Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 26, 1943 15 Idnsaga íslands. Framhald af bls. 7. neðri hálfhringnum alveg samskonar dreki, en þar er hann sloppinn til uppheima og leikur nú lausum hala. Leiksviðið virðist vera inni í skógi, á það benda nokkrar plöntur, er vaxa upp úr jörðinni, og er auðsætt, að listin á þessu stigi og með þeim tækjum, er hún þama ræður yfir, getur hvorki sýnt skógartrén mörg saman né hinar einstöku plöntur öðru vísi en á venjubund- inn, stílrænan hátt, sem fremur minnir á skraut- myndir en náttúrumyndir. Atvikið, sem myndin sýnir, er hinn fræga viðureign hetjunnar við drekann, sem kemur fram í svo mörgum tilbrigð- um sem eitt hið máttugasta og stærsta söguefni í goðsögum og þjóðsögum allra indogermanskra þjóða. Þama má sjá riddara, er farið hefir með fálka sinn á veiðar út í skóg; hann heyrir allt í einu neyðaröskur dýrs, ríður á hljóðið og sér dreka, sem bmgðið hefir halanum utan um ljón og virðist ætla að draga það til hellis síns. Hellis- munninn sést yzt til hægri og reka þar þrír ungar drekans út höfuðin. Riddarinn hleypir á harða- stökki og leggur drekann í gegn með sverði sínu, en hann opnar ginið með tungunni löngn og læsir klónum um ræturnar á tré, en ljónið losnar og hleypur hróðugt af stað til vinstri. 1 efri hálf- hringnum sést fyrst ljónið, sem slegizt hefir í för með lífgjafa sínum og fylgir honum dyggilega á veiðum. Það hefir nú fengið skrautlegt hálsband og brokkar rólega. Úr halabroddi þess vex blóm, hvort sem það á nú að tákna lífsgleði dýrsins eða er aðeins gert til þess að fylla tómt rúm á flet- inum. Á undan því ríður hetjan á veiðar með hjálm, skjöld og sverð 'eitt mikið, í hægri hendi hefir hann fálkastafinn, og fálkinn, annar föru- nautur hans, hefir setzt kumpánlega til hvíldar á makkann á hestinum. Yzt hægra megin sést Ijónið í þriðja sinn; það liggur á þúfu og hefir dregið lappimar undir sig, grindhorað með star- andi augum og opnum skolti, en krossmark á þúfunni táknar, að hún er leiði; bakvið sést gafl á tréhúsi, ef til vill kirkju. Eflaust verðum vér að hugsa oss, að húsbóndinn sé þar grafinn og að ljónið, trútt til dauðans, sé leitt á lífinu og bíði þarna dauða síns. Sagan, sem fólgin er í þessum myndum, byrjar því að neðan og heldur áfram upp á við, lýsir fyrst hinum geigvænlegu öflum, þá hinni hörðu baráttu við þau og slær loks á rólega og við- kvæma strengi. Samsvarandi stigmunur er á stíln- ur. I viðureigninni í skóginum er enn mikið af sömu óró og flækjum í línunum, sem í orma- hnútnum fyrir neðan; í efri hálfhringnum, þar sem óvættirnar eru ekki lengur á ferli, eru atvik og myndir skýrara aðgreind hvert frá öðru. Þó •er eins og ormhreyfingin lifi alltaf í þessum lín- um; kemur það skýrt í ljós í dráttum skógar- trésins, sem drekinn gripur um; það lykkjast alveg eins og slanga; hesturinn í efri hálfhringn- um lyftir vinstri fæti þannig, að það minnir fremur á hreyfingu liðamjúks dýrs, sem læðist áfram, heldur en á það, er hestur fetar eða brokkar; halarnir á ljónunum bugðast og lykkj- ast undarlega. Þessi ormhreyfing i linunum er yfirleitt einkenni skrautlistarinnar á Norðurlönd- um á fyrri hluta miðalda, lika þar sem plöntu- myndir koma smám samán í stað dýramynda, vegna áhrifa frá Suðurlöndum, þar sem líkt var eftir fornlistinni. Á fomnorræna safninu má t. d. sjá dyraumgerðinni úr norskri trékirkju (Öd- kirkju í Valdres): Þar er skrautið annars vegar aðallega dýramyndir, hins vegar plöntumyndir og hreyfing plantnanna likist alveg hreyfingu dýranna, flipað blað læsir sig um stöngul eins og það væri klær. Gagnger athygli á Iífmyndum náttúrunnar og sérkennilegum svip þeirra á yfir- leitt alls ekki heima á þessu tímabili. Því fer fjarri, að menn séu þá komnir á það stig að skilja hina flóknu líkamsgerð hryggdýra og manna í samræmi við eðli þeirra; um það bera drættir myndanna í hinni fornu kirkjuhurð Ijóst vitni. Þar hættir höfundinum til að taka ekki eftir eða sleppa hinum ákveðnu hornum í línun- um, er likamsvöxturinn fær svip sinn af, eða halda aðeins hinum' helztu þeirra til stuðnings, svo að sjá megi, hvað allt þetta eigi að merkja, og gera svo fagurdreginn bug um hornið, sem þó verður andvana og tilgerðarlegur i samanburði við lifandi fyrirmyndina. Einstakir gallar, t. d. á hlutföllunum, eru léttvægir í samanburði við þennan almenna megingalia. Hins vegar kemur þarna í Ijós vakandi athygli á því og augsýnilega strangar kröfur um það, hvernig línum og megin- þáttum er skipað á flötinn; það er sú hlið list- arinnar, er mest kemur við skrautinu. Þetta hefir ráðið enn meiru og heildaráhrifin verið enn glæsi- legri fyrir þá sök, að ormafléttumar og mynd- imar hafa — á því er varla efi — verið með skærum litum, ef til vill eitthvað gylltar líka. Þegar hurðin kom í safnið, var hún máluð gróf- um olíulitum: þá varð auðvitað að taka af henni, en þeir hafa þó víst átt að vera í stað hinna upphaflegu lita, sem verið hafa betri og í meira samræmi. Hinn nýi skáldskapur á Norðurlöndum hefir lært mikið af hinum forna sögustíl. Hin nýja list Norðurlanda gæti varla haft sögualdar- listina sér til fyrirmyndar — ef kalla má hana því nafni — þó að vér ættum fleiri minjar henn- ar. Sagnalistin á Norðurlöndum hafði sköruleg- ar og glæsilegar fyrirmyndir i lífinu sjálfu, ljóm- andi dæmi þess, er máttugur vilji grípur inn í rás viðburðanna. Listin hefir líka haft glæsilega menn til að gera myndir af, en hún hefir ekki fært sér það í nyt til þess að fá fullkomna mynd mannslikamans, skilja hann og hefja sig þar með í eitt skipti fyrir öll á hærra stig í þessum efn- um. Það hefir í fomöld aðeins ein þjóð í heimi gert. En það voru Grikkir, á tilteknu þroska- stigi sögu sinnar.“ Roosevelt forseti borðar morgunverð úti á veggsvölum hússins, sem hann bjó í á meðan hann dvaldi í Casablanca. Með honum eru, talið frá vinstri til hægri: Sonur hans Elliott Roosevelt, ofursti, Harry Hopkins, Franklin D. Roosevelt yngri, liðsforingi, og yfirmaður úr landhernum, vinur bræðranna Roosevelt. soooeooooooooocooooeoeooeoooooooeoeooeoeceeoeoco Rúðugler Höfum fyrirliggjandi rúðugler í pykktum 18 og 26 ounzu, einnig 5 og 6 millimetra. Útvegum ennfremur allar algengar tegundir af rúðugleri frá Bandaríkjunum. ■ -'• v ■; Eggert Kristjánsson & C. h.l. REYKJAVfK sccccccccccccccccccccccccccccccccccccccocccocsoccocccccoocccoccccocccccccccococccocccccoccccoocccococcccoo

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.