land mannsins síns og nú land hennar sjálfrar. „Éigum við að fara aftur í leikhúsið í kvöld?" spurði Pierce. „Eða hvað segir þú um að fara í söngleikahúsið, þú hefir aldrei hlýtt á söngleik, ha?“ „Söngleikahúsið — það væri alveg dásamlegt!" Barbara klappaði saman lófunum af ánægju. Enn þá eitthvað nýtt, sem hún átti að sjá! „Ég hefi aldrei hlustað á söngleik, og mig hefir ávallt langað svo mikið til þess! Hvað er á dagskrá hjá þeim i kvöld?" „Tristan og Isolde", svaraði Pierce. „Það er unaðslegasta hljómlist, sem til er, Barbara. Wagner samdi þennan söngleik, eitt sinn, er hann var ósegjanlega ástfanginn af ungri stúlku, og hann hefir túlkað alla sína ást og þrá í þessum lögum. Það verður gaman að fara bæði og hlusta á þetta, Barbara — heldur þú það ekki? Við fá- um okkur litla stúku — mjög litla stúku." „Ó, það verður yndislegt!" Barbara dansaði af ánægju um alla stofuna. Hún var svo ánægð, að hún átti engin orð til að lýsa gleði sinni. „1 hvað á ég að fara?“ spurði hún. „Það er alveg sama í hvað þú ferð,“ svaraði VIKAN, nr. 25, 1943 Pierce og brosti hreykinn. „Þú verður hvort sem er fegurst allra, sem þangað koma. Ég vildi óska að ég gæti hlaðið á þig gimsteinum, Barbara! Mig langar til að kaupa langt perluband og leggja um háls þér og setja kórónu af gimstein- um á höfuð þitt! “ „Ég bind grænt band í hár mitt, Pierce," sagði Barbara, „band í þínum lit! Það er mikið fallegra en gimsteinakóróna." „Ástin mín! — Ó, mér finnst ég eigi allan heiminn, nú þegar ég á þig, Barbara! Mig langar að fljúga upp í himininn og taka þar eina af stjömunum og festa henni i hár þitt! Það er ekkert það til, sem ég ekki vildi gefa þér, og gera fyrir þig!“ „Ó, Pierce, þú lætur of mikið með mig!“ Barbara hló glaðlega. Svo gekk hún til hans og kraup á kné við hliðina á honum. „Það er dálítið, sem mig langar til að biðja þig um, Pierce," sagði hún, og leit framan í hann. „Það er dálítið, sem ég vil mjög gjaman, að þú gerir fyrir mig.“ „Þetta er í fyrsta skipti, sem þú biður mig nokkurs!" sagði Pierce, „heldur þú, að ég geti neitað þér um það — heldurðu það?“ Hann strauk mjúkt hár hennar — þetta hár, sem hann elskaði. „Mig langar til að þú láriir mér peninga." Bar- bara roðnaði um leið og hún sagði þetta; en hvers vegna ætti hún svo sem að fara hjá sér, þótt hún bæði hann um þetta? Var hann ekki maðurinn hennar? Ríki maðurinn hennar. „Peninga?" Pierce hrökk við, og það kom ein- kennilegur fjarrænn glampi í augu hans. „Hvað ætlar þú að gera með peninga?" spurði hann. „Það er ein vinkona mín, sem er mjög veik,“ svaraði Barbara. „Það er eitthvað í lungunum og læknarnir segja, að hún verði að fara til út- landa, að hún verði að komast til Davos, sem allra fyrst. Það er eina leiðin til þess að bjarga lífi hennar." „Nú —?“ Rödd hans var hás, og hann hætti að strjúka hár Barböru. Hann sat og starði fram fyrir sig, þungur á brún, og beit á vörina. „Ég vissi sem var, að þú ættir næga peninga, Pierce; þú hefir svo oft sagt við mig, að ég skyldi fá allt, sem ég bæði þig um, og þess vegna lofaði ég móður vinkonu minnar, að ég skyldi gefa henni fyrir ferðakostnaði. Hún þarf svona eitthvað í kringum hundrað til hundrað og fimmtíu pund.“ „Hundrað til hundrað og fimmtíu pund!“ Pierce starði á hana galopnum augum. Erla og unnust- inn. Konni; Því reynir þú ekki einu sinni enn að tala við Erlu, nú og ef hún er reið enn þá og vill ekki tala við þig, láttu hana þá bara róa!! Oddur: Ég fer að þínum ráðum, og hringi til hennar einu sinni enn þá. m.' Erla: Ó — halló — þú veizt ekki, hvað ég er glöð að þú skulir hringja til mín — ég vona, að þú fyrirgefir mér, ljósið — ég var svo vond við þig —.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.