Vikan


Vikan - 19.08.1943, Page 9

Vikan - 19.08.1943, Page 9
VIKAN, nr. 33, 1943 9 „Adolf Hitler." Þessi hjón eiga heima í New York lylki, en eru af þýzk-austurrískum uppruna. Þau eru hér með sjöunda barnið sitt, sem þau létu skira Adolf Hitler. EBör’ Lögreglan æfir fæðingarhjálp. Sökum læknaskorts í héraði einu í Banda- ríkjunum og vegna þess, hve barns- fæðingar fara þar í vöxt, hefir verið tekin upp sú nýlunda að kenna lög- reglumönnum, bæði aðal- og vara- liði, hjálp i viðlögum á þessu sviði. Hér á myndinni sést lögregluþjónn vera að æfa sig á að sprauta i auga á — brúðu! Forsetafrúin meðal Indíána. Indíána- prinsessan Watawaso er hér að festa skrautband á hatt frú Eleanor Roosevelt, en Indíánahöfðinginn Poolaw er til hægri á myndinni. Sæmdur heiðursmerki. Verið er hér að sæma Maximo Murphy heiðurmerki fyrir frækilega framgöngu, er skipið, sem hann var á, var hæft tundur- skeyti 'í Karibbíahafinu. Hann var forustumaður skipsbrotsmanna, kom þeim að landi á eyju nálægt Haiti og braust síðan langan veg gegnum ■erfiðan frumskóg til þess að leita hjálpar. Konungur leikur sér að líkani. Þetta er Feisal Iraqskonungur, aðeins 11 ára gamall, að leika sér að líkani, sem er smíðað eins og amerísku Lee- skriðdrekarnir. Bretar notuðu mikið af þessari skriðdrekategund í barátt- unni við Rommel í eyðimörkinni. Landsmenn Feisals voru fyrsta Araba- þjóðin, sem gekk í lið með Bandamönnum gegn Möndulveldunum. Bióði dælt I særðan hermann. Mynd þessi er frá vígstöðvunum í Buna, og sýnir særðan hermann, sem verið er að dæla blóði í, til þess að bjarga lífi hans. Aðgerðin er framkvæmd aðeins tæpa 500 metra frá víglínunni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.