Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 26, 1943 ■ Bfian mn n c ■ iii ■ l ■ v Matseðillinn. Sellirísúpa. % kg. sellirí, 2 1. þunnt kjöt- soð, 40 gr. smjör eða smjörl., 40 gr. hveiti, 2 eggjarauður. Selliríið er þvegið, skorið i smá- bita og soðið í kjötsoðinu í 30 minút- ur. Tekið upp úr, soðið síað. Smjörið sett i pott, hveitið látið út í og bakað upp með soðinu. Suðan aðeins látin koma upp. Selliríið sett út í. Eggja- rauðumar em hrærðar vel, með ör- litlu af sykri, og súpan jöfnuð með þeim, rétt áður en hún er borin fram, Steiktir hvítkálsbögglar. 1 hvítkálshöfuð, 375 gr. kjöt- fars, 50 gr. smjör eða smjör- líki, 2 dl. vatn, 2 dl. rjómi, 15 gr. sagomél, salt, pipar. Kjötið er hreinsað og saxað átta sinnum í söxunarvél, þar til það verð- ur seigt. Þrjár matskeiðar af hveiti settar i og örlítið af pipar og hrært vel saman. Síðan er saltið látið í og ef vill 1 egg. 1—1% 1. af mjólk á að nægja í þetta magn af farsi og er hún látin í síðast, smátt og smátt, og á helzt að vera heit. Hvítkálið er tekið, blað fyrir blað frá leggnum, og þau sett ofan í sjóð- andi vatn, og suðan látin koma upp á þeim. Færð upp á gatasigti og vatnið látið renna vel af þeim. 1 hvert kálblað er sett ein matskeið af farsi, blaðið vafið upp og bundið utan um með hörtvinna. Smjörið er brúnað og bögglamir brúnaðir vel þar í. Þegar þeir em orðnir vel brún- ir, er rjómanum og vatninu, sjóðandi, hellt yfir. Látið sjóða í 30—45 mín. Bögglamir teknir upp úr, soðið síað, og þegar það sýður á ný, er sagó- mélið, sem áður hefir verið hrært út i vatni, sett út í og suðan látin koma upp. Salt og pipar sett í eftir þörf- um og ef vill, sósulitur. Blússu sem þessa geta allar hand- lagnar stúlkur saumað sjálfar. Hún er úr einlitu „ullajersey" með rönd- óttum liningum og kraga. Þegar þér kaupið yður gólfábreiðu í svefnherbergið, er handhægara að kaupa margar litlar heldur en eina stóra, og það gerir líka öll þrif á herberginu miklu auðveldari. Þegar þér bakið upp sósu, þá munið að hafa það hugfast, að i hvem bolla af soði þarf 2 matskeið- ar af smjöri og jafnt af hveiti. Nú fer sumarið í hönd. Hafið dag- lega grænmeti á borðum.' Eftirtaldar grænmetistegimdir em mjög auðugar af B, vítamíni: spinat, grænkál, róf- ur, salat. En þar að auki em í öllu grænmeti ein eða fleiri vítamin- tegundir. Vandamál móður. Eftir Garry Cleveland Myers. Það er nokkuð seint, úr því að böm eru orðin 16 ára, að ætla sér að láta þau hlýða með valdi. Að sjálf- sögðu er föður og móðurlegt eftirlit æskilegt með unglingum á þessum aldri, en að hve miklu gagni það kem- ur fer eftir því, hversu skynsamlega foreldrar hafa neytt valds síns yfir bömunum, á meðan þau vom yngri. Einnig er það mikið undir kömið gagnkvæmri virðingu og ástúð for- eldra og bama. Fyrir skömmu fékk ég svohljóð- andi bréf: „Kæri dr. Myers: — Ég hefi ákaf- lega miklar áhyggjur út af dóttur minni, sem er 16 ára gömul. Hún krefst þess að fá að vera úti, fram á nótt; fimm til sex sinnum í viku, er farin að reykja og blótar eins og versti götustrákur. Þetta virðist vera algeng venja í skólanum héma, sömuleiðis í nágrannaborginni. Hún er mjög reið við mig út af því, að ég skuli vera að skipta mér af, þótt hún skemmti sér. Er nokkur leið til að sigrast á þessu ? ... Fjöldinn all- ur af fólki hér er á hennar bandi, og segir að ég sé skilningslaus og að allt mitt starf miði að því að eyði- leggja líf hennar. Ég er fús til að leyfa henni að vera úti tvisvar í viku til klukkan tólf að kvöldi, ekki oftar. Er það að gera of strangar kröfur til hennar?“ En eins og ég sagði þessari móður, þá er ekki mest undir því komið, hvað sé æskilegt, heldur hinu, hvað sé hægt að framkvæma. Árekstur á milli móður og dóttur, skapar aldrei annað en fleiri árekstra. Þér viljið ekki leyfa henni að vera úti nema tvö kvöld til 12, en það er mjög sennilegt að samkvæmi standi miklu lengur. Unglingur, sem alltaf verður að fara, löngu áður en sam- kvæmið hættir, verður mjög fljót- lega gerður útlægur af félögum sín- um. Ég á sjálfur böm, og skil þar af leiðandi mæta vel áhyggjur yðar, og það er alveg laukrétt af yður að vilja vernda hana, en vandinn er bara sá, hvernig það bezt verði gert. Ég er yður algjörlega sammála um það, að æskilegt væri að dóttir yðar reykti ekki; nú en fyrst hún er á annað borð byrjuð, þá er gagnslaust um það að fást, og að rífast við hana um það, er alveg tilgangslaust. Það eina, sem þér getið gert, er að reyna að fá hana til þess að reykja í hófi, og með lægni mætti kannske fá hana til þess að óska þess sjálf að hætta. Þér getið tæpast skipað henni með valdi að hætta. Sama er að segja með blótsyrðin. Þér getið ekki skipað henni að hætta þeim. Því það er möguleiki á því, að hún einmitt oft á tíðum blóti til þess að skaprauna yður. En þér ættuð einhvem tíma, þegar þið emð tvær einar, og báðar í góðu skapi, að segja vingjamlega við hana eitthvað í þessa átt „ég vildi óska að þú hætt- ir að blóta", og má vel vera að það beri árangur. Ég held, að yður mundi ganga betur, ef þér næðuð meira jafnvægi og sjálfstjóm, að ávinna yður virðingu og hylli dóttur yðar og vina hennar, og að hún þá frekar tæki tillit til óska yðar. Það er óvéfengjanlega skynsam- legra að vera félagslegur við dóttur, sem reykir, bölvar og er oft úti fram á nætur, heldur en að rífast við hana, og þar af leiðandi að missa virðingu þá, sem hún annars bæri fyrir yður, og orsakar það eitt, að hún kýs að reykja meira, bölva meira og vera lengur úti. Reynið með góðu að koma vilja yðar fram, því þá mun yður verða mest ágengt. Þetta er okkar bekkur! Feiti maðurinn og kona hans vom á leið i sæti sín eftir hléið. „Steig ég ofan á tærnar á yður um leið og ég fór út,“ spurði hann manninn, sem sat á enda bekkjarins. „Það gerðuð þér,“ svaraði hinn hvatskeytislega, og bjóst við afsökun. Feiti maðurinn snéri sér að konu sinni og sagði. „Allt í lagi, Mary, þetta er okkar bekkur." NOTIÐ eingöngu ■*; LINIT PERFECT LAUNDRY STARCH STf FELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSON *CO. Austurstræti 14. Simi 5904. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinnað ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Dömur! Hjá okkur getið þér fengið J A K K A prjónaða eftir máli, og valið sjálfar um liti og snið. PRJÓNASTOFAN LOPI % G.ARM SkeggjagHtu 23. Síml 5794.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.