Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 25, 1943 yður eitthvað, sem þér sofnið vel af. Hvað segið þér um þetta?“ „Mér er alveg sama," sagði Nick. „Þið getið gert, hvað sem þér viljið. Ég skipti mér ekki af því.“ Poirot lagði höndina á handlegg hennar. „Ég skil yður, ungfrú. Ég veit, hvemig yður líður. Ég blygðast min gagnvart yður. Ég, sem lofaði vernd, var ekki fær um að vemda yður. Mér hefir skjátlast. Ég er sorgbitinn. En þér megið trúa því, ungfrú, að ég kvelst af því, að mér skyldi mistakast svo hrapalega. Ef þér vissuð, hversu mjög þetta angrar mig, þá mund- uð þér ábyggilega fyrirgefa mér.“ „Þetta er allt í lagi,“ sagði Nick. „Þér megið ekki ásaka yður. Ég er viss um, að þér gerðuð það bezta, sem þér gátuð. Enginn hefir getað séð við þessu ■— né gert meira en þér gerðuð — er ég viss um. Gerið það fyrir mig að vera ekki hryggur.“ „Þér eruð mjög veglyndar, ungfrú." „Nei, ég —.“ Hún þagnaði í miðri setningu. Dyrnar opnuð- ust og Georg Challenger kom þjótandi inn. „Hvað er hér um að vera?“ hrópaði hann. „Ég var að koma rétt í þessu. Það fyrsta, sem ég rek augun í, er lögregluþjónn við hliðið, og svo heyri ég hvíslað um það að einhver hafi verið myrtur. Hvaða hæfa er í þessu? 1 guðsbænum, segið þið mér það. Er það — er það — Nick?“ Rödd hans var svo angistarfull, að það snart. mann. Mér var það allt í einu ljóst, að hann sá ekki Nick, því Poirot og læknirinn skyggðu á hana. Áður en nokkur gæti svarað, endurtók hann spuminguna. „Segið mér — það getur ekki verið satt — Nick er ekki dáin?“ „Nei, vinur minn,“ sagði Poirot, vingjamlega. „Hún er á lífi.“ Og hann gekk til hliðar, svo Challenger gæti séð hana. Andartak starði Challenger á hana, vantrúað- ur á svip. Siðan sagði hann, og röddin var hás af geðshræringu: „Nick — Nick." Og hann kraup niður við legubekkinn, fól and- litið í höndum sér, og sagði grátklökkri röddu: „Nick — ástin mín — ég hélt, að þú værir dáin.“ Nick reyndi að setjast upp. „Þetta er allt í lagi, Georg. Gerðu þig ekki að neinu fifli. Það er ekkert að mér.“ Hann lyfti upp höfðinu og horfði vandræða- lega í kringum sig. „En er einhver dáin? Lögregluþjónninn sagði það ?“ „Já,“ sagði Nick. „Maggie. Vesalings góða Maggie. Ó! —“ Það fór eins og krampi um andlit hennar. Læknirinn og Poirot komu þjótandi. Graham reisti hana upp. Hann og Poirot leiddu hana síð- an út úr herberginu. „Því fyr sem þú kemst í rúmið, því betra," sagði læknirinn. „Ég tek yður með mér núna strax, í bílnum minum. Ég bað frú Rice að láta niður í ferðatösku, það sem þér þyrftuð nauðsyn- lega að hafa með yður.“ Hurðin féll að stöfum á eftir þeim. Challenger þreif í handlegg mér. „Ég skil ekki neitt. Hvert ætla þeir með hana?“ Ég útskýrði fyrir honum.. „Ó! Ég skil. Jæja, Hastings, í guðs bænum segið þér mér, hvemig í öllu þessu liggur. Því- líkt ógurlegt slys! Aumingja stúlkan!" „Komið þér, við skulum fá okkur glas af víni,“ sagði ég. „Yður veitir ekki af að hressa yður.“ „Mér er sama, hvort ég geri það eða ekki.“ Við fylgdumst að fram i borðstofuna. „Sjáið þér til“, útskýrði hann, um leið og hann saup á sterkri blöndu af whisky og sódavatni. „Ég hélt, að það væri Nick." Það lék ekki á tveim tungum, um tilfinningar Georg Challenger. Hafi nokkur maður verið ást- fanginn, þá var það hann. 9. KAFLI. Nýjar athuganir. Ég býst ekki við að ég verði nokkurn tima svo gamall, að ég gleymi nóttinni, sem í hönd fór. Poirot ásakaði sjálfan sig og kvaldist svo hræði- lega, að ég var skelkaður. Hann æddi fram og aftur um herbergið, jós bannfæringum yfir sjálf- an sig og lét sem hann heyrði ekki fortölur mínar. „Hvað þýðir að hafa of mikið álit á sjálfum sér. Mér hefir verið refsað ■—- já, mér hefir verið refsað. Mér, Hercule Poirot. Ég hefi of mikið sjálfstraust." „Nei, Nei,“ skaut ég inn i. „En hver h'efði ímyndað — hver gat ímyndað RAG6I OG MAGGI 1. Hæ, Eva! Hef- irðu heyrt um fótboltakappleik- inn ? Eva: Hef i ég heyrt!! Ég sem var þar! Z. Maggi: Mér hefir verið sagt að leikurinn hafi verið stöðvaður, þegar mest var gaman. Eva: Alveg rétt! S. Maggi: Já, en er þetta nokkur dómari! Þeir sem voru að tapa, hafa auðvitað gert þetta með vilja. Eva: Auð- Vitað! Ogþaðvar skammarlegt!! 4. Eva: En sérðu góði, ég fékk mér bolta og ætla að æfa mig á þessu fyrir morgundag- inn, áður en við förum að keppa!! sér —• þvílika fáheyrða dirfsku ? Ég held mig hafa gert allar hugsanlegar varúðarráðstafanir. Ég hafði aðvarað morðingjann —“ „Aðvarað morðingjann ?“ „Ég hafði beint athygli hans að mér. Ég lét hann komast á snoðir um, að ég grunaði — ein- hvern. Égjiélt mig hafa komið ár minni þannig fyrir borð, að hann þyrði ekki að halda áfram morðtilraunum sínum. Ég hafði slegið hring um ungrúna. Og hann slapp í gegnum hann! Djarf- legt — beint fyrir augunum á okkur slapp hann í gegn! Og þrátt fyrir allt ■— að við vorum öll á verði — framkvæmir hann ætlunarverk sitt.“ „Og þó lauk harm því ekki,“ sagði ég. „Það var nú bara tilviljun! Það breytir engu frá mínu sjónarmiði. Maður hefir verið sviftur lifinu, Hastings — hver það er, skiftir minnstu máli!“ „Auðvitað," sagði ég. „Það var ekki það, sem ég átti við.“ „En þar fyrir er það satt, sem þú segir. Og það gerir aðeins ílt verra — tíu sinnum veira. Því morðinginn er enn sem fyrr jafn fjarri tak- marki sínu. Skilur þú mig, vinur minn? Aðstæð- urnar hafa breytzt — til hins verra. Og það þýð- ir, að ekki einungis eitt mannslíf — heldur tvö — verði tekin." „Ekki á meðan þú ert hérna,“ sagði ég hreyk- inn. Hann nam staðar, og þreif í handlegg mér. „Rétt, vinur minn! Rétt! Þú treystir ennþá gamla manninum — þú hefir ennþá trú á honum. Þú gefur mér nýjan kraft. Hercule Poirot skal ekki mistakast aftur. Öðru mannslífi skal ekki verða fómað. Ég mun koma í veg fyrir þessi mis- tök mín — því mistök hljóta þetta að hafa verið! Einhversstaðar hefir mér hlotið að yfirsjást. En nú byrja ég að nýju. Já, ég byrja á byrjuninni. Og í þetta skifti — skal mér ekki mistakast." „Þú álítur þá,“ sagði ég, „að líf Nick Buckleyía sé enhþá í hættu?" „Vinur minn, af hvaða orsök annarri heldur þú að ég hafi sent hana á hressingarhælið ? “ „Það var þá ekki vegna áfallsins —.“ „Áfallsins! Úh! Eftir slíkt getur maður allt eins vel jafnað sig heima, eins og í hressingar- heimili — jafnvel betur. Það er ekkert skemmti- legt þar, grænn dúkur á gólfunum, samræðumar við hjúkrunarkonurnar — maturinn er fram bor- inn á bakka, og allt eftir þessu. Nei, nei, þetta var gert til öryggis, eingöngu til öryggis. Ég hefi læknirinn með í ráðum, Hann er þessu samþykk- ur. Hann mun sjá um allt. Enginn vinur minn, ekki einu sinni nánustu vinir, fá að heimsækja ungfrú Buckley. Þú og ég eru þeir einu, sem fá leyfi til þess. „Samkvæmt læknisráði," verður þeim sagt. Mjög þægileg afsökun, sem ekki er svo gott að mótmæla." „Já,“ sagði ég. „Aðeins —.“ „Aðeins hvað, Hastings?" „Þessu verður ekki hægt að halda áfram í það óendanlega." „Alveg rétt athugað. En það gefur okkur dá- lítinn umhugsunarfrest. Og þú hlýtur að sjá, að málið er nú all mjög breytt frá því sem áður var.“ „Að hvaða leyti?" „Upphaflega var það skylda okkar að vemda öryggi ungfrúarinnar. Skylda okkar nú, er miklu auðveldari — skylda sem við þekkjum miklu bet- ur. Það er hvorki meira né minna en það, að nú. eigum við atS elta uppi morðingjann." „Og það þykir þér auðveldara?" „Vissulega miklu auðveldara. Nú hefir það sýnt sig Ijóslega, að hér er um morð að ræða, sem framið er að yfirlögðu ráði.“ „Þú trúir ekki —,“ ég hikaði andartak, og hélt síðan áfram. „Álítur þú, að lögreglan hafi á réttu að standa? Að morðið sé framið af vitskertum manni — geðveikum manni, sem gangi með þá firm að myrða fólk?“ „Ég er mikið meira en fullviss um að svo er ekki." „Þú álítur þá í raun og veru —.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.