Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 8

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr. 33, 1943 Rasmína verður veik Rasmína: Heyrðirðu ekki, hvað ég sagrði? Ég var búin að segja, aö þú ,mættir ekki fara út í kvöld! Gissur: Ég heyrði ekki, hvað þú sagðir. En mér skildist það á meðhöndluninni, hvað þú hefir haft í huga.. Rasmina: Seztu þarna! Og láttu þér ekki detta i hug, að beita neinum brögðum til þess að komast út. Gissur: Eg á því miður engin brögð ónotuð. Rasmína: Guð sé oss .næstur! Þarna kemur frú Þvaðran. Hún ætlar alveg að gera útaf við mig. Hún er alltaf að tala um forfeður sína! Gissur: Er hún svona mikill dýrafræðingur ? Rasmína: Hún er að hringja! Segðu henni, að ég sé veik. Eg fer upp og í rúmið! Gissur: Æ, já, Rasmina er lasin. Hún gat ekki borðað egg í morgun — við áttum þau ekki til —. Frú Þvaðran: Já, auðvitað! Kona á hennar aldri má sveimér gæta að heilsunni! Hvar liggur hún, veslingurinn ? Ég má til með að tala við hana! Frú Þvaðran: Ó, blessað barnið! Elsku vina! En hvað þú ert fól! Heyrðu, hjartað mitt, þú ættir að hugsa betur uní heilsuna! Þú ættir að fara að mínum ráðum! Hún amma mín —. Rasmina: Þii skalt ekki gera þér neitt ómak útaf þessu! Mér er að batna. Frú Þvaðran: Hvaða vitleisa! Ég ætla að hjúkra þér! Ég gæti ekki hugsað mér, að reynasf' þér ekki vel, þegar þú ert veik! Fyrst ætla ég að setja blautan klút á ennið á þér og svo ætla ég að tala við manninn þinn —. Fru Þvaðran (niðri): Gissur! Þér þurfið að fara í apótekið! ' . ; i Gissur: (niðri, flautandi af ánægju): Með mik- illi ánægju! " Frú Þvaðran (kallar á eftir Gissuri): Verið þér hú góðabarnið, fljótur í ferðum! Gissur: Þetta er meiri blábjáninn! Sú er ekki veraldarvön! Það væri ekki amalegt að eiga haná fyrir konu! Rasmina: Klukkan er orðin eitt, frú Þvaðran. Þú þarft endilega að fara heim og sofa! Það er öllu óhætt — ég skal vaka eftir manninum minum! Frú Þvaðran: Nei, góða mín! Ég bíð þangað til hann kemur! Ósköp hlýtur hann að hafa farið langt eftir meðalinu! Rasmína: Það er næstum kominn dagur! Ó, hvað ég vildi, að hún færi að fara heim! Það er hræðilegt að hlusta á hroturnar í henni og ef ég vek hana, þá. byrjar hún að tala og talar og talar! Hvern f jandann er mannrolan að hug.sa — eða gera, réttara sagt, þvi að það er í meira lagi hugsunarlaust að skilja mig eftir eina með þessari kvensnipt!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.