Vikan


Vikan - 29.07.1943, Síða 3

Vikan - 29.07.1943, Síða 3
VIKAN, nr. 30, 1943 3 Pétur Jónsson við tannlæknisnám í Kaupmanna- höfn, sumarið 1908, þá 23 ára gamall. Pétur Jónsson á fermingaraldri, árið 1899. Pétur Jónsson æfir sig heima í stofu sinni í Ber- lín. Á myndinni eru einnig kona hans Karen Louise, fædd Köhler, og yngri dóttir þeirra, Mar- grét, sem hlusta hugfangnar á hann. asta hlutverkið, ætlaði fagnaðarlátum á- heyrendanna aldrei að linna, og þegar hann loks slapp út úr leikhúsinu, var hið mikla torg framan við óperuna fullt af fólki. Þúsundir manna höfðu safnast saman til að votta honum þakklæti sitt og hylla hann til nýrra dáða. Enginn getur vakið jafn óskipta athygli á landi sínu og þjóð og listamaðurinn, sem fer sigurför um framandi lönd. Ættjörð hans má því ekki grafa hann og verk hans í gleymsku og sinnuleysi. Hún á að láta Ijómann af störfum hans lýsa sem lengst, sjálfri sér til ávinnings og dýrðar.“ Pétur A. Jónsson óperusöngvari. Framhald af forsíðu. Það var bjart um Pétur Jónsson, þegar hann kvaddi Kiel, eftir 4 ára starf við óperuna þar. Kvöldið, sem hann söng síð- Pétur Á. Jónsson er fædaur í Reykjavík 21. desember 1884, sonur hjónanna Jóns Árnasonar kaupmanns og Júlíönu, f. Bjarnasen. Faðir Péturs var ágætur bassi og móðirin þægilegur sópran. Pétur byrj- aði snemma að syngja. Þegar þeir bræð- urnir, Þorsteinn og hann, komu heim eftir að hafa hlustað á söngkór, stóðu þeir uppi á „púffi“ og héldu konsertinn upp aftur! Pétur fór í Lærðaskólann í Reykjavík. Er hann var í fyrsta bekk, þá 16 ára gam- all, var hann sóttur einn dag til að syngja með efribekkingum, en þeir áttu að syngja fyrir liðsforingja einn, sem hér var stadd- ur. Má af því sjá, að mikið orð hefir þá þegar farið af Pétri sem söngmanni, því að fyrstubekkingar nutu víst yfirleitt ekki of mikillar virðingar hjá eldri skólabræðr- um sínum. En Pétur hafði óvenjulega góð- an tenor. Pétur varð stúdent frá skólanum árið 1906. Fór hann þá strax utan um sumarið og til Kaupmannahafnar. Hann tók heim- spekipróf frá Hafnarháskóla og hóf síðan tannlæknisnám. Ætlaði hann sér ekki upp- Framhald á bls. 7. Pétur Jónsson óperusöngvari á göngu í Bremen ásamt Lauritz Melchior, heimsfrægum söngvara, og konu hans. Hvíld milii þátta í veitingastofu söngvaranna í Deutsches Opernhaus í Berlín. Pétur Jónsson í óperunni Troubadour eftir Verdi. Pétur Jónsson í óperunni Ernani eftir Verdi. Við hliðina á honum stendur Heythekker óperustjóri. Hann hafði verið leiðbeinandi við Metropolitan- óperuna í New York og starfaði siðan með Pétri bæði í Darmstadt og Bremen.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.