Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 26, 1943 7 r Iðnsaga Islands Framhald af bls. 3. hófst handa um útgáfu þessa rits. Sigurð- ur Halldórsson húsasmíðameistari bar það mál fyrst fram á fundi félagsins 21. janú- ar 1937, en með honum voru þá í stjórn Einar Erlendsson húsasmíðameistari, for- maður, Guðm. Þorláksson byggingameist- ari, Ragnar Þórarinsson húsasmíðameist- ari og Ársæll Árnason bókbindari. Eftir ósk þessarar stjórnar flutti ég svo erindi \un tilhögun íslenzkrar iðnsögu á fundi fé- lagsins 28. apríl 1937. Félagið ræddi málið síðan á tveimur fundum, 10. nóv. 1937 og 28. jan. 1938. Á síðari fundinum var sam- þykkt að veita á næstu árum tiltekna f jár- hæð til þess að rita iðnsöguna undir stjórn eins manns. 10. marz 1938 samdi svo stjórn Iðnaðarmannafélagsins við mig um það, að ég tæki að mér ritstjórn iðnsögunnar, og skyldi hún samin sem mest í samræmi við þau sjónarmið, er ég hafði gert grein fyrir í erindi mínu.“ Efni Iðnsögunnar er þetta: Húsagerð á Islandi. Eftir Guðmund Hannesson. Skipa- smíðar. Eftir Guðmund Finnbogason. Hús- gagnasmíðar. Eftir Guðm. Finnbogason. Ilátasmíðar. Eftir Guðm. Finnbogason.' Skurðlist. Eftir Guðm. Finnbogason og Ríkarð Jónsson. Söðlasmíði. Eftir Guðm. Finnbogason. Klyf jareiðskapur. Eftir Þor- stein Konráðsson. Saltgerð. Eftir Guðm. Finnbogason. Járngerð. Eftir Þorkel Jó- hannessson. Brennisteinsnám. Eftir Jón E. Vestdal. Silfurberg. Eftir Helga Hermann Eiríksson. Kalkiðnaður í Mógilsá. Eftir Björn Kristjánsson. Brauðgerð. Eftir Guðm. Finnbogason. Ölgerð. Eftir Guð- brand Jónsson. Litun. Eftir Guðm. Finn- bogason. Skinnaverkun. Eftir Gísla Þor- kelsson. Ullariðnaður. Eftir Þorkel Jó- hannesson. Vefnaður, prjón og saumur. Stóll frá Draflastöðum, síðari hluta 16. aldar. Eftir Ingu Lárusdóttir. Dráttlist og handritaskraut. Eftir Guðm. Finnbogason. Prentlist. Eftir Hall- björn Halldórsson. Bókband. Eftir Guðm. Finnbogason. Málmsmíði fyrr á tímum. Eftir Matthías Þórð- arson. Islenzkur iðjurekstur. Eftir Klemens Tryggvason og Torfa Ás- geirsson. Skrá um iðju og handiðn- að á Islandi í árslok 1942. Eftir Sveinbjörn Jónsson. Efnisskrá. Eftir Finn Sigmundsson. Nafna- skrá. Eftir Lárus H. Blöndal. Bók þessi er hin mesta fróð- leiksnáma og ættu sem flestir að eignast hana. Útgefandi er Iðnað- armannafélagið í Reykjavík, en stjórn þessa gamla, virðulega fé- lags skipa nú: Form.: Guðm. H. Guðmundsson, húsgagnasmíðam. Gjaldkeri: Ragnar Þórarinsson, skrifstofustj. Trésmiðafél. Reykja- víkur. Ritari Guðm. H. Þorláksson, húsameistari. Varaform. Ársæll Árnason, bókbandsm. Vararitari: Einar Gíslason, málaram. Pessi mynd er úr greininni „Skipasmíðar", eftir Guðm. Finnbogason „ritstjóra Iðnsögu lslands“. „Steinn Guð- mundsson var formaður í Þorlákshöfn um nokkur ár, kringum 1860 .. . Hann smíðaði langflest þeirra skipa, sem þaðan gengu á síðari helmingi 19. aldarinnar, þar á meðal skip Jóns á Hlíðarenda, og er mér sagt, að það hafi hann smíðað ásamt þremur öðrum á 12 dögum, svo að þar virðast ekki hafa verið slegin vindhöggin. Steinn byrjaði skipasmíði 18 ára gamall og hafði ekkert lært í því efni og mátti þvi kallast skipasmiður af guðs náð. Skip þau, er hann byggði, voru yfirleitt álitin ágæt að gerð og traustleika og voru flest mjög happasæl. Árið 1888 var Steini veitt heiðursgjöf úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX., 140 krónur, fyrir að hafa smíðað 138 róðrar- skip „með betra lagi en áður var“ ... Þessi tala — 138 skip — er vafalaust eftir skýrslu, sem gefin hefir verið fyrr, ef til vill nokkrum árum fyrir 1888, þvi að alls er talið, að Steinn hafi smíðað um 350 skip og báta.“ Valþjófsstaðarhurðin. 1 greininni „Skurðlist", eftir Guðmund Finnbogason og Ríkarð Jónsson, í Iðnsögu Islands, segir m. a.: „... er minnir á mesta listaverkið í tréskurði, sem vér eigum frá fornöld, en það er Valþjófsstaðarhurðin. Um hana hefir Július Lange .. . prófessor i listasögu við háskólann í Kaupmannahöfn, einn hinn snjallasti listasögumaður, sem verið hefir á Norðurlöndum, ritað svo vel, að umsögn hans skal tekin hér í heilu lagi i þýðingu: „Það er skylt að athuga þessa hurð vandlega, því að hún er ein af merkilegustu munum safns- ins frá sjónarmiði listar og listasögu. Hún er ef- laust bezta, fyllsta og lífmesta dæmi, sem til er, um þá list, er samsvarar hetjusögum Norðurlanda í fomöld. Þó að hún hafi verið fyrir kirkju, er framsetningin á henni algerlega veraldleg — þess eru dæmi frá síðari tima, að norræn söguatvik voru skorin i tré í norskum kirkjum; -— og þótt hún sé að líkindum frá lokum 12. aldar, það er frá blómatíma hinna kaþólsku miðalda, þá sýnir hún það greinilega, hvemig fomnorrænar venjur héldust með seigri festu í listastílnum á hinni fjarlægu ey; enn löngu siðar, allt fram undir vora tíma, heldur islenzki tréskurðurinn ein- kennilegum og hreinnorrænni svip en Norðurálfu- tréskurðurinn á sama tíma. Svo afar kynlegar sem myndirnar á hinni gömlu kirkjuhurð kunna að virðast í fljótu bragði, þá em þær, þegar betur er að gáð, mjög skiljanlegar og skortir hvorki skáldlega hugsun né ömggan smekk, skýra listamannshyggju í framsetningunni. Á hurðinni em skornir tveir stórir hringir, annar ofan við hinn. 1 neðri hringnum er skorinn (eða niðurhleyptur) ormahnútur; eru það fjórir drekar svo haglega slungnir saman, að nokkra athugun þarf til að greina hvem skrokk frá öðrum og sjá, hvemig ránfuglafætur þessara óvætta ganga á víxl kringum miðju hringsins, hvemig vængjum þeirra, þöndum i hverri línu, er brugðið inn á milli og yfir bugðumar á slöngu- skrokkunum, sem mynda f jóra stóra hringi, þann- ig að drekáhausarnir koma efst, neðst til hægri og til vinstri, og bítur hver þeirra um hringaðan hala sinn. Það er ljómandi, leikur línanna breyt- inn og skemmtilegur; þarna er gnægð af gátum og hryllingi meðan augað sökkvir sér niður í þessar flækjur; og þó er það þegar gátan er ráð- in, fullgert og fullkomið, háttfast og jafnvægt yfir að lita. Að þvi leyti er þarna jafnvel nokkuð önnur aðferð en í hinum upphaflegu ormaflækj- um, og bendir það á áhrif hinnar kristilegu mið- aldalistar, „rómönsku“ listarinnar. Á nú að telja þennan ormahnút skraut eitt? Varla. Neðri hring- urinn mun fremur eiga að vera mynd af iðrum fjallsins eða jarðarinnar, þar sem hin ólmu, sjálf- stæðu öfl em sem læst i töfralæðing, líkt og völur töframannsins hefði snortið þau. Því að í efri hringnum, sem þverlína skiptir í tvennt, er í Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.