Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 25, 1943 Shirley Temple í ýmsum hlutverkum. | Dægrastytting Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 17. Enn kom nýtt skeyti frá Georg. Það var svo- hljóðandi: • ' • " ' " “““ • • • • • • Lausn á bls. 14. Legg í lófa blinda karls. Sá, sem leikur blinda karlinn, leggur aftur augun, réttir svo fram höndina og segir: „Legg i lófa blinda karls, karl skal ekki sjá, sjá.“ Ef einhver lætur eitthvað af hendi rakna, og leggur það í lófa þess sem bað, þá spyr hann: „Hver gaf?“ „Assa gaf,“ svarar gefandinn. „Ekki vil ég það. Hver gaf?“ „Krummi gaf.“ „Ekki vil ég það. Hver gaf?“ „María litla gaf.“ Þá lætur biðjandi sem sér þyki gjöfin góð og segir: „Þakka þér fyrir, María litla,“ eða þá, „María min.“ Oft- ast er það bráðónýtt, sem lagt er í lófa karls- ins í fyrsta og annað skiptið, en þá heldur til einhvers nýtt það sem honum hlotnast seinast. J. Ámason lýsir beiningaleik eftir handriti séra Jóns heitins Norðmanns og kippir honum i kynið til þess tvenns, sem seinast hefir verið lýst. Þegar einhvern langar í það sem annar er að borða, réttir hann fram lófann blindandi og hefir yfir þennan formála um leið: Bættu í lófa blindum karli, karl skal ekki sjá. Sá skal hafa steinshögg og stafshögg, sem ekki bætir í, en blóðrauðan kirtilinn, sem bætir í. Þó sá, sem matinn hefir, gefi hinum af honum og leggi bita í lófa hans, fær hann þó ekki blóð- rauðan kirtilinn að heldur, en við ber að hann fær högg með hendinni, ef hann leggur ekki í lófann. Sóttarhellir. Einu sinni fóru 18 manns í fjallgöngur úr Fljótshlíð, og settust að i helli einum, til að hvíla sig. Sáu þeir þá út úr hellinum æfagamla tröllkonu og drógu dár að henni, en einn þeirra tók engan þátt í því og leitaðist við að aftra hin- um frá því, þó það kæmi fyrir ekki. Tröllkonan bað þeim þá bölbæna, svo að þegar tók drepsótt þá alla, nema þann einn, er ekki hafði móðgað kerlu. Þeir dóu allir i hellinum og heitir hann síðan „sóttarhellir." Orðaþraut. REKI SN AR -ARGA ÓMUR FINN Á M A N O T A R LIN A E YÐ A E YMA Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það heiti á sérstökum tíma úr sólarhringnum. Sjá svar á bls. 14. Övættur við Fossárfoss. Óvættur ein bjó við Fossárfoss ofarlega í Þjórs- árdal, og lifði á silungi, sem hún veiddi í fossin- um. Einu sinni fleygði unglingspiltur, sem fór Harríet Hadden leggur síðustu „hönd á verkið" áður en kvikmyndatakan hefst. með öðrum ferðamönnum þar um, grjóti í ána. En nóttina eftir kom hún að tjaldinu, þar sem þeir sváfu, og ætlaði að draga hann út, og tók í þvi skyni i fæturnar á honum; en lagsmenn hans tóku í efri hluta piltsins og héldu honum. Eftir langar stimpingar sleppti tröllkona tökum og fór leiðar sinnar; en pilturinn lá fullan mán- uð eftir þessar misþyrmingar. Prestavísa. Prestamir hafa parruk hvítt, prestamir kenna orðið titt, prestarnir oft á pelann fá, prestarnir skira börnin smá, prestar samtengja pilt og mey, prestar afleysa hvinn og grey. (Isl. þulur og þjóðkvæði. Ól. Dav.). Vísa um „haim“: 1. Hann er að draga hníf á stein, hann er að saga timbur, hann er að naga hryggjarbein, hann er að laga mærðargrein. (Þjóðvísa). Katla eða Kötlugjá. Það bar til eitthvert sinn á Þykkvabæjar- klaustri, eftir að það var orðið munkasetur, að ábóti, sem þar bjó, hélt matselju eina, er Katla hét; hún var fom í skapi og átti hún brók þá, sem hafði þá náttúm, að hver, sem í hana fór, þreyttist aldrei á hlaupum; brúkaði Katla brók þessa í viðlögum; stóð mörgum ótti af fjölkyngi hennar og skaplyndi og jafnvel ábóta sjálfum, Þar á staðnum var sauðamaður, er Barði hét; mátti hann oft sæta hörðum ávítum af Kötlu, ef nokkuð vantaði af fénu, þegar hann smalaði. Eitt sinn um haust fór ábóti í veizlu og mat- selja með honum og skyldi Barði hafa rekið heim allt féð, er þau kæmu heim. Fann nú ei smalamaður féð, sem skyldi; tekur hann þvi það ráð, að hann fer i brók Kötlu, hleypur siðan sem aftekur og finnur allt féð. Þegar Katla kemur heim, verður hún brátt þess vís, að Barði hefir tekið brók hennar; tekur hún því Barða leyni- lega og kæfir hann í sýrukeri því, er að fornum sið stóð í karldyrum og lætur hann þar liggja; vissi enginn hvað af honum varð, en eftir því sem á leið veturinn og sýran fór að þrotna í kerinu, heyrði fólk þessi orð til hennar: „Senn bryddir á Barða." En þá hún gat nærri, að vonska hennar mundi upp komast og gjöld þau, er við lágu, tekur hún brók stna, hleypur út úr klaustr- inu og stefnir norðvestur til jökulsins og steypir sér þar ofan í, að menn héldu, því hún sást hvergi framar; brá þá svo við, að rétt þar eftir kom hlaup úr jöklinum, er helzt stefndi á klaustrið og Álftaverið; komst þá sá trúnaður á, að fjöl- kyngi hennar hefði valdið þessu; var gjáin þaðan í frá nefnd Kötlugjá og svæðið, er hlaup þetta helzt eyddi, Kötlusandur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.