Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 13
"VIKAN, nr. 26, 1943 13 Shirley Temple í ýmsum hlutverkum. Dægrastytting ■l■■l■l•l■ll■■l■■■ll■l■l■■ll■ll■■■l•■ll■■l ■■»■■■■■■■■•■■■«■■■■■■■•■■■■■■■«• Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 18. Skipverjar á vöruflutningaskipinu höfðu falið sig í námunda við kofann, þar sem Georg var hafður í haldi, og fylgdust vel með hverju skeyti, sem frá honum kom. Þeim var farið að leiðast þófið og vildu fara að ná stráknum. Þá kom eftirfarandi skeyti frá honum: T ' ' • • • 1 • • • • ........... • 1 ' ■" • • • • Lausn á bls. 14. Biðils-vísa. Biðillinn brúkar borðahatt, biðillinn ríður hesti glatt, biðillinn finnur blómarós, biðillinn leiðir með sér drós, biðillinn ber upp bónorðsskrá, biðillinn stendur fattur þá. (Isl. þulur og þjóðkvæði. Ói. Dav.). Vísa um „hann“: Hann er að skera haus af kú, hann er að bera’ inn slátur, hann er að þéra heiðursfrú, hann er að gera’ á keldu brú. (Þjóðvísa). Ég söng fyrir Bing Crosby. Ég geri ráð fyrir, að það þyki ekki neitt sér- staklega frumlegt, þó ég segi að Hollywood sé skrítin borg. En nú ætla ég að segja ykkur sögu því til sönnunar. Fyrir fáum árum var ég óþekkt stúlka, sem barðist fyrir að komast að hjá kvikmyndafélög- Unum. Ég söng á auðvirðilegum næturskemmti- klúbb í Hollywood. Húsakynnin voru dimm og ávallt full af reyk, varla hæf, sem skemmti- staður. Það voru ekki margir frægir menn, sem þangað komu. En kvöld eitt, um lokunartíma, kom maður inn, sem ég strax þekkti. Ég var að syngja vísu sem heitir: „Láttu, drengur, skóna skína!” Þegar ég hafði lokið við lagið, bað hann mig að syngja það aftur. Eg gerði það. Og aftur og aftur og klukkan var orðin þrjú, þegar ég loksins fékk að hætta. Ég var þreytt, en ánægð. Hann var kvikmyndaleik- ari. Ef til vill — nú — maður vissi aldrei, hvað fyrir gat komið. Hann þakkaði mér fyrir og fór. En ekkert skeði. Og litlu seinna fór ég frá Hollywood. Ég varð svo að lokum fræg ieikkona i meira en 3000 mílna fjarlægð frá Hollywood, söng „Hjarta mitt tilheyrir pabba“ á leiksviði á Bro- adway. Svo kom ég aftur til Hollywood með samning við Paramount í vasanum, og nú lék allt í lyndi. Fyrir skömmu lék ég á móti sama mann- inum, sem lét mig syngja mest fyrir sig um nóttina forðum, þegar ég var fátæk. Ég þekkti hann, auðvitað, en hann þekkti mig ekki aftur. Dag nokkum, á milli þátta, kom ég auga á píanó á leiksviðinu, og þá datt mér dálítið í hug. Ég settist við það og tók að leika og syngja gamla lagið, „Láttu, drengur, skóna sína“. Ég sá útundan mér, að mótleikari minn leit upp frá blaðinu, sem hann var að lesa. „Heyrðu, Mary," hrópaði hann, „spilaðu eitt- hvað annað, ef þér er sama?“ „Nú, hvað er athugavert við þetta?“ spurði ég- „Það vekur hjá mér svo sorglegar endurminn- ingar,” sagði hann brosandi. „Ég sat einu sinni langt fram á nótt og hlustaði á unga og fallega stúlku syngja þetta lag. Ég kom aftur næsta kvöld, til þess að segja henni að ég ætlaði að láta prófa hana hjá kvikmyndafélagi einu. Þái var hún farin og enginn vissi hvert." ij Þið getið hugsað ykkur undrun mína. „Ástæð-' an til þess að hún fór,“ sagði ég, „var sú, að. mamma hennar skipaði henni það. Sagði að það væri ekki tilhlýðilegt, að ungar stúlkur væru á fótum til klukkan þrjú á nóttunum — jafnvel þó þær væru að syngja fyrir Bing Crosby." „Hvemig veizt þú þetta?" „Það er ósköp einfalt," sagði ég Bing. „Ég var unga stúlkan, sem söng fyrir þig í nætur- klúbbnum." Mary Martins. Orðaþraut. ETUE ARGA IÐUR EM J A AT AR FINN EKUR ÓL AR SK AR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, sem er tengt við bjartar nætur. Sjá svör á bls. 14.. Að liggja á gólfi eða liggja á sæng, er mjög skylt Nýpuleik, og hnýti ég því aftan við hann. Það kvað ekki vera neitt sældarbrauð að iiggja á sæng í raun og vem, og svo er líka með þessa sængurlegu. Sveinki tekur utan um litla fingurinn á Konsa, kreppir fremstu kjúk- una á honum, inn á við, og spyr um leið: „Hvað sagði hún móðir þín, þegar hún átti þig?“ „Hún sagði pé (p),“ segir Konsi. Sveinki herðir á tak- inu og spyr enn: „Sagði hún það?“ „Ef Konsi stendur við það sem hann sagði, kreystir Sveinki enn fastara og rejmir yfir höfuð til að kreysta svo fast, að Konsi segi „æ“, því tii þess er leikurinn gerður. Konsi forðast því að kveinka sér i lengstu lög, en aftur má hann segja að móðir sín hafi sagt þom (þ), ess (s), eða í, og hvem staf sem vera skal, nema æ. Bóndinn á Gnúpum. Bónda einn á Gnúpum í Þingeyjarsýslu dreymdi að honum þótti kona koma til sin og kvarta yfir því, að böm hans fleygðu grjóti í stöðuvatn eitt þar nærri, því við það styggðist silungur- inn, sem hún ætti að lifa af. Bóndi skeytti þessu ekki, og þótti þess ekki þörf, að banna bömum sinum alvarlegra athæfi þeirra; fóru þau því hinu sama fram, eftir sem áður, að þeyta stein- um í vatnið. Hin sama kona kom þá í annað sinn til bóndans i svefni, og hótar honum að hefna sín. Veturinn eftir bar það við eitt kvöld, _ að allir gluggar vom brotnir á bænum. Bóndi þaut út, til að sjá, hver hefði leikið þennan hnykk; en hann sá engan, og ekki heldur nein spor í snjónum, er var nýfallinn, hvorki eftir menn né skepnur. í annað sinn var ljósið á borð- inu drepið, eins og með mannshendi, án þess komið yrði auga á neinn. Fór þá stúlka fram í eldhús að kveykja aftur, er hún gat ekki komið Ijósloga upp i eldstónni. Þrisvar reyndi hún til að kveikja og þrisvar var ljósið drepið fyrir henni aftur jafnharðan; fór þá bóndinn sjálfur til, og honum tókst að kveikja eftir langa mæðu. Eitt sinn var fleygt af ósýnilegri hendi þungum og þykkum skóm, rétt í ennið á bóndanum; við það reiddist hann og fleygði skónum aftur í sömu átt, er þeir voru komnir úr; en þá var þeim grýtt aftur hálfu fastar en fyrr í andlitið á honum. Loksins fór mönnum að standa stuggur af þessum aðförum, svo bóndi flutti með allt sitt burt af bænum, og hann lagðist í eyði. SRRÍTLUR. Maður einn, sem hafði mjög rautt nef, mætti eitt sinn kunningja sinum á götu. Kunninginn sagði: „Því i ósköpunum er nefið á þér svona rautt?" „Af stolti yfir því að skipta sér aldrei af hög- um annara," svaraði maðurinn. * Litli drengurinn: (horfir á nýfæddar tvíbura- systur sinar) „Pabbi, fékstu þær ódýrari með því að kaupa tvær í einu?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.